Ruglið í Þóru Tómasdóttur um forsetann

Hann ætlar enn og aftur að taka sér það hlutverk að vera hlífisskjöldur yfir viðkvæmri þjóð. Hann ætlar að leiða okkur í gegnum þetta því við erum svo taugaóstyrk. Við þurfum bara lýðræði,“ segir Þóra en ekki karl á áttræðisaldri til að leiða íslensku þjóðina í gegnum þessa tíma.

Þetta eru orð Þóru Tómasdóttur í endursögn visir.is en konan var í umræðuþættinum Eyjunni á samnefndum vefmiðli. Ekki þekki ég nein deili á henni en man hana úr Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Hún er að tala um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, og hugsanlegt framboð hans í forsetakosningunum næsta vor.

Eiginlega finnst mér þetta svo heimskuleg ummæli að ég hreinlega trúi því ekki að nokkur maður hafi látið þau út úr sér. Hver er tilgangurinn með að draga aldur Ólafs Ragnars inn í umræðuna ef ekki til að reyna að niðurlægja hann og gera lítið úr honum. 

Og hversu gáfulegt er að segja í sömu andrá að við þurfum lýðræði en ekki karl á áttræðisaldri ... Aldur einstaklinga og stjórnskipulag á ekkert sameiginlegt. Lýðræðið verður ekkert meira eða tryggara ef fólk á áttræðisaldri verði bannað að bjóða sig fram í forsetakosningum. 

Raunar held ég að það sé þjóðin þarfnist nauðsynlega ráð og stjórnvisku öldunga en bráðræði og fljótfærni óreyndra sem eðli máls vegna eru yfirleitt frekar ungir að árum.

Annars skil ég ekkert í hávaða og upphlaupi vegna Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann hefur staðið sig frábærlega vel í embætti, það viðurkenni ég, þó ég hafi ekki kosið hann í upphafi.

Mér sýnist að liðið sem vildi að þjóðin samþykkti Icesave sé núna komið í hart gegn sínum gamla vopnabróður og samherja. Ætla að launa honum lambið grá. Við hin sem vildum í upphafi ekki Ólaf Ragnar erum sátt við hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband