Virkur í athugasemdum undir áhrifum

Heimskan, illskan og stafsetningin (ţessi ótćka og snarbrjálađa) eru hin heilaga ţrenning virkra í athugasemdum. [...]

Í athugasemdakerfunum beita heimskustu 0,01% ţjóđarinnar okkur hin, 99,99%, andlegu og félagslegu ofbeldi. Eiga ţessir grunnhyggnu, illa ţenkjandi og enn verr skrifandi alvitringar ekki ađstandendur sem geta bent ţeim á ađ hćtta ţessu. Eđa vísađ ţeim á viđeigandi stofnun?

Ţetta segir Ţórarinn Ţórarinsson í Bakţönkum helgarblađs Fréttablađsins 4. nóvember 2017. Hann er ađ gefa ţeim einkunn sem ţekktir eru undir heitinu „virkir í athugasemdum“, liđiđ sem skrifar athugasemdir međ fréttum vefmiđla eins og Vísis, DV, Pressunnar og Eyjunnar. Og hann segir:

Óţverralýđurinn sem rottar sig saman í athugasemdakerfum vefmiđlanna veit sjálfsagt jafn lítiđ og ég. Sennilega minna enda benda athugasemdir ţeirra iđulega til ţess ađ ţau hafi ekki lesiđ ţćr fréttir sem ţau gjamma undir. Kunni í ţađ minnsta alls ekki ađ lesa sér til gagns.

Ég hef stundum lagt ţađ á mig ađ lesa athugasemdir sem fylgja fréttum ofangreindra fjölmiđla. Vissulega eru ţeir til sem rćđa af viti, ţekkingu og skynsemi. Ţeir eru ţó miklu fleiri sem láta vađa alls kyns óţverra og dónaskap og ţeir sem reyna ađ malda í móinn fá samskonar yfirhalningu og ţeir sem fréttir fjalla um.

Oftast eru ţetta fyrirsagnahausar, fólk sem étur upp ţađ sem ađrir segja og hefur ekki fyrir ţví ađ kynna sér málin. Í athugasemdunum er iđkađ ađ hreyta ónotum í náungann og helst ađ tvinna saman óhróđri og leiđindum svo undan svíđi. Fátt af ţessu fólki myndi tala á ţann hátt um ţá sem eru ţví nákomnir.

Ţađ sem „virkur í athugasemdum“ myndi aldrei voga sér ađ segja um skyldmenni eđa vini smyr hann miskunarlaust á fólk sem hann hefur aldrei séđ, aldrei hitt eđa veit eiginlega ekkert um.

Ég ţekki sumt af ţessu fólki, hreyki mér ekki af ţví en gćti ţess ađ leggja fátt til í ţessum athugasemdakerfum, jafnvel ţegar ég sé ađ fólk fer rangt međ stađreyndir. 

Síđasta föstudag fór ég međ vinum á krá og fengum okkur bjór sem gerist alltof sjaldan fyrir núorđiđ. Og ţar sem viđ stóđum viđ barborđiđ í trođningi rak ég augun í einn af „virkum í athugasemdum“, gamlan kunningja, sem er ţekktur fyrir rökleysur sínar.

Ţegar hann sá mig vippađi hann sér í gegnum mannţröngina til mín međ ţvílíku offorsi ađ bjórinn minn skvettist yfir mig og nćrstadda. Hann ćtlađi ađ tala viđ mig međ „tveimur hrútshornum“ eins og stundum er sagt og kippti sér ekki upp viđ skađann.

Ég spurđi hann tíđinda. Hann hlustađi ekki, vildi bara tala um hinn vonda Sjálfstćđisflokk. Ég spurđi hann á móti um heilsuna. Hann hlustađi ekki og hrópađi eitthvađ um Bjarna Benediktsson og ríkisstjórn hans. Fćst gat ég greint vegna hávađa var mađurinn ţó óţćgilega nálćgt andliti mínu. Af öllu var ţarna ekki stađur né stund til ađ rćđa um pólitík, ţađ sáu allir. Hver nennir annars ađ rökrćđa í ţrengslum á krá ţar sem hávađinn var um 60 desibel. 

Annars misskildi ég hann illilega. Hann var ekki ađ rökrćđa, hann hellti sér yfir mig og hellti úr glasinu mínu. Hversu oft sem ég náđi ađ snúa baki í manninn tókst honum jafnóđum ađ komast fram fyrir mig og alltaf hélt hann áfram tuđinu. Svo greip hann í úlpuna mína og hélt mér föstum.

Ţessi mađur kann enga háttvísi, hvorki á prenti né augliti til auglitis. Honum fannst stađurinn og stundin góđ fyrir ofbeldiđ, ausa yfir mig einhverjum óţverra sem ég hafđi ekki nokkurn áhug á ađ heyra..

Ég fékk nóg og gekk út. „Virkur í athugasemdum“ elti mig ekki út í norđan strekkinginn á Klapparstígnum. 

Í tilvitnuninni hér ađ ofan segir Ţórarinn Ţórarinsson í Bakţönkum Fréttablađsins ţennan lýđ beita 99,9% ţjóđarinnar andlegu og félagslegu ofbeldi. Verra er ţegar lýđurinn fer ađ láta hendur skipta og tukta ţá til sem hann er ósammála. Dómstóll götunnar dćmir og refsar.

Ţá er eiginlega nóg komiđ.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Sigurđur

Virkir eru líklega ekki bara virkir í kommentakerfum, eins og fram kemur hjá ţér. Ţađ ţarf samt ađ fara varlega í ađ einangra hópinn og háttarlagiđ, ţví ţetta er ekki eini hópurinn í ţjóđfélaginu sem ađ notar kefisbundiđ ofbeldi og ţá er ég ekki ađ tala um fangelsađ fólk.

Sigţór Hrafnsson (IP-tala skráđ) 7.11.2017 kl. 12:30

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Rétt hjá ţér, samkvćmt mínum skilningi, Sigţór. ég leyfi mér ađ fjalla um einn hóp án ţess ađ ţurfa ađ nefna hina líka. Ofbeldi er rangt.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 7.11.2017 kl. 13:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband