Víkingur - KR, mikill munur á einkunnagjöf fjölmiđla

Í gćr léku Víkingur og KR í Fossvoginum og ég horfđi á hann í sjónvarpi. Heimamenn unnu en ţađ var tćpt. KR-ingar áttu nćr allan leikinn, stjórnuđu honum meira eđa minna allan tímann en komu boltanum ekki framhjá ágćtum markverđi Víkinga, Róberti Erni Óskarssyni.

Ég rak ţví upp stór augu ţegar ég las eftirfarandi í umfjöllun Moggans um leikinn:

Víkingar nálguđust ţennan leik af mikilli festu og voru ákaflega ţéttir og baráttuglađir. Markvörđurinn Marko Perkovic lék sinn fyrsta leik međ liđunum og skiluđu góđu dagsverki

Ţetta er auđvitađ fljótfćrnisvilla en á ekki ađ sjást. Marco ţessi sem nefndur er í tilvitnuninni er ekki markmađur heldur varnarmađur.

Einkunnagjöf Morgunblađsins virđist vera tilviljunarkennd í meira lagi og stundum efast mađur um ađ blađamenn hafi veriđ á ţeim fótboltaleik sem ţeir ţó skrifa um. 

Ađeins tveir leikmenn KR fá stig fyrir leik sinn, Chopart og Beck. Ótrúlegur nánasaskapur blađamannsins ađ Óskar Örn Hauksson, Indriđi Sigurđsson og Skúli Jón Griđgeirsson skuli ekki hafa hlotiđ náđ fyrir augum hans, allir drífandi menn og höfđu mikil áhrif á leikinn.

Eins er međ Víkingana. Ţrír fá stig, áđurnefndur „markmađur“ Marko, Ívar Örn Jónsson og Dofri Snorrason. Undarlegt ađ menn eins og Halldór Smári Sigurđsson eđa Gary Martin skuli ekki hafa fengiđ stig. Ţađ skekkir síđan alla niđurstöđu einkunnagjafar Moggans misjafnt er hversu margir leikmenn fá einkunn. Ţađ fer oft eftir ţví hverjir skrifa fréttina.

Fréttablađiđ stendur sig ekki ekki skár í íţróttafréttum en Mogginn. Ţó eru ítarlegri fréttir oftast birtar á vefsíđu blađsins, visir.is, og jafnvel stuttu eftir leik.

Fréttablađiđ gefur öllum leikmönnum stig fyrir frammistöđu sína sem er mun réttlátari ađferđafrćđi heldur en ađ taka einn og einn út og láta sem svo ađ ađrir hafi ekki stađiđ sig. Hins vegar má deila um hverjir fá háa einkunn og hverjir ekki og ekki síđur hvernig leikmenn eru metnir.Íţróttir2

Sé einkunnagjöf Moggans og Fréttablađsins borin saman virđist lítiđ samrćmi í henni. Hvađ varđar leik Víkings og KR virđist sem ţessir fjölmiđlar hafi veriđ á sitt hvorum leiknum, svo miklu munar í einkunnagjöf.

Igor Taskovic fćr 8 í einkunn hjá Fréttablađinu en kemst ekki á blađ hjá Morgunblađinu. Fimm leikmenn Víkings fá 7 í einkunn hjá Fréttablađinu en ađeins tveir ţeirra fá M hjá Morgunblađinu.

Allir sjá ađ ţessi einkunnagjöf Morgunblađsins gengur ekki upp en ađferđ Fréttablađsins gefur skárri mynd af frammistöđu leikmanna.

Hitt er svo annađ mál hvernig blađamenn komast ađ niđurstöđu í einkunnagjöf sinni. Skyldu ţeir skrá frammistöđu leikmanna í sókn, í vörn, á miđju? Tapađir boltar, unnir boltar, fyrirgjafir, stöđvun á sókn, skallar og svo framvegis? Leyfi mér ađ draga ţađ í efa ađ ţeir skrái ítarlega hjá sér hvađ gerist. Ćtli frammistađan sé ekki metin međ „svona á ađ giska“ ađferđinni, „mér finnst“ eđa bara „hann er svo viđkunnanlegur“ ađferđinni.

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ einkunnagjöf getur skipt miklu máli og fjölmiđlar hafa áhrif. Ţađ vćri ţví ljóta rugliđ ef blađamenn meta frammistöđu fótboltamanna eftir einhverju öđru en bláköldum stađreyndum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Umfjöllun Mogga um leikinn olli mér vonbrigđum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.7.2016 kl. 20:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband