Bull er bull er bull og ekkert annað

Bullari er hávær kjaftaskúmur, ekki fávís heldur fyrst og fremst varasamur. Sá sem veldur öðrum böli getur verið bullari, en sá bullgjarni þvælir sig undan ábyrgðinni með því að rugla hugsanir fólks.

Bullvirkinn þarf ekki ástæður til að gera hlutina, honum er sama hvort þær leiða til góðs eða ills. Bullari nútímans sér tækifæri til virðingar.

Þetta segir Gunnar Hersveinn í grein í Stundinni 1. mars síðast liðinn. Bullarinn er alltaf bullari, jafnvel þótt hann þykist vera að grínast. Vandinn er sá að enginn getur treyst bullaranum. Þegar honum er mótmælt þykist hann vera að grínast, rétt eins og Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata sem lagði til að gera árás á Neyðarlínuna, teppa hana til að mótmæla vopnaburði sérsveitar lögreglunnar.

Gunnar Hersveinn á kollgátuna um bullarann.

Bull er ekki gagnrýnin hugsun, ekki markviss mælskulist og ekki aðferð lygarans. Enginn veit hvort bullarinn lýgur, segir satt eða blekkir óvart eða viljandi. Bull getur verið aðferð til að ná völdum í samfélagi sem ber ekki umhyggju fyrir sannleikanum.

Verkefnið um þessar mundir felst í því að vera gagnrýninn borgari sem efast og vill koma í veg fyrir mistök og tryggja að næsta kynslóð fái einnig að njóta gæða lífsins. Bull er bull er bull, það er engin leið til að komast að annarri niðurstöðu.

Mikið óskaplega er leiðinlegt að hlusta á bullið í varaþingmanni Pírata. Hann er ekki einu sinni fyndinn þrátt fyrir að segjast vera að. Svona fólk er stórhættulegt.


mbl.is Hugmyndin greinilega ekki nógu klikkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá ætlar að reyna að redda klúðrinu í sér með að segjast hafa verið að grínast.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 21:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðan dag! Þóttist Hreinn Loftsson ekki vera að grínast,er hann bauð Davíð Oddsyni fé hætti hann ekki "einelti" á stjórnendur Baugs?

Helga Kristjánsdóttir, 21.6.2017 kl. 15:49

3 identicon

Sæll Sigurður

Það er ekkert nýtt að menn reyni að slá pólitískar keilur með bulli, það er að vissu leiti leið stjórnmálamannsins. Kannski kominn tími á að Píratar séu slegnir á puttann.

Það sem merkilegra er að bull hefur verið rannsakað af heimspekingnum Harry Frankfurt. Hann skrifaði greinargerð og síðar bók um málið. Niðurstaða hanns er sú sama og Gunnars þ.e. Bullarinn ber enga virðingu fyrir sannleikanum ólíkt lygaranum sem er að reyna fela sannleikann. Þannig er bullarinn verri en lygarinn ef hann er meðvitaður um hvert hann vil halda. 

Hlekkur á Harry útskýra mál sitt https://www.youtube.com/watch?v=W1RO93OS0Sk

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 21.6.2017 kl. 17:14

4 identicon

Þið ættuð að setja sjálfa ykkur í hóp Bullarana ... því þetta hjal ykkar, er bara bull.

Í stað þess að ræða "málefnið", er ráðist á flytjandann ...

ad hominem

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.6.2017 kl. 17:50

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Viðurkenni bullið mitt,þar sem einu  "ekki" er ofaukið afsakið!

Helga Kristjánsdóttir, 21.6.2017 kl. 20:55

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sigþór Hrafnsson, mér finnst þetta athyglisvert innlegg og þaulhugsað hjá Gunnar Hersveini og ábyggilega hjá þeim sem þú vitnar til. Ætla að skoða það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.6.2017 kl. 21:23

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bjarne Örn Hansen, það er nú samt sem áður þannig að bull tengist alltaf flytjandanum órjúfanlegum böndum.

Bull er þarf ekki að ræða neitt frekar vegna þess að það er bull sem og aðferðafræðin með því. Þess vegna beinist athyglin að bullaranum enda erfitt að þegja þegar hann er varaþingmaður. Væri hann „virkur í athugasemdum“ fjölmiðla væri einfalt að láta eins og ekkert sé.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.6.2017 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband