Löggumál, löggumál, löggumál, löggumál ...

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

Lesendur geta sent tilvitnanir eđa athugasemdir um málfar á netfangiđ: sigurdursig@me.com

Sóttbitinn

Ţetta orđ er gleymskunni gefiđ í Íslenskri orđabók, en ţađ merkir sóttdauđur og er einungis blćbrigđamunur á orđunum; sóttbitinn er ögn mildara orđ og á fullan ţegnrétt í máli manna núna ţótt ţađ sé aldrei á tungu. Orđiđ birtist í Orkneyinga sögu […]: 

„Hákon jarl Pálsson varđ sóttbitinn ţar í eyjunum. Ţótti mönnum ţađ skađi mikill, ţví ađ um hans daga ofanverđa var góđur friđur.“

Geymdur og gleymdur orđaforđi eftir Sölva Sveinsson, blađsíđa 346. 

1.

„Lögregla framkvćmdi húsleit á átta stöđum í fyrrinótt. 

Fyrirsögn á visir.is.          

Athugasemd: Nauđsynlegt er ađ ţýđa ţessa fyrirsögn. Hvađ merkir hún? Jú, löggan leitađi einhvers í átta húsum. Já, nú skilja allir. En má ekki orđa ţetta svona eđa eru einhver viđurlög viđ ţví ađ segja frá ţví sem lögreglan gerir á almennu máli?

Líklega stendur í lögum ađ löggan eigi tala löggumál. Ţetta er ábyggilega ástćđan fyrir ţví ađ blađamenn apa eftir fréttatilkynningum lögreglunnar, afrit ţćr og líma orđrétt inn í vefinn. Allt athugasemdalaust. Löggumál er líka alveg drulluflott, svona viđ fyrstu sýn.

Auđvitađ eru ţetta engin vinnubrögđ. Enginn segir neitt og ţannig verđa skemmdar fréttir verđa til og ţeim er dreift út um allar koppagrundir landsins.

Löggumáliđ, stofnanamállýskan, nafnorđadýrkunin, verđur smám saman viđtekin venja. Og nú er svo komiđ ađ ţegar brugđiđ er frá ónýtu orđalagi reka lesendur upp stór augu og skilja ekki neitt.

Sem sagt, vitleysan er orđin ađ réttu máli og hiđ rétta er svo skrýtiđ ađ mörgum finnst ţađ vera tóm vitleysa.

Rugliđ í fyrirsögninni er ţetta:

    1. Lögreglan leitađi, sögnin ađ framkvćma er algjörlega óţörf.
    2. Leitađ var í átta húsum. Orđin húsleit og stađir eru algjörlega óţörf.

Međ örlítilli hugsun er hćgt ađ gera frásögn í frétt einfaldari og auđskiljanlegri. Ţađ eina sem ţarf er yfirlestur, einu sinni eđa oftar. Og fyrir alla muni, blađmenn verđa ađ hćtta ađ rita eins og ţeir séu danskir skrifar á skrifstofu landshöfđingja á ţar síđustu öld.

Í fréttinni er ekki bara talađ um ađ framkvćma húsleit á stöđum heldur líka ađ gera húsleit á skemmtistađ sem er jafn vitlaust. Í seinna tilvikinu var leitađ á skemmtistađnum. Er ţetta eitthvađ flókiđ?

Lögreglan lagđi hald á eitthvađ af dóti. Ţakka ber ađ löggan hafi ekki haldlagt ţađ eins og blađamönnum finnst svo ţćgilegt ađ skrifa. Í gamla daga voru hlutir gerđir upptćkir sem er alveg ágćtt orđalag. Einnig má segja ađ lögga hafi tekiđ sönnunargögn eđa ţurfi ađ rannsaka ýmsa hluti.

Í annarri frétt á sama vefmiđli er haft eftir yfirlögregluţjóni ađ gerđ hafi veriđ húsleit. Gott hjá honum. Ekki tala eins og venjulegur mađur, flottara ađ tala stirđbusalega. Ađrir hefđu hugsanlega fullyrt ađ leitađ hefđi veriđ í húsunum, en … yfirlöggur tala ekki svoleiđis.

Tillaga: Lögreglan leitađi í átta húsum í fyrrinótt.

2.

„Ţegar bíllinn mćtir á vettvang eru tveir lögreglumenn međ manninn í tökum og búiđ ađ tryggja ástandiđ. 

Myndatexti á blađsíđu 11 í Morgunblađinu 11. febrúar 2019.          

Athugasemd:Í nokkuđ fróđlegri grein í Mogganum fylgist blađamađur međ tveimur lögreglumönnum í bíl á ferđ ţeirra um borgina ađfararnótt síđasta laugardags. Ţó greinin sé fróđleg hefđi blađamađurinn mátt vanda sig ađeins betur.

Ofangreindur myndatexti er furđulegur. Hann ber skýr merki um ensk áhrif og vćri eflaust svona:

When the car arrives on the scene, two police officers have the man under arrest and have secured the perimeter.

Ţetta segir auđvitađ ekki mikiđ en ţó. Í myndatextanum er eins og svo oft áđur stađurinn ţar sem eitthvađ hefur gerst kallađur vettvangur, rétt eins og ekkert annađ orđalag megi nota. Í bandarískum glćpamyndum er alltaf talađ um „the scene“. Einhćfni er slćm í íslensku, vettvangur er ofnotađ orđ. 

Svo segir ađ mađurinn hafi veriđ „í tökum“. Ţetta er yndislega lođiđ orđalag. Ég sé ţá Geir og Grana í Spaugstofunni ljóslifandi fyrir mér međ manninn í myndatökum, takandi myndir af honum í ýmsum stellingum, stillt sjálfum sér upp og tekiđ sjálfsmyndir („selfie) eins og svo vinsćlt er.

Orđalagiđ er auđvitađ tómt bull. Löggan er ekki međ mann í tökum ţegar átt er viđ ađ hún hafi handtekiđ hann.

Loks segir frá ţví ađ búiđ sé ađ „tryggja ástandiđ“. Auđvitađ vita allir unnendur glćpamynda hvađ ţađ ţýđir, „secure the perimeter“. En hvađ ţýđir ţetta íslensku? Jú, enginn tryggir eftir á og ţar af leiđandi var ábyggilega keypt trygging hjá TM eđa Sjóvá og svo sitja löggur og bófi saman og fá sér „smók“ eins og gerist og gengur í löggumyndunum. Nei, líklega voru ađstćđur orđnar viđunandi ţar sem bófinn hafđi veriđ handtekinn.

Sá sem hér skrifar átti ţađ til fyrr á árum ađ kikna í hjáliđum, rođna og koma ekki upp neinu orđi ţegar hann hitti fallega konu. Ţetta hefur lítiđ lagast á síđustu árum enda ekki ţverfótađ fyrir slíkum.

Svipađ er međ blađamenn. Ţeir missa stundum allan skynsemi og skýrleika ţegar ţeir skrifa um lögreglumál. Úr verđur sami hrođinn sem löggan viđheldur svo ákaflega. Auđvitađ er ţetta doldiđ hlćgilegt.

Vandinn er hins vegar ţessi: Um leiđ lögregla, fjölmiđlar og misţyrma málinu verđur afleiđingin einfaldlega sú ađ viđ, aumingjans lýđurinn, höldum ađ svona eigi ađ tala. Fyrirmyndirnar leiđa og viđ förum líka ađ bulla.

Í lokin er hér gullkorn úr fréttinni:

Stefán [lögreglumađur] segir viđ blađamann ađ lögregla forđist í lengstu lög ađ handtaka fólk án ţess ađ gefa ţví fćri á ađ koma sér í burtu.

Eru ţá bófarnir skotnir á fćri? Ég bara spyr. Meiri líkur eru ţó á ađ löggan segi viđ innbrotsţjófinn:

Heyrđu góđi, nú tek ég af ţér handjárnin og ţú mátt reyna ađ hlaupa í burtu. Ef ţú getur stungiđ okkur af á einni mínútu ertu frjáls mađur og ţú mátt eiga góssiđ.

Góđir gćjar, ţessar löggur. 

Tillaga: Ţegar bíllinn kom voru tveir lögreglumenn búnir ađ handtaka manninn og ađstćđur orđnar góđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll,

Eftir ađ Eiđur Guđnason féll frá og pistlar hans "Molar og miđlar" hćttu ađ birtast ţá hefur skapast ákveđiđ tómarúm.

Skrif Eiđs voru mörgun nauđsynlegt ađhald sérstaklega svokölluđum blađamönnum sem ég held ađ núorđiđ hafi fćstir nokkra menntun til starfsins.Auk ţess gátu ţeir veriđ hin skemmtilegasta lesning.Ţađ sem verra er ţó ţessum bullurum sé bent á mistök ţeirra og ţú fćrir rök fyrir ţínu máli ţá er skilningurinn hjá ţessu fólki afar takmarkađur og ţér oftast svarađ til baka međ aulafyndni eđa fólkiđ segir málleysurnar og bulliđ bara eđlilega málţróun.

Annađ sem fer líka hríđversnandi og ţađ er almennt ţekkingaleysi ţeirra sem vinna viđ fréttaskrif. Og ekki er óalgengt ađ t.d mbl.is fjalli um ákveđiđ dýr en birti svo mynd af allt öđru dýri. Hef tvisvar hast samband viđ ţá ţar sem ţeir hafa veriđ ađ fjalla um skógarbirni ( black bear ) en birt svo myndir af grábirni ( grizzly ) en ţarna skilur mikiđ á milli bćđi hvađ varđa lít og stćrđ ţessara tveggja dýra. Og seint gleymast hettumávarnir sem birtust á baksíđu Morgunblađsins fyrir nokkrum árum undir fyrirsögninni ađ ţetta vćru kríur. Ţađ er ekki bara málfariđ almenna ţekkingin er orđin lítil sem engin.

Gott framtak hjá ţér Sigurđur og ekki vćri verra ef ţú gćtir haldiđ úti "bloggsíđu" um ţessi mál ţó ekki vćri einu sinni í viku.

E.S Dćmi úr grein sem birtist á dv.is fyrir nokkru "hún hafđi barist fyrir nauđgunum í nokkur ár"

Egill Ţorfinnsson (IP-tala skráđ) 12.2.2019 kl. 11:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband