Bráđamóttökuţjónusta, ţágufallssýki og hryđjuverk gegn íslenskunni

1.

„LeBron og ljósmyndaminni hans uppskáru klapp eftir ótrúlegt svar.“ 

Fyrirsögn á visir.is.       

Athugasemd: LeBron er bandarískur körfuboltamađur. Hann virđist vera minnugur mjög sem er öfundsverđur hćfileiki. Mađur og minni hans er ţó eitt og hiđ sama og verđur ekki í sundur skiliđ. Ekki frekar en hendur hans eđa ađrir útlimir, nefiđ eđa eyrun.

Einhverjir myndu nú reka upp stór augu ef sagt vćri um ađ ţeir hafi átt stórleik, körfuboltamađurinn og fćtur hans. Ekki yrđi undrun lesenda minni ef ţví yrđi bćtt viđ ađ hendur hans hafi átt síđri leik.

Vonandi skilst hér ađ LeBron uppskar klapp eftir ótrúlegt svar sem byggđist á góđu minni hans, ţađ lék aungvan einleik ţar sem mađurinn sjálfur var fjarri.

Hvađ er nú eiginlega ljósmyndaminni? Samkvćmt orđanna hljóđan er minninu líkt viđ ljósmynd. Sá sem í hlut á getur lýst ađstćđum eins og hann vćri ađ horfa á ljósmynd. 

Í ţví tilviki sem um er rćtt er greinilegt ađ mađurinn gat lýst atburđarás, ekki einstöku atviki. Ţar međ vćri réttara ađ tala um kvikmyndaminni eđa hreyfimyndaminni. Ţessi orđ eru ţó varla til. Réttast er ţví ađ blanda ekki ljósmynd saman viđ minni í ţessu tilviki.

Gera mćtti athugasemdir viđ annađ orđalag í fréttinni.

Tillaga: LeBron fékk klapp fyrir ađ muna atburđarás afar skýrt.

2.

„Elvis yfirgefur bygginguna: Ţađ tekur hann 2-3 skipti ađ velta fyrir sér lćsingunum áđur en hann kemst út.“ 

Fyrirsögn á dv.is.    

Athugasemd: Fyrirsögn er til ţess gerđ ađ vekja athygli lesenda. Í ţví felst ađ hún ţarf ađ vera skiljanleg, ekki er nóg ađ hún grípi athygli fyrir kjánaskap.

Ofangreind tilvitnun í DV er óskiljanleg og bara kjánaleg. Enski frasinn „Elvis has left the building“ er ţjóđfrćgur í Bandaríkjunum og víđar. Uppruni hans er á ţann vega ađ ţegar Elvis Presley lauk tónleikum var mikiđ klappađ og reynt ađ fá hann til ađ syngja eitt eđa fleiri aukalög. Var ţá iđulega gripiđ til ţessa orđalags í ţeirri von ađ áheyrendur hćttu ađ klappa hann upp.

Ţess má líka geta ađ í lok vinsćlla bandarískra sjónvarpsţátta var í lok hvers ţáttar sagt: „Fraser has left the building.“ Ţótti ţađ sköruglega mćlt enda stóđ frćgđ ţáttanna og ágćt skemmtun undir gorgeirnum.

Köttur gengur út um glugga og fákunnandi blađamađur ţýđir ţessi einföldu orđ á íslensku sem viđ ţađ missa reisn og verđur eins og sprungin blađra á gangstétt. Fyrirsögnin hjálpar ekkert upp á fréttina enda ekki neitt í henni sem réttlćtir svona hana.

Skömminni skárra hefđi veriđ ađ nota ţađ sem hér er gerđ tillaga um. Ţađ var ekki gert enda les enginn yfir ţađ sem fréttabörnin skrifa.

Tillaga: Kötturinn Elvis lćrir af sjálfsdáđum ađ opna glugga.

3.

„Ţeim vantađi markmann …“ 

Fyrirsögn á visi.is.     

Athugasemd: Margir hafa hćtt ađ amast viđ „ţágufallssýkinni“ en hún er engu ađ síđur frekar hvimleiđ, ađ minnsta kosti ţeim fjölmörgu sem var kennt ađ skilja hana og forđast. 

Ţó sumir séu farnir ađ ţola ţetta ţá er ţađ engu ađ síđur ţannig ađ sagnir stjórna föllum. Sögnin ađ vanta krefst ţess ađ fá ţolfall, um ţađ er ekki deilt.

Tillaga: Ţá vantađi markmann …

4.

„Í morg­un voru 29 sjúk­ling­ar sem höfđu lokiđ bráđamóttökuţjón­ustu og voru ađ bíđa eft­ir inn­lögn­um á legu­deild­ir.“ 

Úr frétt á mbl.is.      

Athugasemd: Ţetta er haft eftir lćkni á bráđamóttöku Landsspítalans í Fossvogi. Hvađ skyldi hiđ langa, margsamsetta og ljóta orđ bráđamóttökuţjónusta ţýđa? Lykilorđiđ er hér ţjónusta. 

Hingađ til hefur sá sem veitir ţjónustu veriđ veitandinn, bókstaflega. Ţjónn á veitingahúsi ţjónar til borđs. Afgreiđslumađur í verslun veitir neytandanum ákveđna ţjónustu. Sama á viđ strćtóbílstjóra og jafnvel lögreglumann sem hér áđur fyrr var iđulega nefndur lögregluţjónn en ţađ starfsheiti virđist vera ađ tapast úr málinu. Jafnvel lćkir, hjúkrunarfrćđingur og sjúkraliđar ţjóna. Ţegar ţessir hćtta í vinnunni má segja ađ ţeir hafi lokiđ ţjónustu.

Í nútímamáli er sá neytandi sem tekur viđ ţjónustunni. Hann getur veriđ gestur á veitingahúsi, kaupandi í verslun, farţegi í strćtó og almennur borgari sem lögreglumađur leiđbeinir. Á stofnanamáli má kalla ţetta fólk ţjónustuţega, en ţađ er ákaflega ljótt og ógeđfellt orđ og varla upp á ţađ bjóđandi.

Sá sem ţetta ritar finnst alveg ómögulegt og illskiljanlegt ađ ađ sjúklingar hafi „lokiđ bráđamóttökuţjónustu“. Ţetta fólk ţjónađi ekki neinum, ţađ var til međferđar. Af vinsemd má skilja orđiđ sem svo ađ sjúklingar hafi fengiđ bráđamóttökuţjónustu. Drögum ţar línuna en ekki ađ ţetta fólk hafi lokiđ ţessari ţjónustu. Ţađ gengur engan veginn upp. 

Niđurstađan er ţví sú ađ lykillinn til skilnings er sagnorđiđ sem viđ notum međ stofnanaorđinu „bráđamóttökuţjónusta“, sögnin ađ fá í stađ ţess ađ ljúka. 

Tillaga hér ađ neđan er miklu skárri en tungutakiđ sem Landspítalafólkiđ hefur tileinkađ sér og blađamenn apa eftir međ óttablandinni virđingu fyrir ţeim fyrrnefndu. Lćknir lýkur ţjónustu en sjúklingur hefur fengiđ hana.

Mikiđ er ofnotkun nafnháttar leiđinleg. Voru ađ bíđa í stađ ţess ađ segja og skrifa biđu.

Innlögn er međal annars hafgola. Ég held ađ ţegar heimamenn í Húnaţingi tala um innlögn ţá eigi ţeir viđ ţokuna sem berst inn međ norđan eđa norđaustan golu.

Tillaga: Í morgun höfđu tuttugu og níu sjúklingar fengiđ bráđaţjónustu og biđu eftir ađ komast ađ á legudeildum.

5.

„Texasranch á KFC einn sá krispasti sem sögur fara af.“ 

Úr auglýsing frá Texasborgurum á Skjánum.

Athugasemd: Ţegar Bjarni Thorarensen, skáld, frétti af dauđa Baldvins Einarssonar orti hann ţessa harmstöku sem er víđkunn og stórkostlega myndrćn:

Ísalands 
óhamingju
verđur allt ađ vopni;
eldur úr iđrum ţess,
ár úr fjöllum
breiđum byggđum eyđa.

Bjarni mátti ekki mćla fyrir harmi. Víst er ađ óhamingja Íslands verđur ekki minni ţegar óprúttnir auglýsingasölumenn fara međ tungumáliđ eins og tilvitnunin bendir til. Ţeir og ţykjast klárir í „ungmćl´ensku“. Ţeir sem ţetta gera eru hryđjuveramenn, leitast viđ ađ skemma íslenskuna og ţeim er sama um glćsileika hennar, fjölbreytileika og fegurđ.

Og ekki ađeins viđ hönnuđi auglýsingarinnar ađ sakast heldur bera stjórnendur KFC á Íslandi mesta ábyrgđ á ađ svona bulli sé dreift yfir breiđar byggđir landsins. Skömm sé ţessu liđi.

Tillaga: Texsasranch á KFC, einn sá stökkasti sem sögur fara af.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband