Orðræða Vinstri grænna er leiðinlegur áróður

Upplýst hefur verið að króatískar fótboltabullur hafi ætlað sér að eyðileggja leik Íslands og Króatíu síðasta sunnudag. Eftir ábendingar yfirvalda í Króatíu ákvað lögreglan að handtaka nokkra þeirra sem hingað komu, bullur án miða á leikinn.

Samkvæmt kenningum Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Andrésar Magnússonar, þingmanns sama flokks, hefði lögreglan átt að láta vita hvað stæði til og líklega tilkynna það á fleiri en einu tungumáli. Þess í stað vinnur lögreglan þegjandi og hljóðalaust sín störf og við hin vitum ekkert um málið fyrr en öllu er lokið. Þetta er ástæðan fyrir því að við treystum lögreglunni betur en Vinstri grænum.

Ekkert tilefni var til að banna þessum bullum inngöngu í landið né heldur að halda þeim öllum fögnum fram að brottfarardegi.

Eitthvað var þess valdandi að lögreglan greip til varúðarráðstafanna í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins og litahlaupsins. Hún lét loka götum, lagði bílum og hindrunum á götur svo enginn kæmist akandi að fólki sem var að skemmta sér. Hvers vegna gerði lögreglan þetta?

Stutta svarið er að svona telst til fyrirbyggjandi aðgerða. Sem betur fer gerðist ekkert en þar með er ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið marklausar eða tilgangslausar.

Fróðlegt er að fylgjast með talsmáta forystumanna Vinstri grænna. Þau láta að því liggja að hér þurfi engan viðbúnað gegn ógnum sem aðrar þjóðir í Evrópu hafa þurft að þola. Þau reyna með rugla fólk, orðalagið er til þess að gera lítið úr starfi lögreglunnar. 

  • „Almenningur sé upplýstur ...“
  • „Vopnaburður lögreglu á fjölskylduhátíð ...“
  • „Umbreyting á ásýnd lögreglunnar ...“

Takið eftir orðræðunni og ekki síður samhenginu.

Hvaða vit hefur Katrín Jakobsdóttir og Andrés Magnússon á starfi lögreglunnar? Hið eina sem þetta fólk kann er áróður eða öllu heldur undirróður. Þau reyna að gera lítið úr lögreglunni sem stjórnvaldi og varpa rýrð á það ágæta starf sem þó er unnið.

Svona gengur ekki lengur. Látum lögregluna vinna sitt starf í friði. Ef þingmenn hafa einhverjar athugasemdir þá eiga þeir að bera þær fram á á þingi, ekki básúna þær út um allar jarðir til þess eins að upphefja sig sjálfa.

Þegar öllu er á botninn hvolft virðist tilgangur Vinstri grænna sá einn að varpa rýrð á lögreglu og stjórnvöld. Þeir halda að það sé hluti af stjórnmálum og þannig græðist atkvæði. Hversu leiðinlegir eru ekki Vinstri grænir og viðhorf þeirra?

Flestir eru þó þeirrar skoðunar að lögreglan hafi bara staðið sig nokkuð vel.

 


mbl.is Vill að almenningur sé upplýstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Fótboltabullur eru ekki það sama og hryðjuverkamenn þannig að einhvern veginn finnst mér að skotvopn séu ekki réttu græjurnar gegn þeim. Bullurnar eru aðallega til vandræða og sækjast eftir slagsmálum. Hefði íslenska lögreglan kannski svarað því með skothríð?

Emil Hannes Valgeirsson, 13.6.2017 kl. 20:35

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Veit ekki hvað Króötunum langaði til að gera. Tók hins vegar eftir því hversu þöglir stuðningsmenn Króata voru á vellinum. Af einhverri ástæðu  var lögreglan vopnuð á leiknum, rétt eins og lögreglulið í mörgum öðrum Evrópuríkjum er við svipaðar aðstæður.

Tilgangurinn með vopnaðri lögreglu er ekki handahófskennd notkun skotvopna, að bregðast við slásmálum með skothríð ...

Þetta er ekki málefnaleg spurning. Ekki frekar en að spyrja þig hvort lögregla eigi að berja hryðjuverkamenn með kylfum ef annað sé ekki tiltækt eða jafnvel að reyna að telja þeim hughvarf í spjalli, svona einn á einn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.6.2017 kl. 20:57

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Væntanlega eru fótboltabullurnar óvopnaðar en almenna reglan ætti að vera sú að mæta ekki óvopnuðum óeirðarseggjum með skotvopnum. Allavega þá má ekki rugla saman viðbrögðum við hryðjuverkamönnum og fótboltabullum.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.6.2017 kl. 21:20

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Á námsárunum var ég tvö sumur í lögreglunni. Eitt sinn var ég á vakt í bíl á laugardagskvöldi og við vorum kallaðir niður á Lækjartorg. Þar var einn fullur náungi og lét illa, hafði brotið rúðu og meitt fólk. Hann lét sig ekki þrátt fyrir fortölur lögreglu og vegfarenda. Þegar komnir voru sjö lögreglumenn á vettvang var ákveðið að handtaka manninn. Hann var þrekvaxinn og hraustur og lá ekki fyrr en allir lögreglumennirnir héldu honum. Þá heyrðist í fleiri en einum nærstöddum: „Djö... lögregluofbeldi, sjö á móti einum.“

Svona heyrist enn, rétt eins og að handataka óeirðarbullu eigi að fara eftir reglum í ólympískri glímu. Auðvitað datt engum í hug að skjóta manninn, voru þó skammbyssur væru oft í bílum á þessum árum, en auðvitað aldrei notaðar. 

Lögreglan á að njóta yfirburða sinna sé ætlunin að handtaka einhvern. Lögreglumenn eiga ekki að þurfa að eiga það á hættu að slasa sig í viðureign við ofbeldis- eða glæpamenn. Þeir eiga að njóta yfirburða í tækjum og jafnvel vopnum. Hinn almenni borgari á að hlýða fyrirmælum lögreglunnar undanbragðalaust. Hér á ekkert „annars ...“ að bætast við. Ég treysti lögreglunni til að nota þær aðferðir sem eru við hæfi. 

Ástæðan fyrir því að lögreglumenn um allan heim eru með vopn er einfaldlega sú ógn sem í því felst. Í næstum því öllum tilvikum dugar hún. Hryðjuverkamönnum er hins vegar sama.

Ég er sammála þér, Emil. Tel hins vegar enga hættu á ferðini þó hluti lögreglunnar sé með skotvopn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.6.2017 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband