Stjórnarandstađan gleymdi ađ fjármagna samgönguáćtlunina

Mikiđ misrćmi er á milli ţingsályktunar um samgönguáćtlun fyrir árin 2015-2018, sem Alţingi samţykkti í október 2016, og fjármálaáćtlunar. 15 milljarđa vantar upp á í fjármálaáćtlun 2017 til ađ framfylgja samgönguáćtlun. Í fjármálafrumvarpinu segir ađ, ađ óbreyttu, ţurfi ađ skera samgönguáćtlun niđur sem ţví nemi. Heildarfjárheimild til samgangna fyrir áriđ 2017 er áćtluđ tćpir 29 milljarđar og lćkkar um 663 milljónir króna frá gildandi fjárlögum.

Ţetta segir í frétt Ríkisútvarpsins ţann 6. desember 2016. Ţađ var sumsé ekki núverandi ríkisstjórn sem fjármaganađi ekki samgönguáćtlunina heldur ţin. Löggjafinn samţykkti fjarlögin en lagđi ekki fé til hennar, ţingmenn núverandi stjórnarandstöđu vissu ţetta en gerđu ekkert í ţví. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn af ţeim sem gleymdi ađ fjármagna samgöngućtlunina, ţađ er mikil ávirđing á hann.

Eđlilega verđur til mikil óánćgja víđa um land og ljóst ađ koma ţarf til mót viđ ţá sem gagnrýna ađa samgönguáćtlunin skuli ekki vera fjármögnuđ. Ţađ er hins vegar annađ mál.

Man enginn sem nú mótmćlir eftir ţví ađ samgönguáćtlunin var ekki fjármögnuđ í fjárlögum ársins. Halda ţingmennirnir sem núna hćst gapa ađ ţeir hafi samţykkt ađ fjármagna áćtlunina. Ţeir gerđu ţađ ekki.

Stjórnarandstađan og grunnhyggiđ fólk ćtlar ađ nota vanfjármagnađa samgönguáćtlun til pólitískra árása á ríkisstjórnina. Nú er lag, segir ţetta liđ. Berjum á ríkisstjórninni, reynum ađ komast í fjölmiđla og rugla ţá í ríminu sem ekki hafa sjálfstćđa hugsun og nćrast á fyrirsögnum, lesa aldrei meginmáliđ. Ţetta er hins vegar ekki ríkisstjórninni ađ kenna.

Enginn lokađi vegum ţegar ljóst var ađ samgönguáćtlun var ekki fullfjármögnuđ á fjárlögum. ASÍ taldi fjárlögin ţensluhvetjandi og ţađ án samgönguáćtlunarinnar og ţau styddu ekki viđ fjárhagslegan stöđugleika. Fćstir fengu ţađ sem ţeir töldu sig ţurfa á fjárlögunum.

Ţingmenn hrósuđu svo sjálfum sér í hástöfum fyrir ađ hafa samţykkt fjárlögin ţrátt fyrr ađ minnihlutaríkisstjórn vćri viđ völd. Međ fjárlögunum greiddu 27 ţingmenn atkvćđi en 33 greiddu ekki atkvćđi. Ţrír ţingmenn hafa líklega sofiđ heima hjá sér ţegar atkvćđagreiđslan fór fram. Hinir áttu ađ vita ađ samgönguáćtlunin var ekki fjármögnuđ.

Meira ađ segja forseti ţingsins hrósađi ţingmönnum fyrir afgreiđsluna og sá var Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagđi af ţessu tilefni samkvćmt frétt á mbl.is:

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alţing­is, sagđi í jóla­kveđju sinni viđ lok ţings­ins ađ af­greiđsla fjár­lag­anna hefđi sýnt styrk ţings og ađ ţađ hefđi risiđ und­ir ábyrgđ ţrátt fyr­ir sér­stak­ar ađstćđur.

„Mćtti segja ađ ţađ hafi veriđ ţrosk­andi og lćr­dóms­ríkt ađ tak­ast á viđ stórt og viđamikiđ mál án meiri­hluta á ţing­inu,“ sagđi Stein­grím­ur og bćtti viđ ađ tekiđ hafđi veriđ skref í ţá átt ađ bćta ásýnd Alţing­is međ ţess­um vinnu­brögđum.

Sagđi hann ţingiđ hafa sýnt ţjóđinni ađ ţađ hefđi stađist prófiđ.

Steingrímur minntist ekkert á samgönguáćtlunina og raunar hafđi enginn ţingmađur áhyggjur af henni.

Svo gerist ţađ ađ núverandi fjármálaráđherra lćtur frá sér fara ađ ţađ hafi veriđ nánast siđlaust ađ samţykkja samgönguáćtlun án fjármögnunar. Ţá vakna allt í einu nokkrir stjórnarandstćđingar međ andfćlum, liđiđ sem líklega svaf á međan samgönguáćtlunin var samţykkt í október og fjárlögin í desember, liđiđ sem ţá hafđi engar áhyggjur af vanfjármögnun samgönguáćtlunarinnar.

Auđvitađ er ţađ ávirđing á Alţingi ađ hafa samţykkt samgönguáćtlun og ekki gćtt ađ fjármögnuninni. Sökin er ţví ekki ríkisstjórnarinnar sem nú situr heldur einnig núverandi stjórnarandstöđu.

Ţingiđ gerđi ekkert, samţykkti bara fjárlög, og ţingmenn klöppuđu svo hverjum öđrum á bakiđ fyrir ađ geta unniđ saman án ţess ađ framkvćmdavaldiđ stjórnađi, ... ađ hafa stađist prófiđ, ... bćtt ásýnd Alţingis ... eins og Steingrímur fyrrverandi orđađi ţađ.

Sömu ţingmenn sem fyrir áramót voru svo glađir yfir vel unnum fjárlögum eru nú komnir á afturlappirnar og glefsa í fjármálaráđherrann sem skilur ekkert í ţinginu ađ samţykkja peningalausa samgönguáćtlun fyrir síđustu kosningar. 

Mikiđ skil ég vel orđ fjármálaráđherrans.

Hins vegar skil ég ekkert í ţví ađ samgönguáćtlun hafi veriđ samţykkt án fjármögnunar.

 


mbl.is „Lítilsvirđing og brengluđ hugsun“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smáatriđi, sem gleymist: Ţetta gerđist í tíđ fyrrverandi ríkisstjórnar í međferđ á fjárlagafrumvarpi ţáverandi fjármálaráđherra, en í ofanrituđu er eins og ađ hún hafi hvergi komiđ nćrri, bara ţáverandi stjórnarandstađa. 

Ómar Ragnarsson, 8.3.2017 kl. 10:31

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Rétt hjá ţér Ómar. Ađalatriđiđ er hins vegar ţađ, ađ ţingmenn samţykktu   samgöngućtlunina en gćttu ekki ađ fjármögnun hennar, hvorki viđ samţykkt hennar í október né viđ afgreiđslu fjárlaga í desember.

Ábyrgđ stjórnarandstöđunnar er ekki síđri en annarra ţingmanna. 

Nú er skuldinni hins vegar skellt á ríkisstjórnina međ tilheyrandi hávađa í ţinginu og víđar. Fjöldi fólks heldur eftir ađ hafa fylgst međ fréttaflutningi ađ ríkisstjórnin sé ađ breyta samgönguáćtluninni. 

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 8.3.2017 kl. 10:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband