Sauđur í jólagjafakaupum seint á Ţorláksmessukveldi

DrukkinnGunnar vinur minn sagđist vera sauđur og um leiđ gall í Stínu: „Get ég fengiđ ţađ skriflegt og vottađ ...“ Hún hafđi heyrt samtal okkar, lá greinlega á hleri, árans tófan. Fer ekki nánar út í ţá sálma. Hins vegar á mađur aldrei ađ gefa höggstađ á sér, síst af öllu skriflega enda hafniđ Gunni beiđninni. Ef lesendur lofa ađ hafa ţađ ekki eftir mér ţá verđ ég ađ viđurkenna ađ tek undir međ honum Gunna. Ég er líka sauđur, stundum, alla veganna.

Jólin hafa alltaf veriđ mér erfiđur tími og ţađ sem verra er, enginn vorkennir mér. Enginn fjölmiđill tekur viđ mig viđtal, hvergi hef ég öxl til ađ gráta á.

Sko, ţetta međ jólin og eru sjálfsköpuđ vandrćđi sem ég kem mér árlega í. Samfélagiđ, verslunin og jólasveinarnir setja á mig, og kannski ađra, óbćrilega pressu. Ég á ađ ţrífa allt, laga til, henda ónýtu, fara út međ rusliđ, henda fornum dagblöđum og tímaritum, fata mig upp og ... kaupa jólagjafir. Ţetta síđast nefnda veldur mér meiriháttar vanda, hitt skiptir mig engu, ég sleppi ţví bara. En jólagjafirnar. Drottinn minn dýri. Međ ţeim verđur til alvarlegur vandi sem venjulega verđur ađ heilmiklu klúđri, hamförum af mínum völdum.

Ţegar ég heyri jólalögin spiluđ pirrast ég, lái mér hver sem vill ţví undarlega er ég gerđur ađ ég kemst ekki í jólaskap í september eđa október, mér er ţađ algjörlega fyrirmunađ. Ţá myndast einhvers konar viđnám í hausnum á mér, líklega verđ ég bar ţverhaus og reynir hvađ ég get ađ spyrna gegn jólaundirbúningspressunni sem altekur veikgeđja fólk fjórum mánuđum fyrir jól.

Ţetta viđnám gerir ţađ ađ verkum ađ ég ţríf ekki í kringum mig, laga ekki til, hendi ekki ónýtu, fer ekki út međ rusliđ, hendi ekki fornum dagblöđum og tímaritum, fata mig ekki upp ... bara af ţví ađ ég er kominn á mótţróaskeiđ, sem raunar er frá byrjun janúar til loka desember ár hvert. Ţess vegna druslast ég ekki til ađ kaupa jólagjafir nógu tímanlega. Ástćđan er sú ađ ég á líklega svo erfitt međ ađ skilja á milli ţessara áđurnefndu húsverkefna og ráfa um verslanir og hamstra jólagjafir.

Núna er Ţorláksmessa ađ niđurlotum komin og viđ svo búiđ má ekki standa. Ţrátt fyrir viđvarandi skort á jólastemningu verđ ég ađ fara út í ösina, trođast og stympast, ýta og tuđa ... kaupa jólagjafir. Auđvitađ er ţađ hrikaleg stađreynd ađ ég á eftir ađ kaupa fyrir dóttur mína í Noregi og fjölskyldu hennar. Skilst ađ DHL sé ekki opiđ á sunnudögum ţó hann sé heitinn eftir heilögum Ţorláki. Ef til vill get ég faxađ gjafirnar til hennar eđa sent í tölvupósti. Vona ađ hún Heiđrún mín lesi ţetta ekki.

Jćja, ég ég verđ líklega ađ setja undir mig höfđiđ, ryđjast út og kaupa eitthvađ dinglumdall. Ég leit í kringum mig í morgun er ég hrópađi jólakveđjur af svölunum. Var svona ađ vonast eftir ţví ađ jólasveinninn vćri til og myndi taka af mér ómakiđ, en nei. Hvađ eru ţessir jólasveinar ţegar mađur ţarf á ţeim ađ halda?

Eitt er ađ fara út í ösina og kaupa jólagjafir annar og miklu alvarlegri hlutur er ađ pakka ţessu drasli inn. Ţá fyrst byrja hamfarirnar og hversu hrćđilegar eru ţćr ekki. Jólapappír sem fingur slćmast í gegn, límbönd sem rifna ekki, kuđlast, slitna á versta stađ og límast svo međ hrukkum á pappír. Og svo ţegar límbandiđ slitnar og lokast á rúllunni er útilokađ er fyrir venjulegan karlmann ađ kroppa endann upp aftur. Ţá verđur mađur ađ fara út aftur og kaupa fleiri límbandsrúllur. Hvađ á mađur ađ gera? Hjááááálp!

Merkimiđar međ englum eđa jólasveinu. Varla hćgt ađ skrifa á ţá nema skipta tvisvar eđa ţrisvar á milli lína og stafsetningarvillur verđa eiginlega sjálfkrafa til ţegar skrifađ er á ţá međ kúlupenna. Ekki nota blekpennan, ţá slettast klessur út um allt, á hvítu skyrtuna og andlitiđ. Best er ađ nota blýant en ţađ ţykir nú ekki nógu fínt. Og ađ ydda blýant, hver kann ţađ eiginlega nú til dags nema börn?

Ofangreint er bara alveg eins og í fyrra, já og í hitteđfyrra og áriđ ţar áđur og ...

Hversu oft hef ég ekki ákveđiđ ađ byrja nćstu jólagjafainnkaup í september. Ţá, nákvćmlega í fyrstu vikunna í september, ţegar ég er alveg ađ byrja ađ kaupa, hvađ haldiđ ţiđ ađ gerist? Jú, á ţeirri stundu er ég er ađ reima á mig skóna, á leiđinni út, byrja útvarpsstöđvarnar ađ leika jólalög og svo hljóma auglýsingar sem skrumskćla jólalög og sálma. Ég umhverfist, snýst, tapa mér og verđ ađ kjaftforum litlum strák sem hatar jólin ... og fer ekki í búđir fyrr en seint á messu Láka.

Jćja, ég er farinn út. Ákveđinn í ţví ađ koma viđ á nokkrum ölstofum í kaupleiđangrinum. Útilokađ er ađ komast ódrukkinn í gegnum ţetta.

Sjáumstustum síđar ...

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Sigurđur.

Vandamál ţitt er rafmagnsfrćđilegs eđlis!

Ţú ćtlast til ađ + gefi af sér + ţegar
ţú notar 12 vindstigaröddina á svölunum.
Ţađ er ţví miđur óţekkt í rafmagnsfrćđinni.

Síđan ferđu á - hleđslu loksins út međ ţví fororđi
ađ heita sjálfum ţér og + og - ađ verkalaunum.

Ţetta er eins og međ manninn sem keypti sér síld
í lok vikunnar til ađ slökkva ţorsta drykkjunnar
ţá vikuna.

Ţađ hefur ekki ennţá runniđ af ţessum manni.

Heyrustum og sjáustum ef ţađ sé í lagi, segja jólin vonglöđ
viđ dyrnar og skelfir allra blađamanna situr
í stól og gluggar í bók sem blađamenn landsins hafa
sameinast um ađ senda honum: Kusa segir mu en boli segir bö!

Gleđileg jól!

Húsari. (IP-tala skráđ) 23.12.2018 kl. 23:02

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Sjaldan hef ég séđ sjálfum mér betur lýst, en í ţessum pistli. Ţađ er opiđ til hádegis á morgun, svo enn er von hjá ţér Sigurđur!

 Hér í sólinni fyrir sunnan sleppur tuđarinn viđ alla ţessa vitleysu.

 Ţakka glimrandi góđa pistla til hirtingar fjölmiđlaskrifurum í slćlegri međferđ á  ástkćra ylhýra málinu, auk annara akrifa.

 Góđar stundir, međ jólkveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 24.12.2018 kl. 17:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband