Garđar um Garđar, borgarstjóri, borgarritari, borgar ţetta og borgar hitt

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

 

Málvilla og rangt mál

Ég nota hér blygđunarlaust hiđ gildishlađna hugtak málvillu, tala um rangt mál, rangt val falla o. s. frv.

En auđvitađ neita ég ekki vandkvćđunum sem á ţví eru ađ úrskurđa um rétt og rangt í máli; ţar geta á endanum orđiđ ađ gilda geđţóttadómar ţeirra sem tekst ađ fá sig viđurkennda sem smekkmenn í málsamfélaginu á hverjum tíma. 

Helst er gerrćđissvipur á fordćmingu hinna reglubundnu málvillna; ţćr eru sjaldnast ađ neinu ótvírćđu leyti betri né verri en ađrar málbreytingar sem viđurkenningu hafa hlotiđ, en brjóta ađ vísu gegn ţví markmiđi ađ máliđ breytist sem hćgast. 

Auđveldara er ađ fordćma óreglulegu málvillurnar ţví ađ fyrir ţćr verđur málnotkun manna sjálfri sér ósamkvćm og beiting ţeirra á reglum málsins flóknari en vera ţyrfti.

Helgi Skúli Kjartansson, Eignarfallsflótti uppástunga um nýja málvillu, neđanmálsgrein á blađsíđu 90 í Íslensk og almenn málfrćđi 1979.

Örnefni

Helgi er karlmannsnafn og Helga kvenmannsnafn. Til er sögnin ađ helga, nafnorđiđ helgi og lýsingarorđiđ helgur. 

Flestir ţekkja fjalliđ Helgafell sem er á Ţórsnesi, skammt frá Stykkishólmi. Sjö fjöll til viđbótar bera nafniđ Helgafell, sjá hér. 

Til eru sjötíu og fjögur örnefni á landinu kennd viđ helgi eđa Helga. Til dćmis er til Helgabakki, Helgadalur, Helgafellsdalur, Helgaflóđ, Helgagil, Helgagöngur, Helgahausmýrar, Helgaleiđi, Helgamelur og Helgastađaslý.

Áttatíu og sjö örnefni eru kennd viđ Helgu. Ţar af eru til tuttugu og átta sem nefnast Helguhóll og tvö Helguhólar. Önnur dćmi eru Helgubrekka, Helgusneiđar, Helguhólanibbur, Helguhvammar, Helgukvísl, Helgulág, Helguhólaflói, Helguskarđ og Helgusker.

 

1.

„Út úr ársreikningunum má međal annars lesa hvađ bankarnir höfđu í ţjónustutekjur (einnig kallađ ţóknanatekjur) á síđasta ári en ţjónustutekjurnar, sem bćđi eru innheimt af einstaklingum og fyrirtćkjum, koma međal annars til vegna gjalda sem innheimt eru vegna greiđslukorta og af lánum og vegna innheimtu- og greiđsluţjónustu.“

Frétt á vísir.is.          

Athugasemd: Ţetta er illa skrifuđ og allof löng málsgrein, 47 orđ, 326 áslćttir. Í tillögunni hér fyrir neđan eru ađeins 27 orđ og 208 áslćttir. 

Annađ hvort má draga ţá ályktun ađ blađamađurinn hafi ekki lesiđ fréttina sína yfir eđa hann kunni ekki betur til verka. Hvort tveggja er afar slćmt.

Ţolmyndin getur í sumum tilvikum skapađ rugling. Ţarna er sagt ađ ţjónustutekjurnar séu innheimtar af einstaklingum og fyrirtćkjum. Auđvitađ er ţađ rangt, ţeir greiđa gjöldin, innheimta ţau ekki. Má vera ađ blađamađur eigi viđ ađ bankarnir innheimti gjöld af einstaklingum og fyrirtćkjum. Sé svo er orđalagiđ klúđur.

Tafsorđ og málalengingar einkenna oft skrif byrjenda. Ekki eru allir góđir sögumenn. Dćmi um slíkt er orđalagiđ „má međal annars lesa“. Hér dugar ađ nota sögnina ađ vera.

Blađamađurinn skilur ekki nástöđu. Ţetta langa orđ ţjónustutekjur kemur tvisvar fyrir. Einu sinni er nóg í einni málsgrein. Hér kemur ţađ fyrir í sömu setningunni sem er furđulegt, má vera ađ ţađ sé einhvers konar afrek.

Svo er ţađ orđalagiđ; „koma međal annars til“. Ţví er ofaukiđ, segir ekkert.

Forsetningin vegna sem kemur ţrisvar fyrir í málsgreininni. Ţađ kallast nástađa. Eitt skipti er nóg, fleiri skipti teljast ekki blađamanni til hróss.

Hćgt er ađ gera athugasemdir viđ fjölmargt í fréttinni. Hér skal látiđ nćgja ađ nefna sundurlausa frásögn, aragrúa af nástöđu, tafsi, hugsunarlausa notkun á aukafrumlaginuţađ“, of langar málgreinar og fleira. 

Fréttin er stórskemmd og ekki bjóđandi neytendum.

Tillaga: Í ársreikningunum síđasta árs eru birtar ţjónustutekjur bankanna (einnig nefndar ţóknanatekjur). Ţćr eru gjöld sem viđskiptavinir greiđa vegna greiđslukorta og lána sem og innheimtu- og greiđsluţjónustu.

2.

Garđar er tíu árum yngri en Garđar fetađi sína braut, var seinn til enda tók hann seint út fullan ţroska.

Frétt á dv.is.         

Athugasemd: Blađamađur sem hvorki les yfir skrif sín og getur ekki sagt skammlaust frá ćtti ađ starfa viđ eitthvađ annađ en fréttaskrif.

Í fréttinni er sagt frá fótboltamanni sem á eldri brćđur og í beinu framhaldi af ţví kemur tilvitnađa málsgreinin sem er einfaldlega hlćgilega vitlaus.

Nástöđurnar drepur frásögn. Skilja má upphafiđ svo ađ mađurinn sé tíu árum yngri en hann sjálfur.

Spyrja má hvađ ţroski mannsins komi frásögninni viđ. Ekkert styđur viđ ţessi orđ og ţví hefđi veriđ betra ađ sleppa ţeim.

Blađamađurinn veit ekkert hvenćr á ađ setja punkt eđa hver tilgangurinn er međ honum.

Mćli međ ţví ađ sem flestir lesi fréttina í DV. Hún er stórskemmd og vefmiđlinum til skammar en ţjónar ţó ţeim tilgangi ađ vera víti til varnađar.

Tillaga: Engin tillaga gerđ.

3.

Borgarritari er ćđsti embćttismađur borgarinnar ađ borgarstjóra undanskildum og stađgengill í fjarveru borgarstjóra. Hann á ţví ađ sjálfsögđu sćti á fundum borgarráđs og er ţađ í samrćmi viđ verklagsreglur um fundi borgarráđs ţar sem segir ađ skrifstofustjóri borgarstjórnar, borgarlögmađur og borgarritari sitji fundi ráđsins.

Frétt á dv.is.         

Athugasemd: Jćja, nú verđur manni eiginlega orđfall. Í frétt á vef DV er birt bókun meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Viđ liggur ađ finna megi lykt af nástöđinni, svo stćk er hún. Um leiđ er bókunin doldiđ hlćgileg. Borgar hitt og borgar ţetta.

Fram kemur ađ borgarritari er stađgengill borgarstjóra en allir vita ađ ţađ gerist aldrei nema ţegar sá síđarnefndi er fjarverandi. En til ađ allir skilji nú hvađ stađgengill ţýđir ţurftu höfundarnir endilega ađ taka ţađ fram ađ ritarinn vćri stađgengill í fjarveru yfirmanns síns. Var ţađ nú ekki of mikiđ?

Tvisvar er tekiđ fram ađ borgarritari sitji fundi borgarráđs. Ţađ kallast óţarfa málalenging. Nóg er af ţeim ţarna.

Viđ fyrstu sýn fannst mér ţađ dálítil áskorun ađ reyna ađ skrifa betri bókun en meirihlutanum tókst. Hins vegar ber ađ geta ţess ađ pólitískar bókanir eru oft skrifađar í flýti og útkoman getur ţá orđiđ bölvađ torf. Betra er ađ fara sér hćgt og vanda sig. 

Á tveimur mínútum tókst mér samt ađ einfalda bókunina og gera hana markvissari. Má vera ađ ţetta sé annađ hvort mont eđa ádeila á meirihlutann nema hvort tveggja sé.

Tillaga: Borgarritari er nćstćđsti embćttismađur borgarinnar og stađgengill borgarstjóra. Samkvćmt verklagsreglum skal skrifstofustjóri, borgarlögmađur og borgarritari sitji fundi ráđsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband