Seljum allar áfengisverslanir ríkisins í skilyrtu útbođi

Hvers vegna stundar ríkiđ verslun međ áfengi? Ekkert viđhlítandi svar hefur komiđ viđ ţessari spurningu. Sumir halda ţví ţó fram ađ frjáls sala á áfengi muni auka áfengisneyslu, sem ábyggilega slćmt ef út í ţađ er fariđ. En ţađ er dálítiđ annađ mál.

Enginn getur samt međ neinum rökum fullyrt ađ sala ríkisins á áfengi dragi úr áfengisneyslu. Ríkiđ er ekki sérfrćđingur í smásölu. Starfsmenn í áfengisverslunum eru ekki sérfrćđingar í misnotkun á áfengi og ţeir eru jafn góđir starfsmenn hvort sem ţeir fengju ţeir laun sín frá mér eđa ríkinu.

Hvađ myndi nú gerast ef áfengisverslanirnar yrđu allar seldar á einu bretti? Myndi áfengisneyslan aukast viđ ţađ eitt ađ sjötíu einkaađilar myndu kaupa ţessar 70 verslanir sem ÁTVR á og rekur í dag?

Nei, alls ekki. Ég trúi ţví nefnilega ekki ađ aukin áfengisneyslan sé á einhvern yfirnáttúrulegan hátt tengd ţví ađ ríkiđ selji brennivíniđ en ekki einhver annar, til dćmis ég eđa ţú.

Gleymum ţví ekki ađ einkaađilar selja nú ţegar óskaplega mikiđ áfengi, í flöskum eđa glösum. Hins vegar man ég ekki til ţess ađ ríkiđ reki einn einasta bar eđa veitingastađ. 

Af hverju má ekki smásala á áfengi vera međ sama fyrirkomulagi og yfir barborđ?

Auđvitađ á ríkiđ hvorki ađ reka bari og né áfengisverslanir. Ţađ er ekki verkefni ríkisins. Ţar af leiđandi ćtti ríkiđ ađ selja allar áfengisverslanir sínar.

Söluna mćtti skilyrđa á margvíslegan hátt. Til dćmis ađ enginn einn ađili eđa tengdur mćtti eiga fleiri en eina áfengisverslun á höfuđborgarsvćđinu og ađeins eina utan ţess.

Á höfuđborgarsvćđinu eru ţrettán vínbúđir en úti á landi eru ţćr ţrjátíu og sjö.

Í opnu útbođi yrđi ţá rekstur hverrar verslunar seldur og ađ auki fasteign sé hún í eigu ríkisins eđa ţá ađ leigusamningur um húsnćđiđ fylgi međ.

Međ ţessu móti mćti samrćma tvö sjónarmiđ, ađ auka ekki áfengisneyslu og koma ríkisvaldinu út úr smásöluverslun.

Ţetta er einföld tillaga. Hún tryggir samkeppni milli áfengisverslana, dreifir hagnađinum, kemur í veg fyrir einokun og ţeir sem vilja geta sérhćft sig á ţeim sviđum sem ţeir hafa áhuga á. 

Eflaust sjá fjölmargir galla á tillögunni. Halda ţví ábygglega fram ađ smám saman muni koma kröfur um ađ banni viđ auglýsingum á áfengi verđi aflétt, sama ađila leyft ađ kaupa fleiri en eina verslun og jafnvel samvinna milli verslana verđi til um verđlag, verđlag hćkki eđa annađ. Ţetta skiptir hins vegar engu máli. Menn ţurfa bara ađ standa í lappirnar og hafa skýra stefnu og láta ekki undan óeđlilegum ţrýstingi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband