Elta hjarta, Tesla opnar, gera fréttir og tvęr kślur ķ hnakkann

Oršlof

Mķnar sķšur

Eignarfornöfn ķ ķslensku eru minn, žinn, sinn og vor. […] Eins og nafniš gefur til kynna eru eignarfornöfn notuš til aš tįkna og gefa til kynna eignir į hlutum og fyrirbęrum.

En hvenęr į aš nota eignarfornöfn og hvenęr į ekki aš nota žau? Og hvar eigum viš žį aš nota žau?

Dęmi:

Turninn minn stendur uppi ķ hlķšinni.

Žarna er augljóst aš ég į turninn. Turninn minn gefur til kynna aš ég eigi hann. En breytum nś setningunni og segjum:

Minn turn stendur uppi ķ hlķšinni.

Ég mundi setja įkvešiš spurningarmerki viš žessa setningu. Hśn er į mörkum žess aš geta stašiš ein og sér įn samhengis. Žvķ žaš er ekki ešlilegt ķ ķslensku aš eignarfornafniš standi į undan nafnoršinu sem veriš er aš lżsa yfir eigninni į. Undantekning er žó ef veriš er aš leggja sérstaka įherslu į eignina. Dęmi:

Turninn hans Tóbķasar er nišri į torgi en minn turn stendur uppi ķ hlķšinni.

Viš könnumst viš ašgangsstżršar vefsķšur hjį stofnunum og fyrirtękjum žar sem netnotendur geta sinnt einkamįlum sķnum, skošaš reikningsyfirlit, višskiptasögu og fleira. Žessar sķšur heita yfirleitt Mķnar sķšur. Žetta heiti er undir sterkum įhrifum frį ensku, sbr. My pages. Ķ ensku (og fleiri tungumįlum) er žetta ešlileg oršaröš. En į ķslensku vęri ešlilegra aš kalla žęr Sķšurnar mķnar. […]

Oršabókin, mįlfarslögreglan.

Athugasemdir viš mįlfar ķ fjölmišlum

1.

„Mašur veršur aš elta hjartaš.“

Fyrirsögn į visi.is.       

Athugasemd: Til eru žeir sem tapaš hafa śtlim, jafnvel nżru, lungu og aš ónefndum įrans botnlanganum. Verra er žó aš missa hjarta sitt. Žaš gerist žó išulega. Hjartaš mitt hefur brostiš nokkrum sinnum en slęr žó enn įn aflįts. Nokkrum sinnum hefur mašur veriš meš hjartaš ķ buxunum af hręšslu. 

Ekkert lįt er į furšulegum hugmyndum um sjįlfiš og er žaš einatt fengiš śr ensku og trošiš upp į ķslenskuna. Margir hafa, naušugir viljugir, žurft aš „elta drauma sķna“ śt um allar trissur, til śtlanda og hvašeina. Vęri ekki rįš aš stofna feršaskrifstofu sem sérhęfir sig ķ aš elta hjörtu, drauma, hugmyndir, įstina og annaš sem skreppur śr sjįlfinu?

Sį įgęti mašur sem „eltir“ hjarta sitt segir ķ fréttinni ķ Vķsi:

Mašur žarf aš finna hvaš hjartaš segir og elta žaš. Žaš hefur alltaf veriš śtgangspunkturinn.

Ekkert er aš žvķ aš fylgja hjarta sķnu eša draumum. Oršalagiš kemur śr ensku. Žar hafa oršin oft merkingu svo ekki sé talaš um tilfinningu og žvķ varhugavert aš žżša oršrétt yfir į ķslensku. Enskumęlandi segja „follow your dream“ eša „follow your heart“. Mįlvenjan į ensku er į margan hįtt allt önnur en į ķslensku. 

Svo er žaš žetta orš „śtgangspunktur“. Žaš er fengiš śr sama ruslahaugnum og „tķmapunktur“. Óžörf orš. Betra aš segja: Žaš skiptir öllu mįli, er ašalatrišiš eša įlķka.

Fjölmišlar og žżšendur bķó- eša sjónvarpsmynda mega margir ekkert vera aš žvķ aš gęta aš blębrigšum tungumįla. Žeir kenna okkur aš „elta“ draum eša hjarta. Og viš gleypum allt hrįtt sem stendur ķ fjölmišlunum og ķ ensku bķómyndunum og sjónvarpsžįttunum. Žaš lęra börnin sem fyrir žeim er haft. Um žetta skeyta śtgefendur fjölmišla, ritstjórar og blašamenn engu enda „elta“ žeir hvorki hjarta né drauma heldur „monninga“.

Tillaga: Viš žurfum aš fylgja hjartanu.

2.

„Heyršu tón­list Hildar Gušna­dóttur ķ nżjustu stiklu Jókersins.“

Fyrirsögn į visir.is.       

Athugasemd: Heyršu žetta og heyršu hitt, er tķšum sagt. Enginn segir: Heyršu ķ lóunni, heyršu žytinn ķ fjallaskaršinu, heyršu klišinn ķ įnni. Flestir segja hlustašu į lóuna, hlustašu į žytinn ķ skaršinu, hlustašu į  tónlist Hildar.

Engu aš sķšur segir ķ ljóši Grķms Thomsen, Landslag:

Heyriš vella į heišum hveri,
heyriš įlftir syngja ķ veri:
   Ķslands er žaš lag.
Heyriš fljót į flśšum duna,
foss ķ klettaskorum bruna:
   Ķslands er žaš lag.

Og hvers vegna segir Grķmur „heyriš“ en ekki hlustiš? Žetta er „herhvöt“, hvatning. Hann er hann aš vekja lesendur sķna, įheyrendur, żta undir skilning žeirra į landinu okkar, umhverfinu, nįttśrunni.

Ķ fréttinni segir:

Ķslenska tónskįldiš Hildur Gušnadóttir, sem vakti mikla athygli fyrir hljóšrįs sķna fyrir žęttina Chernobyl, semur tónlistina fyrir myndina og er tónlistin įberandi ķ nżju stiklunni.

Hvort semur tónskįldiš hljóšrįs eša tónlist? Get ómögulega skiliš žessa mįlsgrein sem žar aš auki er klśšurslega oršuš. Tónskįldiš vakti mikla athygli fyrir tónlist, fyrir žęttina og fyrir myndina. Og svo semur žaš tónlist sem er įberandi tónlist. Skelfing er aš lesa nįstöšu, endurtekningu į oršum.

Žetta er skemmd frétt.

Tillaga: Hlustašu į tón­list Hildar Gušna­dóttur ķ nżjustu stiklu Jókersins.

3.

„Žaš veršur dregiš ķ rišla fyrir Evrópudeild UEFA nś fyrir hįdegi …“

Frétt į visir.is.       

Athugasemd: Žaš hvaš …? Af hverju oršar blašamašurinn žetta ekki žannig aš dregiš veršur ķ rišla? Berum mįlsgreinina saman viš tillöguna hér fyrir nešan. Ólķkt meira ris er į henni.

Margir blašamenn kunna ekki lengur žį list aš bśa til grķpandi fyrirsagnir hvaš žį aš žeir skilji ešli fyrirsagna.

Tillaga: Dregiš veršur ķ rišla fyrir Evrópudeild UEFA nś fyrir hįdegi …

4.

„Aš lokum seldu žau gistihśsiš til sonar žeirra.“

Frétt į dv.is.        

Athugasemd: Hér eru ensku įhrifin įberandi. Samt er žetta ekki rangt, en į ensku gęti žetta veriš svona:

Finally, they sold the guest house to their son.

Fréttin er rammķslensk en blašamašurinn segir engu aš sķšur aš hśsiš hafi veriš selt til sonarins. Viš hin myndum eflaust hafa oršaš žaš žannig aš žau hafi selt syni sķnum hśsiš.

Svona er nś enskan til heimabrśks.

Tillaga: Aš lokum seldu žau syni sķnum gistihśsiš.

5.

„Tesla opn­ar į Ķslandi ķ sept­em­ber.“

Frétt į mbl.is.         

Athugasemd: Nicola Tesla (1856-1943) var serbnesk-bandarķskur uppfinningamašur, ešlisfręšingur, véla- og rafmagnsverkfręšingur. Hann er dįinn og opnar ekkert lengur. 

Fyrirtękiš sem kennt er viš hann og framleišir rafmagnsbķla opnar ekkert heldur, vegna žess aš žaš hefur ekki mįttinn til žess. Eigendur fyrirtękisins og starfsmenn geta hins vegar opnaš verslun ķ Reykjavķk.

Ķ fréttinni segir:

At­hafnamašur­inn og stofn­andi raf­bķla­fram­leišand­ans Tesla, Elon Musk, seg­ir aš Tesla muni opna žjón­ustumišstöš fyr­ir eig­end­ur Tesla-bif­reiša 9. sept­em­ber.

Žetta er einfaldlega rangt.

Tillaga: Žjónustumišstöš Tesla veršur opnuš į Ķslandi ķ september.

6.

„Ég man žegar ég byrjaši aš gera fréttir ķ sjónvarpi.“

Pistill į blašsķšu 6 ķ Morgunblašinu 31.8.2019.         

Athugasemd: Annaš hvort semja menn fréttir eša vinna aš fréttum. Varla getur veriš rétt mįl aš „gera fréttir“.

Pistillinn er eftir einn snjallasta pistlahöfund Moggans og žó vķšar vęri leitaš. Kostir hans er léttur og leikandi stķll og efnislega skemmtilegur. Žess vegna stingur svona žessi setning ķ augu.

Ķ pistlinum segir:

Žaš sem hefur ekki breyst er aš rangur hlutur veršur ekki réttur žótt žś endurtakir hann ķ sķfellu. 

Hér er vel aš orši komist. Allir vita aš sannleikurinn er ekki alltaf fylginautur įróšurs. Fjölmargir trśa lyginni žegar hśn er sķfellt endurtekin. Fjöldi dęma er um slķkt mešal annars hér į landi sķšustu misseri.

Tillaga: Ég man žegar ég byrjaši aš semja fréttir ķ sjónvarpi.

6.

„Fyrst skal fręgasta telja stjórn višskiptarįšs. Hśn samanstendur af launahęstu forstjórum landsins.“

Pistill į blašsķšu 6 ķ Morgunblašinu 31.8.2019.         

Athugasemd: Skelfing er leišinlegt žegar svona er tekiš til orša. Er sögnin aš samanstanda eitthvaš betri eša fullkomnari er sögnin aš vera?

Į mįliš.is segir:

samanstanda sagnorš: vera myndašur af, settur saman śr (e-u): hlašboršiš samanstóš af żmsum heitum og köldum réttum.

Stjórn Višskiptarįšs „er sett saman śr launahęstu forstjórnum landsins“. Svona myndi enginn tala, sķst af öllu reyndur stjórnmįlamašur og fyrrum fréttamašur.

Tillaga: Fyrst skal fręgasta telja stjórn Višskiptarįšs. Ķ henni eru launahęstu forstjórar landsins.

7.

„Ekkert hįmhorf į nżju streymisveitunni hjį Disney.“

Fyrirsögn į visir.is.         

Athugasemd: Hér er nżyrši sem ég hef ekki įšur séš. Oršiš er ekki til į mįliš.is en į vefnum ordabokin.is segir um žaš:

Žegar horft er į margar kvikmyndir eša sjónvarpsžętti ķ röš, meš litlu eša engu hléi į milli. Yfirleitt myndir eša žętti sem eru ķ sömu mynda- eša žįttaröš.

Greinilegt er aš oršiš er myndaš śr tveimur oršum, hįma og horfa. Hiš fyrra merki aš borša hratt og meš mikilli lyst. Ķ Ķslenskri oršsifjabók segir aš oršiš merki aš „éta gręšgislega“. 

Yfirleitt tek ég nżyršum meš dįlķtilli tortryggni. Hins vegar finnst mér žetta dįlķtiš snjallt orš og skemmtilegt. Beygist einfaldlega eins og hvorugkynsnafnoršiš horf.

Tillaga: Engin tillaga.

8.

„Mašurinn sem varš fyrir įrįsinni nefbrotnaši og fékk tvęr kślur ķ hnakka

Frétt į ruv.is.          

Athugasemd: Lķklega er nefbrotiš léttvęgt mišaš viš aš fį tvęr kślur ķ hnakkann. Nei, žetta var ekki aftaka heldur var nįunginn laminn svo kślur myndušust į höfuš hans, hnakkanum.

Fréttin er hlęgileg, eiginlega brįšfyndin. Um leiš afar sorgleg žvķ efni hennar er ekkert gamanmįl. Ég hlustaši į fréttamanninn lesa hana ķ hįdegisśtvarpinu 31.8.2019. Hann las hratt, rétt eins og hann mętti ekki vera aš žessu, vęri bśinn aš lofa sér į annan og merkilegri staš en ķ hljóšstofu.

Öll fréttin er hérna. Takiš eftir nįstöšu oršanna mašur og persónufornafninu hann, hvort tveggja ķ eintölu og fleirtölu. Lesiš fréttina upphįtt meš einhver konar „fréttamannatón“, sęmilega hratt og leggiš įherslu į nįstöšuoršin. Fólk mér tengt tįrašist ķ hlįturkvišunum:

Tveir karlmenn į žrķtugsaldri hafa veriš įkęršir fyrir aš svipta mann frelsi sķnu ķ Hverafold, beita hann margskonar ofbeldi og hóta honum lķflįti. Mašurinn krefst žess aš mennirnir verši dęmdir til aš greiša honum 2,5 milljónir ķ miskabętur.

Mennirnir eru įkęršir fyrir aš hafa veist aš manninum skammt frį Hverafold ķ Reykjavķk ķ jśnķ fyrir tveimur įrum og neytt hann inn ķ bķl žeirra. 

Annar mannanna er sagšur hafa ógnaš manninum meš hamri og hótaš aš brjóta į honum hausinn ef hann kęmi ekki inn ķ bķllinn. Mennirnir er sķšan sagšir hafa ekiš um höfušborgarsvęšiš, stöšvaš viš Raušavatn, Rimahverfi og Sušurbęjarlaug ķ Hafnarfirši og aš endingu ekiš honum heim. 

Į mešan ökuferšinni stóš er hinn mašurinn sagšur hafa slegiš hann ķtrekaš meš flötum lófa og krepptum hnefa ķ andlit og höfuš, rifiš ķ hįr hans og tekiš hann margsinnis hįlstaki žannig aš hann įtti erfitt andardrįtt og hótaš aš drepa hann.

Mašurinn sem varš fyrir įrįsinni nefbrotnaši og fékk tvęr kślur ķ hnakka. Hann krefst žess aš mennirnir tveir verši dęmdir til aš greiša honum 2,5 milljónir ķ miskabętur. Įkęran veršur žingfest ķ Hérašsdómi Reykjavķkur ķ nęstu viku.

Fyrirsögn fréttarinnar er „Įkęršir fyrir aš svipta mann frelsi sķnu“. Aušvitaš er žetta alvarlegt mįl en fyrirsögnin gęti veriš: Sękjum, berjum, sendum. 

Glępamennirnir óku svo fórnarlambinu heim eftir aš hafa kvališ žaš og bariš. Skyldi heimaksturinn ekki verša žeim skśrkunum til refsilękkunar? Alvöruglępónar hefšu lįtiš greyiš ganga frį Raušavatni, Rimahverfi eša Sušurbęjarlaug ķ Hafnarfirši.

Fréttin er hrošvirknisleg og kjįnaleg.

Tillaga: Engin tillaga

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gylfi Thor Orrason (IP-tala skrįš) 2.9.2019 kl. 10:20

2 Smįmynd: S i g u r š u r   S i g u r š a r s o n

Bestu žakkir. Nżveriš veriš ... Stundum velti mašur žvķ fyrir sér hvort blašamenn lesi fréttir sķnar yfir fyrir birtingu eša žeir skilji ekki oršin sem žeir nota. Hvort tveggja er afara slęmt.

Leyfi mér aš nota žetta ķ nęsta pistli.

S i g u r š u r S i g u r š a r s o n, 2.9.2019 kl. 13:46

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband