Umgengin náma, tímabundinn forseti og Gummi Ben bar

Orđlof

Íslenska er ólík ensku

„She is just being impatient“ á ekki ađ verđa: „Hún er bara ađ vera óţolinmóđ“ heldur: „Hún er bara óţolinmóđ.“

Og „Ég er ekki ađ ná ţessu“, um skilningsleysi, leiđir hugann ađ „ I´m not getting this“ – sem ćtti ađ ţýđa „Ég nć ţessu ekki.“

Málin falla ekki hvort ađ öđru eins og flís viđ rass.

Máliđ í Morgunblađinu 22. júlí 2019.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Náman er snyrtilega umgengin og algjörlega falin ţeim sem fara um fjölfarinn Vesturlandsveginn.“

Myndatexti í Morgunblađinu á mbl.is.     

Athugasemd: Er ekki betra ađ segja ađ snyrtilega sé gengiđ um námuna? Svo er ţađ tvítekning ađ tala um ţá sem fara um fjölfarinn veg. Betur fer á ţví ađ sleppa öđru hvoru orđinu. Í ţriđja lagi fer betur á ţví ađ nota ekki ákveđinn greinir međ veganöfnum, en líklega fer ţađ eftir smekk hvers og eins.

TillagaSnyrtilega er gengiđ um námuna og hún sést ekki frá fjölförnum Vesturlandsvegi.

2.

„Stein­unn Ţóra Árna­dótt­ir, ţingmađur Vinstri grćnna og tíma­bund­inn vara­for­seti Alţing­is, stađfest­ir ţetta í sam­tali viđ mbl.is.“

Frétt á mbl.is.       

Athugasemd: Önnum kafinn forseti sem má varla vera ađ neinu, leyfđi sér ţó ađ stađfesta ţetta í samtali viđ Moggann. Nei, hún var líklega ekki tímabundinn, hún leysir forseta Alţingis af og er ţví varaforseti, tímabundiđ.

Tímabundinn er sá sem er hefur takamarkađan tíma, er vant viđ látinn. Ţađ sem er tímabundiđ varir ađeins í takmarkađan tíma. Nýtt er ađ sá sem leysir af í skamman tíma sé tímabundinn. 

Embćttismenn eru flestir skipađir en sumir eru ţó settir. Í síđarnefnda tilvikinu eru ţeir ađeins í embćtti sínu í skamman tíma, hugsanlega ţangađ til ţeir eru ráđnir eđa einhver annar.

Á vefsíđu Alţingis kemur fram ađ Steinunn Ţóra Árnadóttir er sjöundi varaforseti. Sá áttundi er Haraldur Benediktsson, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins. Ţau tvö voru kjörin til starfans til ákveđins tíma og hafa ađeins eitt verkefni, ađ meta skýrslu um Klausturmáliđ ţví ađrir forsetar voru vanhćfir. Ţau eru ţví bókstaflega settir varaforsetar.

Ţó verđur ađ segjast eins og er ţó forsetar geti stundum veriđ í miklum önnum geta ţeir varla veriđ tímabundnir ţingforsetar. Ţađ gengur ekki málfarslega upp. Ekki í orđsins fyllstu merkingu. Miklu betra er ađ segja Steinunni Ţóru settan varaforseta eđa hún gegni starfinu tímabundiđ. 

Tillaga: Stein­unn Ţóra Árna­dótt­ir, ţingmađur Vinstri grćnna og settur varaforseti Alţing­is, stađfest­ir ţetta í sam­tali viđ mbl.is.

2.

Eftir ađ hún yfirgaf Hollywood hćtti hún ađ drekka og hefur notađ tímann til ađ uppgötva sig.

Frétt á visir.is     

Athugasemd: Manni verđur orđa vant viđ lestur málsgreinarinnar. Hvernig getur ţokkalega vanur blađamađur skrifađ svona rassbögu. Hún er í ćtt viđ orđalagiđ „ađ standa međ sjálfum sér“ og ađrar vitleysur sem ţýddar hafa veriđ beint úr ensku.

Uppgötva merkir samkvćmt orđabókinni ađ finna, finna upp eđa búa til, jafnvel ađ grafast fyrir um, komast ađ einhverju. 

Kenningar eru uppi um ađ götva ţýđi ţađ sem grafiđ viđ götu. Sjá á málid.is:

götva, †go̢tva s. † ´greftra´. Tćpast sk. gata og upphafl. merk. ´ađ grafa viđ veginn´, sbr. ´bautasteina brautu nćr´; fremur í ćtt viđ go̢tvar ´búnađur´ og upphafl. merk. ´ađ búa til greftrunar´ og e.t.v. to. úr fe. geatwan ´útbúa´. Af so. go̢tva er leitt no. go̢tvađr k. ´banamađur´ og (nísl.) götva (upp), uppgötva ´grafa upp, komast ađ, finna´.

Tillaga: Sjúkraliđar og lögregla hlúđu ađ manni sem á umferđareyju.

4.

„Gummi Ben bar.“

Frétt á flestum fjölmiđlum landsins.       

Athugasemd: Ensk áhrif á íslenskuna eru hrćđileg. Nú ćtlar fótboltasérfrćđ-ingurinn Guđmundur Benediktsson og fleiri ađ opna bar sem á ađ bera nafn hans. Hann á ekki ađ heita Barinn hans Gumma Ben eđa Bar Gumma Ben. Nei, hann á ađ heita Gummi Ben bar.

Í Bretlandi og Bandaríkjunum vćri barinn kallađur Gummi Ben’s Bar, ţađ er međ eignarfalls essi. Sumum finnst skađi ađ orđalagiđ gangi ekki málfrćđilega upp á íslensku. Ţá er bara gripiđ til ţess ráđs ađ nauđga ţví inn í máliđ.

Eigi Gummi Ben hest vćri ábyggilega talađ um hest Gumma Ben eđa hestinn hans Gumma Ben, ekki Gummi Ben hestur. Ţannig er ţađ orđađ međ allt í lífi Gumma og okkar hinna:

  • Kona Gumma Ben, ekki Gummi Ben kona.
  • Börn Gumma Ben, ekki Gummi Ben börn.
  • Bíllinn hans Gumma Ben, ekki Gummi Ben bíll.
  • Hús Gumma Ben, ekki Gummi Ben hús.

Er markhópur barsins hans Gumma Ben er útlendir ferđamenn? Varla enda vita fćstir útlendingar hver mađurinn er. Ferđamenn vita hins vegar um flugvélina á Sólheimasandi, Kirkjufell í Grundarfirđi, Gullfoss, Geysir og  Ayyahfyahlahyerkuhdl.

Tillaga: Bar Gumma Ben.

Smćlki

Stílleysa

Samhliđa ţví kristallađist nauđsyn ţess ađ dómstólar veittu löggjafanum ađhald, m.a. til ađ hindra hvers kyns misnotkun og misbeitingu valds.Ađsend grein á blađsíđu 21 í Morgunblađinu 27.7.2019.

Athugasemd: Orđalagiđ „nauđsyn ţess“ hefur breiđst út og verđur ađ teljast stofnanalegt og stíllaust. Hćgur vandi er ađ sneyđa hjá orđalaginu.

Betra: Um leiđ var taliđ nauđsynlegt ađ dómstólar veittu löggjafanum ađhald, međal annars til ađ hindra hvers kyns misnotkun og misbeitingu valds.

Félegt

Almenningur á siđferđilega heimtingu á ađ vita niđurstöđur söfnunar og ráđstöfun fjárs.Fyrirsögn, hluti, á dv.is

Athugasemd: Lesendur eiga siđferđilegan rétt á ţví ađ blađamenn kunni ađ fallbeygja nafnorđiđ .

Rétt: Almenningur á siđferđilega heimtingu á ađ vita niđurstöđur söfnunar og ráđstöfun fjár.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband