Sló um 360 metra högg á Háagerðisvelli

DSC_0058Lengsta högg sem ég hef átt í golfi var á fimmtu braut á Háagerðisvelli á Skagaströnd. Brautin er að því er mig minnir rétt um 400 m löng, frekar mjó en bein.

Aldrei þessu vant hitti ég kúluna afar vel og hún fór langleiðina að „gríninu“. Ég mældi um 360 m frá teig og þar sem hún staðnæmdist.

Þetta var stórkostlegt högg og mikill persónulegur árangur og ég þurfti endilega að gorta af árangrinum við góðan vin minn sem er afburða golfari. Við höfðum verið að ræða um högglengd. Hann sagðist slá um 220 m. Ég brosti, þó ekki yfirlætislega, og sagði frá þessu höggi.

- Hvenær ársins var þetta? Spurði hann, og horfði undarlega fast á mig eins og hann grunaði mig um græsku.

Ehhh ... þetta var í október.

- Var kalt úti?

Nei, ekkert sérlega ... bara svona um eitthvað ... þarna frostmark.

- Var frost í jörðu.

DSC_0207Tja ... ekkert óskaplega mikið ... dálítið ... já, eitthvað.

- Sem sagt, grjóthörð jörð og þú slóst ef til vill um 150 m með tré og síðan skoppaði hún um 210 m, ekki satt?

Tja ... það er nú ekkert að marka svona ágiskun. Hef ábyggilega slegið 163 metra og svo skoppaði hún áleiðis að „gríninu“.

- Sem sagt þú hefðir allt eins getað verið á malbikaðri flugbraut. Golfkúla skoppar  næstum jafnmikið á malbiki og á frosinni jörð.

Já, en ég slóð samt um 360 metra. Aðstæður voru bara hagstæðar

- Já, einmitt.

Víst var þetta frábært högg!

- Það er blessuð blíðan ...

Víst ...

Ágætt að taka það fram hér lengi hefur staðið til hjá mér að taka þátt í PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum  en hingað til hef því miður ekki gefið mér tíma til þess.

Myndirnar eru teknar að sumarlagi. Snjall golfari (ekki ég) á fjórðu braut og svo loftmynd af „gríninu“ á sömu braut.


mbl.is Spila golf í jólamánuðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband