Sólan losnađi, orkukrćfs iđnađar og nýveriđ veriđ rekinn

Orđlof

Lćra frá

Í sjónvarpsfréttum í gćr heyrđi ég ungan viđmćlanda segja „Ég hef virkilega lćrt frá ţessu“. Ţetta hef ég ekki heyrt áđur en gúgl skilar mér nokkrum dćmum um ţetta frá síđustu árum. Í íslenskri málhefđ er forsetningin af vitanlega notuđ međ lćra – viđ lćrum af einhverju, ekki frá ţví. Ţađ virđist nokkuđ ljóst ađ hér sé um ađ rćđa áhrif frá ensku, learn from.

Ţađ eru dćmi af ţessu tagi sem mér finnst mikilvćgast ađ taka eftir og vekja athygli á. Auđvitađ eru ţetta engin stórkostleg málspjöll, út af fyrir sig. Viđ tölum um ađ verđa fyrir áhrifum af og verđa fyrir áhrifum frá, og ţá er stutt yfir í lćra frá. En svona dćmi sýna hins vegar hvernig enskan lćđist inn í íslenskuna án ţess ađ viđ tökum eftir ţví.

Viđbrögđin viđ ţví eiga ekki ađ vera stríđ gegn enskunni, eđa nöldur yfir einstökum atriđum, heldur styrking íslenskunnar – áhersla á ađ fólk, ekki síst börn og unglingar, lesi sem mest á íslensku og noti hana á öllum sviđum.

Eiríkur Rögnvaldsson.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Mađur­inn er vistađur fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.“

Frétt á mbl.is.        

Athugasemd: Ţetta er beinlínis rangt mál. Mađurinn var settur í fangelsi vegna ţess ađ veriđ er ađ rannsaka máliđ.

Orđalagiđ er svokallađ löggumál. Blađamenn virđast eiga afar bágt međ ađ segja frá störfum lögreglunnar nema nota sérstakt orđfćri sem ber mikinn keim af stofnanamáli. 

Í stuttri frétt eru allir „vistađir fyrir rannsókn málsins“ rétt eins og ekki sé hćgt ađ nota annađ orđalag. Blađamađurinn étur annađ hvort upp vitleysuna frá löggunni eđa spinnur hana sjálfur. 

Tillaga: Mađurinn var settur í fangelsi međan veriđ er ađ rannsaka máliđ.

2.

Sól­an losnađi á takka­skón­um og tćp­lega heppi­legt ađ hlaupa fram og til baka eft­ir hliđarlín­unni viđ slík­ar ađstćđur.“

Frétt á mbl.is.        

Athugasemd: Neđan á skóm heitir sóli og er karlkynsorđ. „Sóla“ er ekki til á skóm. Ţetta er ábyggilega fljótfćrnisvilla en á ekki ađ koma fyrir. Fljótaskrift bitnar á lesendum, ţađ er neytendum fjölmiđla og er ekki traustvekjandi.

Til skýringar er hér vitnađ í malid.is en ţar segir:

Fljótaskrift nafnorđ kvenkyn. Óvandađ verk sem unniđ er í flýti 

Ţegar sóli losnar undan skó er nánast útilokađ ađ nota skóinn. Ţegar ţađ gerist kallast ţađ vart „ađstćđur“ eins og segir í fréttinni, miklu frekar ástand.

Allir vita hversu slćmt er ađ vera í ónýtum skóm. Blađamađurinn telur hins vegar skilningi lesenda sé ábótavant og telur sig knúinn til ađ skýra máliđ enn frekar. Ţar ályktar hann um of.

Tilvitnuđ orđ má kallađ úrdrátt. Um ţađ segir í Málfarsbankanum:

Orđiđ úrdráttur er notađ yfir ákveđiđ stílbragđ sem felst í ţví ađ nota veikara orđalag en efni standa til. Ţađ er ekki mjög kalt hérna, í merkingunni: ţađ er heitt hérna. Ţetta var ekki sem verst, í merkingunni: ţetta var mjög gott. 

Ađ skađlausu hefđi blađamađurinn mátt sleppa ţessari úrdrćttinum. Hann er ađ mestu óţarfur.

Í fréttinni segir:

Fleiri skakka­föll urđu á Meist­ara­velli í kvöld en vall­ar­klukk­an fór ekki í gang og var leikiđ í fyrri hálfleik án ţess ađ leik­menn eđa áhorf­end­ur vissu hversu mikiđ vćri búiđ af leikn­um.

KR er viđ götu sem heitir Meistaravellir (fleirtöluorđ). Ekki veit ég hvort leikvangurinn kallist Meistaravöllur, dreg ţađ í efa. Í ţví ljósi er rangt ađ tala um Meistaravöll(eintöluorđ), rétt er Meistaravöllum sé blađamađurinn á annađ borđa ađ tala um stađinn ţar sem fótboltavöllur KR er.

Rétt er ađ geta ţess ađ skakkafall (eintöluorđ í hvorugkyni) getur merkt óhapp eđa tjón og er alls ekki rangt notađ í fréttinni.

Tillaga: Sólinn losnađi á takkaskónum og međ ađstođ Ţor­vald­ar Árna­son­ar fjórđa dóm­ara tókst ađ leysa máliđ eins og sést á međfylgj­andi mynd …

3.

„Krefjast skýrrar stefnu í málefnum orkukrćfs iđnađar.“

Frétt á mbl.is.        

Athugasemd: Orđiđ í setningunni fékk mig til ađ hugsa mig um. Hvort er réttara ađ tala um orkukrćfan iđnađ eđa orkufrekan iđnađ. 

Í vinsćlum slagara eftir Jónas Árnason er sungiđ á útopnu:

Jón var krćfur karl og hraustur
Sigldi um hafiđ út og austur
Jón var krćfur karl og hraustur
Hann var sjóari í húđ og hár.

Ţarna er vísađ til hans Jóns, krćfs karls. Krćfur merkir ósvífinn, jafnvel frekur, og ţađ hefur kallinn í vísunni ábyggilega veriđ. 

Krćfur er skylt kraftur. Af ţessu leiđir ađ orkukrćfur og orkufrekur virđast vera svipađrar merkingar og má varla á milli sjá hvort er betra. Hingađ til hefur líklega veriđ algengara ađ tala um orkufrekan iđnađ.

Tillaga: Engin tillaga

4.

„Árásarmađurinn í Texas hafđi nýveriđ veriđ rekinn.“

Frétt á visir.is.        

Athugasemd: Nýveriđ er atviksorđ sem merkir fyrir stuttu. Orđiđ er myndađ úr tveimur orđum nýr og vera. Hér er ţví sögnin ađ vera tvítekin sem er alls ekki gott.

Enginn segir: Mađurinn hefur veriđ nýlega veriđ rekinn.

Mikilvćgt er ađ blađamađur skilji orđin sem hann notar og átti sig á hvađ hentar og hvađ ekki. Ţar ađ auki er ágćtt ađ lesa skrifin yfir fyrir birtingu en ţađ gagnast bara ţeim sem hafa góđan skilning á íslensku og búa yfir drjúgum orđaforđa.

Tillaga: Árásarmađurinn í Texas hafđi nýlega veriđ rekinn.

5.

„Lagfćrđ frétt“

Frétt á visir.is.        

Athugasemd: Eiríkur Rögnvaldsson, íslenskufrćđingur, prófarkalas frétt á Vísi og birti svo á vef sínum. Hann segir:

Hér hefur oft veriđ rćtt um málfar fjölmiđla og vissulega er ţar oft pottur brotinn. Ég tók upp – orđrétt og stafrétt – eina frétt af Vísi í gćr og fór yfir hana međ augum kennarans. Fréttin var ekki tekin beinlínis af handahófi ţví ađ ég hafđi vissulega tekiđ eftir ýmsu athugaverđu í henni, en ég hefđi getađ tekiđ margar ađrar sambćrilegar af sama miđli og öđrum. [Sjá myndina]

villur

Ţađ er samt rétt ađ benda á ađ í ţessari frétt er lítiđ sem ekkert um ţađ sem venjulega er flokkađ undir „rangt mál“. Engin „ţágufallssýki“, ekki nýja ţolmyndin, ekki fariđ rangt međ málshćtti eđa orđtök, ekki rangar beygingar (nema eignarfalliđ af strćtó ćtti strangt tekiđ ađ vera strćtós á tveimur stöđum en ţađ segir held ég enginn), – í stuttu máli sagt, ekki neitt af ţeim hefđbundnu „málvillum“ sem iđulega er einblínt á. Samt held ég ađ viđ getum flest orđiđ sammála um ađ ţetta sé ekki góđur texti.

Kannski ćttum viđ ađ leggja megináherslu á ađ ţjálfa nemendur í ritun og frágangi texta en gefa orđflokkagreiningu og „málvillum“ frí.

Tvísmella má á myndina og viđ ţađ stćkkar hún og verđur auđlesanleg. 

Tillaga: Engin tillaga.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband