Egill Helgason býr til gróusögu um Sjálfstæðisflokkinn

Einn undarlegast álitsgjafi landsins er Egill Helgason, vinstri maður í stjórnmálum. Hann segir á vef sínum (leturbreyting mín):

Ýmsum finnst sjálfsagt að einna stærstu tíðindin séu afhroð Davíðs Oddssonar. Hann varð í fjórða sæti með aðeins 13,7 prósent. Það eru ekki dæmi þess að svo þekktur og áhrifamikill maður bjóði sig fram til forseta á Íslandi og fái svo lítið fylgi. Þegar hann kom fyrst fram bjuggust margir við að hann myndi að minnsta kosti fara í 30 prósent. Sigur virtist þó alltaf fjarlægur. En kosningabarátta Davíðs var algjörlega misheppnuð – hún var mestanpart á neikvæðum nótum. Það var náttúrlega óhjákvæmilegt að kosningarnar snerust að miklu leyti um Davíð – einfaldlega vegna þess hversu stórt hlutverk hann hefur leikið í íslenskum stjórnmálum. En kosningarnar urðu í raun leiðinlegri og innihaldslausari fyrir vikið.

Þessu má að allt eins snúa upp á Egil. Hann er yfirleitt á neikvæðu nótunum, sérstaklega er varðar Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur sjaldnast sagt neitt jákvætt um þann flokk um leið og hann heldur fram ágæti vinstri flokka - svona yfirleitt.

Egill virðist ekkert hafa fylgst með kosningabaráttunni, kannski horft á einn umræðuþátt í sjónvarpi, ekki mætt á fundi hjá Davíð Oddssyni eða hlustað á hreyfimyndir frá honum né heldur lesið greinar hans. Davíð fær einfaldlega neikvæðnistimpilinn af því Egill telur hann geta verið réttlætanlegan. 

Ég hef sótt nokkra kosningafundi Davíðs og séð aðra á Fb og jafnvel átt þess kost að spjalla við hann. Verð að taka undir það sem Andri Snær sagði í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að Davíð er einstaklega ljúfur maður og kurteis í viðkynningu.

Fundirnir hans voru í einu orði sagt afar skemmtilegir og fróðlegir. Davíð ræddi um stöðu mála, gerði stólpagrín af sjálfum sér, sagði fjölmargar græskulausar gamansögur af fólki sem hann þekkti og nefndi stundum mótframbjóðendur sína og var ekki alltaf sammála þeim. Eðlilega.

Þegar upp var staðið af þessum fundum sat eftir hversu ánægjulegir þeir voru og hversu gaman er að hitta mann með slíka frásagnargáfu að hann gat fengið salinn til að liggja í hlátri sem og snerta viðkvæmari tilfinningar eins og þegar hann sagði frá móður sinni sem lést fyrr í mánuðinum.

Þetta veit Egill Helgason ekki vegna þess að Davíð á að vera vondur, frekur og leiðinlegur. Það er myndin sem vinstri menn hafa keppst við að draga upp af manninum. Egill er trúr þessum áróðri.

Svo smekklaus og kjánalegur er Egill að hann fullyrðir þetta:

Davíð á hóp ákafra stuðningsmanna sem eru undrandi og reiðir, þeir ofmátu algjörlega stöðu leiðtoga síns, ekki einu sinni Sjálfstæðismenn hlýddu þegar kallið kom. Það kæmi ekki á óvart þótt Davíðsflokkurinn hyggði á einhvers konar hefndir.

Ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður og er ekki reiður yfir úrslitum forsetakosninganna og ekki hef ég hitt stuðningsmann Davíðs sem er eitthvað fúll.

Og hvers ætti Sjálfstæðisflokkurinn að hefna? Þess að fyrrum formaður flokksins var ekki kjörinn forseti? Hvers konar bull er þetta í Agli? Þvílíkur asni er hann að halda þessu fram.

Staðreyndin er einfaldlega sú að stjórnmálaflokkur hefnir sín ekki vegna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þannig er það einfaldlega. Punktur.

Hefnd á aldrei við vegna þess að sá eini sem hægt er að áfellast eru kjósendur, að þeir hafi ekki kosið „rétt“. Eðli lýðræðisins er hins vegar svo einfalt og skýrt að allir kjósendur kjósa rétt.

Tilgangurinn með kosningum er ekki síður að sætta sig við niðurstöður kosninga. Eða dettur Agli í hug að skattahækkanir síðustu ríkisstjórnar hafi verið gerðar í hefndarskyni vegna þess að hún tapað Iceseve málum í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Nei. Staðreyndin er einfaldlega sú að þetta er bull í Agli. Hann er einfaldlega heiftúðugur náungi og trúr andstæðingum Sjálfstæðisflokksins í áróðrinum gegn honum.

Þetta gæti verið satt, tautar Egil. Látum helv... neita þessu, hugsar hann eins og Nixon forðum daga. „Let the bastards deny it“.

Svo lætur hann þetta varða í bloggið sitt og er bara nokkuð ánægður með dagsverkið rétt eins og þeir sem nefndir eru „virkir í athugasemdum“ og mæra hann mest fyrir gáfuleg blogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Egill hefur alltaf allt á hornum sér gagnvart Davíð og Sjálfstæðisflokknum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.6.2016 kl. 20:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með þessum skrifum sínum var Egill líka að afhjúpa sig sem vinstri mann og ESB-sinna.

Jón Valur Jensson, 27.6.2016 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband