Birni Bjarnasyni gerðar upp skoðanir og svo ráðist á hann fyrir þær

Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirKarlmaður sem kom hingað í annarlegum tilgangi, og ætlaði að lifa sældarlífi á kostnað skattgreiðenda í nokkra mánuði og njóta góðs af heilbrigðiskerfinu, endaði með því að bera eld að fötum sínum í yfirfullu gistiskýli Útlendingastofnunar með þeim afleiðingum að hann beið bana af sárum sínum.

Þetta virðist vera lærdómur gamals dómsmálaráðherra af harmleiknum sem varð nýlega í Víðinesi.

Sá sem skrifar svona er beinlínis óþverri, haldinn skítlegu eðli, svo gripið sé til kunnuglegs orðalags. Ástæðan er einfaldlega sú að höfundurinn gerir fyrrverandi dómsmálaráðherra upp ljóta og andstyggilega hugsun og leggur svo út frá þeim honum til hnjóðs.

Björn Bjarnason hefur aldrei látið svona orð frá sér fara og mun ábyggilega aldrei gera. Hann er vandaður maður og skrifar af viti og hugsun.

Höfundurinn, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, hefur lengi titlað sig sem blaðamann og raunar lengi starfaða sem slíkur. Oftar en ekki hefur hún verið talin hlutdrægur fréttamaður. Núna er hún titluð fréttastjóri á Fréttatímanum. 

Grein Þóru Kristínar er skrifuð í sama dúr og flestir mannorðsmorðingjar tileinka sér. Hún niðurlægir annan og upphefur sjálfa sig í leiðinni. Svona eru hugsunin:

Nú má þessi gamli ráðherra hafa þá skoðun fyrir mér að yfirvöld eigi að loka dyrunum á alla þá innflytjendur sem hrekjast um álfuna sökum fátæktar og misskiptingar sem hefur náð slíkum hæðum að það ógnar öryggi og heimsfriði meira en flest annað.

Þannig leyfir hún sér að niðurlægja mann með því að kalla hann gamlan, rétt eins og aldur hafi eitthvað með réttar eða rangar skoðanir að gera. Þar að auki er hún í þessum tilvitnuðu orðum að rökræða um það sem hún gerir Birni upp. Slík rökræða er ónýt hringrás, byrjar í hausnum og endar milli þjóhnappa sama aðila.

Hvernig yrðu nú umræðurnar í þjóðfélaginu ef orðræðan væri almennt eins og hjá Þóru Kristínu?

Já, eitthvurt hljóð myndi nú heyrast úr horni ef skoðanir hennar væru sagðar ómerkilegar af því að hún sé  feit kelling. Má vera að það síðarnefnda sé jafn rétt og þetta með aldur Björns Bjarnasonar. Hvorugt geta þó talist rök, eða skoðunum hans og hennar til hnekkis.

Nei, svona skrifar hugsandi fólk ekki. Samt gerir Þóra Kristín það. Ástæðan er einföld, tilgangurinn helgar meðalið. Hún er að ata Björn Bjarnason auri af því að hún er á pólitískur andstæðingur hans, vinstri maður. Svo einfalt er það.

Þóra Kristín mun engan sóma hafa af þessari árás á Björn. Flestir hljóta að sjá í gegnum svona orðræðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hver gerði eiginlega svona hlutdræga rotna kerlingu að blaðamanni og ritstjóra?

Elle_, 17.12.2016 kl. 11:40

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega er lífsbarátta "fréttamanna" á ókeypis miðlunum mjög erfið í innbyrðis samkeppni.  En það þarf auðvitað að selja miðilinn vegna auglýsingateknanna og svo sjálfan sig í leiðinni.

Kolbrún Hilmars, 17.12.2016 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband