Óţekktir yfirburđir, eftirköst og drasla til

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

Ţýđa er ekki ţíđa

Sé mađur ekki alveg smekklaus finnst manni sögnin ađ affrysta ljót en sögnin ađ ţíđa falleg. 

Í stađ ţess ađ „affrysta“ mat skulum viđ ţíđa hann. Hann ţiđnar ţá, í stađ ţess ađ „affrystast“ (affrjósa?) og verđur ţiđinn í stađ ţess ađ verđa „affrosinn“ (affređinn?). 

En ţíđum hann alltaf međ í-i.

Máliđ á blađsíđu 52 í Morgunblađinu 14.3.2019.

 

1.

„Ţingiđ hefur nú tvisvar fellt međ óţekktum yfirburđum „eina samninginn sem völ er á“.“

Leiđari Morgunblađsins 14.3.2019          

Athugasemd: Ţetta er skrýtiđ. Höfundur er ađ segja frá vandrćđum bresku ríkisstjórnarinnar vegna Brexit, brottför landsins úr ESB. Breski forsćtisráđherrann á í miklum vandrćđum í ţinginu. Hann segir ađ samningurinn hafi veriđ felldur međ „óţekktum yfirburđum“.

Hvađ er óţekkt? Atkvćđagreiđslan í breska ţinginu ţann 10. mars fór ţannig ađ 391 greiddi atkvćđi gegn og 242 međ. Ekkert er ţarna óţekkt nema óţekktin í ţingmönnum ríkisstjórnarflokkanna sem greiddu ekki atkvćđi eins og ríkisstjórnin vildi.

Ţegar leiđarahöfundur talar um „óţekkta“ yfirburđi á hann viđ ađ ţeir hafi veriđ meiri en áđur hafa ţekkst. Orđalagiđ er út ensku. Enskumćlandi segja: „Something is unheard of“. Viđ tölum á annan veg hér á landi nema ćtlunin sé ađ útbreiđa „ísl-ensku“. Ekki má samt nota lýsingarorđiđ „óheyrilegur“ í ţessu sambandi.

Ţađ sem er óţekkt er ekki ţekkt. Danmörk sigrađi Ísland međ fjórtán mörkum gegn tveimur og er fátítt ađ liđ vinni međ slíkum yfirburđum í fótbolta (ekki „óţekktum“ yfirburđum).

Tillaga: Ţingiđ hefur nú tvisvar fellt „eina samninginn sem völ er á“ međ meiri yfirburđum en ţekkst hafa í atkvćđagreiđslum í breska ţinginu.

2.

Eftirköst Christchurch-árásarinnar rétt ađ byrja.“

Frétt á blađsíđu 15 í Morgunblađinu 18.02.2019.         

Athugasemd: Hér eru stuttar vangaveltur um merkingu fyrirsagnarinnar, sérstaklega nafnorđsins eftirköst. Er ekki alveg viss um hvort blađamađurinn átti sig á orđinu. Af efni fréttarinnar má ráđa ađ ekki er víst ađ eftirköstin séu öll slćm.

Í hugum flestra merkir orđiđ neikvćđar afleiđingar. Til dćmis er hausverkur oft eftirköst of mikillar áfengisdrykkju. Setji ég dísil á bensínbíl verđur hann ógangfćr, ţađ eru slćm eftirköst. 

Sá sem kaupir lottómiđa myndi aldrei orđađ ţađ sem svo ađ vinningurinn sé eftirköst kaupanna. Ekki heldur eru ţađ eftirköst ađ fá afslátt viđ kaup á vöru.

Ađ ţessu sögđu vćri skárra ađ nota orđiđ afleiđingar. Til dćmis telja margir ađ takmarkanir á byssueign séu nauđsynleg ađgerđ en ađrir eru ósammála.

Tillaga: Afleiđingar árásanna í Christchurch eru margvíslegar.

3.

Hann draslar til – rífur kjaft og hundsar allt sem hann er beđinn um.“

Frétt á dv.is.         

Athugasemd: Sögnin ađ drasla er alţekkt. Ţegar einhver draslar ţarf hinn sami eđa ađrir ađ taka til. Ţannig gerast hlutirnir á bestu heimilum, vinnustöđum og jafnvel úti í sjálfri náttúrunni. Annars er ţetta skemmtileg frétt á DV, fjallar um unglinginn sem á ađ vísa út af heimilinu ţví hann draslar svo mikiđ. Og unglingurinn er köttur.

Stundum renna sama orđ og orđasambönd. Sá sem tekur til segist gera ţađ vegna ţess ađ einhver „draslađi til“. Ţetta síđasta er auđvitađ bull. 

Á malid.is segir: 

‘draga međ erfiđismunum, róta e-u til; slarka, svalla’ … so. drasla virđist auk ţess nafnleidd af *drasil-, sbr. drösla af drösull (2) (s.ţ.). Sjá drasa og drćsa.

Gaman er ađ sjá ţarna tenginguna viđ drösul, ţá glađnar yfir mörgum. Á malid.is segir um ţađ orđ:

‘hestur; †hestsheiti’. Uppruni óljós. Orđiđ hefur veriđ tengt viđ gr. (lesb.) thérsos ‘hugrekki’, sbr. gotn. gadaursan ‘dirfast’. Vafasamt. E.t.v. fremur sk. drösla og eiginl. s.o. og drösull (2). 

Ýmsir hafa haft ţađ á móti ţessari ćttfćrslu ađ hestsheitiđ hljóti ađ vera hrósyrđi, en slíku er valt ađ treysta, nöfn af ţessu tagi eru oft tvíhverf og heitiđ hefur e.t.v. í upphafi merkt taumhest, beislisfák eđa jafnvel stađan hest.

Má vera ađ Jónas Hallgrímsson hafi ekki haft gćđing í huga er hann orti:

Drottinn leiđi drösulinn minn,
drjúgur verđur síđasti áfanginn.

Ţetta er auđvitađ úr ljóđinu Sprengisandur. Furđulegt er annars hvađ mann rekur langt í spjalli um orđ. 

Tillaga: Hann draslar, rífur kjaft og hundsar allt sem hann er beđinn um.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband