Stórkostleg pólitísk mistök meirihlutans í borgarstjórn

Orð standa, því miður er það svo. Hversu mikið sem maður sér eftir orðum sínum þá eru þau þegar sögð og verða aldrei tekin aftur. Hins vegar er hægt að bera í bætiflákann, afsaka orð sín ...

Hvers vegna vill borgarstjóri nú draga til baka tillögu sem meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrir skömmu um sniðgöngu á vörum frá Ísrael?

Gæti það verið vegna einhverra eftirfarandi atriða:

  1. Tillagan var vanhugsuð?
  2. Tillagan var rangt orðuð?
  3. Tillagan var fljótfærnislega unnin?
  4. Tillagan hafði allt aðrar og verri afleiðingarnar en búist var við?
  5. Tillagan veldur öðrum sveitarfélögum skaða?
  6. Tillagan er brot á íslenskum lögum?
  7. Tillaga stefnir íslenskum viðskiptum í mikla hættu?
  8. Tillagan hefur valdið tjóni á íslenskum útflutningi og ferðaþjónustu?
  9. Tillagan sannaði dómgreindarleysi borgarstjóra og annarra borgarfulltrúa meirihlutans?
  10. Tillagan var heimskuleg?

Hvert eitt af ofangreindum atriðum ætti að vera nóg sem stór ávirðing á borgarstjórnarmeirihlutann. Nú er hins vegar ljóst að öll tíu atriðin skipta máli og þess vegna hefur borgarstjórinn játað á sig og félaga sína stórkostleg pólitísk mistök.

Væri borgarstjóri í öðrum flokki hefði verið kallað á afsögn hans og raunar meirihlutans alls. 

Borgarstjóra til afsökunar er sú einfalda staðreynd að öll nemendafélög geta gert mistök sem fullþroska fólk gerir ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snilldarpistill, Sigurður.

Sá hann í dag, en komst ekki til að skrifa aths. fyrr en nú. 

Þú ert alveg með þetta! smile laughing

Jón Valur Jensson, 20.9.2015 kl. 00:32

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fallega sagt, Jón Valur. Af og til er einhver sammála mér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.9.2015 kl. 10:43

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Atriði Nr. 9. Segir málið allt í hnotskurn.

En Reykvíkingar völdu þetta og þá vaknar sú spurning hvort þeim er treystandi til að velja stjórnendur Reykjavíkur sem er höfuðborg okkar íslendinga allra.   

Hrólfur Þ Hraundal, 20.9.2015 kl. 12:51

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sé svo, Hrólfur, er ekki ástæða til að láta einhvern fjúka fyrir tiltækið, einhvern annan en Björku?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.9.2015 kl. 12:54

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

´Jú að sjálfsögðu Sigurður.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.9.2015 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband