Ljóđbákur um gćsaveiđi - dýrt er ort ...

Í huga mér eru ljóđ nćr yfirnáttúruleg og ljóđskáld eru nćr himnaríki en allir ađrir dauđlegir menn. Nćst koma ţeir sem eru hagmćltir og svo ađrir velskrifandi og mjúklega mćlt fólk. Fyrir öllum ţessum tek ég ofan og dáist ađ í fjarlćgđ blámans.

Svo ég haldi nú áfram niđur ţrepin frá himnaríki ţá koma nćstir í röđinni ţeir sem ljóđskáld og hagmćltir hafa ort um. Ţvílíkur heiđur er ţađ er skáld yrkir til vegsemdar einhverjum, út af ást, dauđa eđa lífi. Útilokađ er ađ jafna ţessu viđ eitthvađ annađ nema hugsanlega ađ vera tekinn í dýrlingatölu eđa blessađur á ţann forna hátt sem sagt er veita ţá mestu hamingju sem um getur ađ jafnvel ţeir sem snerta slíkt fólk eđa eignast klćđisbút frá ţví fá yfirfćrđan hluta af hamingjunni.

Hér er ég svo upphafinn í lýsingunni ađ ég verđ fyrir tilviljun einni saman ađ geta um ljóđabók sem nýlega er komin út. Hún nefnist Rökkur eftir ţann hagmćlta mann Skarphéđinn Ásbjörnsson, Skagfirđingi, sem varđ svo frćgur ađ vera  nágranni minn er ég bjó í nokkur ár á Blönduósi (eđa öllu heldur, ég var svo frćgur ađ vera nágranni hans).

Međan grannskapnum stóđ uppgötvađi ég mér til mikillar undrunar ađ Skarpi var ágćtlega hagmćltur. Ţá uppgötvun keypti ég dýrum dómum. Í fljótfćrni hafđi ég sent honum nokkrar vísur sem ég hnođađ saman en voru raunar fátt annađ en afbragđs vel saminn leirburđur. Á móti fékk ég vísur frá Skarpa sem voru fjarri ţví ađ vera leir og nćst ţví ađ vera ljóđ. Ţađ var sem högg í andlitiđ og hef ég fátt ort síđan.

Í áđurnefndri ljóđabók, Rökkri, er bálkur sem viđ mig er kenndur og nefnist Veiđiferđin. Í bókinni segir höfundur í óbundnu máli:

Sigurđur Sigurđarson nágranni minn á Blönduósi fékk vini sína úr Reykjavík til sín í gćsaveiđi og réđi mig sem leiđsögumann.

P0005517Og Skarphéđinn orti sumsé um gćsaveiđiferđ okkar. Hér gríp ég á nokkrum stöđum niđur í tuttugu og fjögurra erinda bálkinn:

Félagarnir frjálslega,
fjall'um heima og geyma.
Nú skal alveg óđslega,
andablóđiđ streyma.

Á söguslóđum Sigurđur,
situr ţeirra og bíđur.
Mjúkur hann og málreifur,
mundar hólkinn fríđur.

Verđur mér nú viđ eins og Noregskonungum forđum daga ađ kátlega urđu ţeir viđ yrkingum og vildu gefa skáldalaun (eftir miklar vangaveltur og innri baráttu féll ég ţó frá ţví ađ gera slíkt hiđ sama).

Víkur nú sögunni ađ leiđsögumanninum og skáldinu:

Sóttur var hinn sjálfglađi,
sagđi frćgđarorđin.
Blés í flautur, blístrađi,
bjó ţá undir morđin.

Sko, skáldiđ á viđ ađ hann notađi gćsaflautur og brakađi eins og steggur í andahóp.

Segir nú fátt af veiđum okkar félaganna og kemur ć berlegar í ljós ađ leiđsögumađurinn var ekki allur sem hann sagđist vera ... og hafđi ţó margt sagt.

Morgunn blíđur, birtan vex
bíđur skytta svćsin.
Komiđ er ađ klukkan sex.
Kemur engin gćsin

Beitir öllum brögđunum,
bani margra fugla.
Rekst međ flautu-tilraunum,
tilverun'ađ rugla.

En ekkert gengur, engin gćs er skotin úr skurđum Torfalćkjartúns. Líklegast hefur Jóhannes vinur minn Torfason, hlegiđ sig máttlausan hefđi hann vaknađ árla og litiđ út um gluggann og séđ ađförina ađ gćsunum ... eđa afararleysiđ. Leiđsögumađurinn vill nú flytja sig og hét ţví ađ viđ gćtum myrt gćsir í kvöldfluginu. Til ţess var fariđ niđur ađ Vatnsdalsá, en ţar, skammt frá Húnaósi, er eyja nokkur, fín fyrirsátt fyrir grandalausar gćsir, sagđi leiđsögumađurinn. Hann yrkir:

P0005523Vandast máliđ varla meir,
Ţví vađa ţarf á skeriđ.
Blotna fćtur, busla ţeir,
brattir samt í veriđ

Kvöldiđ líđur, kólnar fljótt,
kulda gćtir nánar.
Áđur en varir orđin nótt,
engar gćsir dánar.

Ekkert stóđst hjá leiđsögumanninum, allt innantóm loforđ. Ţegar liđiđ var langt fram ađ miđnćtti er ákveđiđ ađ vađa aftur til meginlandsins, en nú gćtir ađfalls og vatniđ er dýpra. Skáldiđ yrkir:

Vaskir elginn vađa ţeir,
vökna tćr og síđa.
Dámar ei ţá dýpkar meir,
dugar ei ađ bíđa.

Vaskir ösla vötnin ţung,
vatns er erfiđ röstin.
Blautir eru um böll og pung,
byrja eftirköstin.

Ţetta var meiriháttar vađstand á okkur skyttunum og ekki var ástandiđ skárra hjá skáldinu, en ţađ átti eftir ađ lagast hjá honum.

Búkur loppinn, brókin rök,
bleik er snoppa í framan.
Lama kroppinn lagartök,
limur skroppin saman.

P0005534Ekki hampar happiđ ţeim,
háđs nú glampa varir.
Álpast, slampast, aulast heim,
eftir krampa-farir

Gćdinum ei reynist rótt
reisnar mun ei njóta.
Inn í hýđi skríđur skjótt,
međ skottiđ milli fóta.

Heima í rúmi fann sitt fljóđ, 
frúin reddar sinni.
Bjargar lund hans blíđ og góđ 
međ blástursađferđinni.

Hvorki eru allar ferđir til fjár ... né gćsa. Svona fór nú um ţessa veiđiferđ og verđur ábyggilega grínađ međ hana svo lengi sem land er byggt og ljóđabćkur lesnar. Ţökk sé helv... honum Skarpa.

Myndir

1. Vađiđ yfir Vatnsdalsá.

2. Skotmađur á leiđ út í eyju, hvattur til dáđa af gervigćs.

3. Leiđsögumađurinn og skáldiđ. Sá fyrrnefndi er vinstra megin og ţar er líka skáldiđ. Snati hefur líklega fundiđ gćsina sem faldi sig fyrir leiđsögumanninum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband