Heimildarmyndin um Matthías Johannessen skáld og ritstjóra

Matthías JohannesenÍ bókinni um Stein Steinar er mikiđ vitnađi í ţig Matthías, nćrri ţví á annarri hverri síđu, sagđi blađamađurinn nokkuđ hrifinn viđ ritstjóra sinn.

Nú, hvađ var ţá á hinum síđunum, voru ţćr tómar, gall í ritstjóranum sem glotti.

Matthías Johannessen, skáld og fyrrum ritstjóri Morgunblađsins, var og er stórmerkur mađur, ţađ vissi ég jafnvel ţó ég ţekki ekki manninn persónulega. Jú, annars ... Ég ţekki hann ágćtlega en hann veit ekkert kvur ég er. Ţannig einhliđa kynni eru algengar á fjölmiđla og tćkniöld. Hef frá barnćsku lesiđ Moggann og nokkuđ margar bćkur eftir hann voru til á ćskuheimili mínu. Hann hefur skrifađ ljóđabćkur, skáldsögur, frćđibćkur og margt fleira. 

Í dag fékk ég ađ mćta á frumsýningu heimildarmyndar um Matthías og ţá í fyrsta sinn kynnist ég persónunni ađ baki skáldinu og ritstjóranum.

Ofangreind tilvitnun (rituđ eftir minni) úr myndinni vakti ósvikinn hlátur međal frumsýningargesta, enda sögđust sumir ţarna ţekkja manninn sem sagđur er međ afbrigđum orđheppinn og skjótur til svara, svona „spontant“ eins og viđ segjum á útlenskunni. 

Heimildarmyndin nefnist Ţvert á tímann og höfundar hennar eru kvikmyndagerđarmennirnir Sigurđur Sverri Pálsson og Erlendur Sveinsson. Hún fjallar um dag í lífi Matthíasar áriđ 2000 og til viđbótar er skotiđ inn klippum frá árinu 2012.

Í stuttu máli hafđi myndin sterk áhrif á mig. Eftir ađ hafa horft á hana var mađur ađ velta fyrir sér agnúum í kvikmyndatökunni, á kafla dálítiđ uppskrúfuđum ţulartexta, ljóđum sem birtust á tjaldinu í örstutta stund svo varla var tími til ađ lesa ţau til enda, lengd myndarinnar og svona álíka smáatriđum. Allir ţessir gallar hafa horfiđ úr huga mínum og eftir stendur skýr og hrein mynd af djúpvitrum manni sem án nokkurs vafa er skáld, en um leiđ mildilegur ritstjóri, brosmildur, međ ágćtt skopskyn og stjórnađi blađi sínu međ kurteisi og ágćtri samvinnu viđ alla starfsmenn.

Myndin hefst á nćrgöngulegum atriđum, draumi sem enginn ráđning fćst á, hugarflugi og vangaveltum um ljóđ sem smám saman tekur á sig mynd. Sagt er frá Hönnu Ingólfsdóttur, eiginkonu hans og hversu miklu máli hún skipti. Svo er hún fallin frá. Matthías er orđinn tólf árum eldri, tekinn í andliti, og leggur rauđar rósir á leiđi konu sinnar. Sársaukinn skín úr andlitsdráttum, hann saknar henar greinilega en lćrir ađ lifa ţrátt fyrir missinn. Hann er hćttur á Mogganum, og öllum gleymdur ... eđa hvađ? Áhorfandinn er eiginlega sem steini lostinn og spyr sjálfan sig hvar ţau eru, synir ţeirra Hönnu og Mattíasar og barnabörnin. Framhjá ţeim skauta framleiđendur heimildarmyndarinnar ađ öllu leyti nema rétt í stöku andrá sjást myndir á borđi skáldsins og af ţeim má ráđa ađ hann er ekki einn. Guđi sé lof fyrir ţađ, hugsar áhorfandinn.

Myndin er óđur til skáldskaparins og hins ritađa máls. Ţar er Matthías Johannessen einn af ţeim sem fremst standa, hann er andans mađur.

Heimildarmyndin er óvenjulega gerđ. Í henni eru skáldlegir tónar sem hćfa vel, fögur klassísk tónlist sem Matthías unnir og ţulurinn segir af og til frá en ađ öđru leyti virđist myndin flćđa stjórnlaust međ áhugaverđum snúningum.

Leitt ađ hafa aldrei kynnst ţessum merka manni sem fćddur var áriđ 1930.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband