VG sér eftir ađ hafa stutt tillögu um ESB -umsókn

Mín skođun er sú ađ ţađ hefđi veriđ betra, ađ ţađ hafi ekki veriđ rétt ákvörđun hjá okk­ur, sem ţó stóđum ađ ţví ađ fella ţá til­lögu, ađ fella hana.

Ţetta sagđi Katrín Jakobsdóttir, forsćtisráđherra og formađur VG, á ţinginu í dag um ađildarumsókn ađ ESB í júlí 2009.

Ţetta er stórmerk yfirlýsing ţó nú endurtaki Katrín ţađ sem áđur hefur komiđ fram. Ađildarumsóknin klauf VG í herđar niđur, olli jafnvel vinslitum. Gera má ráđ fyrir ţví ađ yfirlýsingin njóti nú stuđnings meginţorra ţingflokksins og flokksins sjálfs. Margt bendir til ađ flokkurinn hafi veriđ á móti ađildarumsókninni áriđ 2009.

Eftir stendur Samfylkingin sem lagđi megináherslu í vinstri stjórninni á ađ koma ţjóđinni inn í Evrópusambandiđ og ţađ án ţess ađ spyrja ţjóđina álits. Flokkurinn er enn sömu skođunar. Viđreisn er viđ sama heygarđshorniđ og skiptir engu ţó allt virđist í kalda koli í ESB, Evran standi völtum fótum og fjölmörg ríki eigi vegna hennar í efnahagslegum erfiđleikum. 

Sjálfstćđiflokkurinn vildi ţjóđaratkvćđagreiđslu áđur en ţingiđ samţykkti ađildarumsókn. Ţáverandi ríkisstjórnarflokkar, VG og Samfylkingin felldu tillöguna. Hlógu í raun ađ henni.

Katrín sagđi líka ţetta á Alţingi í dag og var líklega ekki hlátur í huga:

Ţađ er stór­mál, meiri­hátt­ar mál, ađ ákveđa ađ fara í slík­ar ađild­ar­viđrćđur og ţví vil ég segja hátt­virt­um ţing­manni ađ ég hef sagt ţađ síđan, eft­ir ađ hafa ígrundađ ţessi mál og fariđ yfir ţau tölu­vert vel, ekki síst á vett­vangi minn­ar hreyf­ing­ar, ađ ég myndi telja óráđ ađ ráđast í slíka um­sókn á nýj­an leik án ţess ađ fram fćri ţjóđaratkvćđagreiđsla.

Ađalatriđiđ er ađ um leiđ og ríki ESB samţykkja ađildarumsókn hefst ferli sem nefnist ađlögunarviđrćđur, ekki samningaviđrćđur. Ţćr felast í ţví ađ ađlaga lög og reglur umsóknarríkisins ađ stjórnarskrá sambandsins, Lissabonsáttmálanum.

Líkur benda til ţess ađ forystumenn VG hafi ekki vitađ hvađ fólst í ađildarumsókninni. Forystumenn VG héldu ađ ţetta vćru samningaviđrćđur og Samfylkingin gerđi ekkert til ađ leiđrétta misskilninginn. Forysta hennar hló en fékk verđskuldađa útreiđ í ţingkosningunum 2013 og féllu ţá helstu ESB-sprautur flokkins af ţingi.


mbl.is Hefđu átt ađ halda ţjóđaratkvćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband