Kjósa tóma vitleysu, segir Samfylkingarmaðurinn um kjósendur

Þetta eru ábyggilega ein merkilegustu ummæli ársins og jafnvel aldarinnar. Hlustaði á Sprengisand á útvarpsstöðinni Bylgjan sunnudagsmorguninn 26. október. Þar var meðal annarra Stefán Jóhann Hafstein, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu og stjórnmálamaður fyrir Samfylkinguna og fyrrverandi borgarfulltrúi.

Verið var að tala um spillingu í þjóðfélaginu. Stefán Jóhann fór mikinn og dró ekkert úr skoðunum sínum og hélt því fram að spillingin væri alls ráðandi en nefndi því miður ekki eitt einasta dæmi frekar en þeir sem halda hinu sama fram í athugasemdakerfum dagblaða og vefsíðna.

Þá kom að ummælum ársins er Stefán Jóhann dró kjósendur inn í spillingarumræðuna og sagði:

Jafnvel kjósendur eru farnir að samsama sig þessu [spillingunni]. Eiga ekki von á neinu öðru og eru jafnvel að taka þátt í að leika eftir leikreglum spillingarinnar, til dæmis að kjósa tóma vitleysu.

Enginn af viðmælendum í þættinum hváði við. Stjórnandinn Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, lét eins og það væru bara viðurkennd sannindi að fólk kysi tóma vitleysu. Raunar er það svo að hann rökræðir aldrei við viðmælendur sína, hversu heimskuleg orð eða tvíræð þeir láta út út sér.

Auðvitað vilja sumir halda því fram að kjósendur kunni ekki fótum sínum forráð, sérstaklega tapararnir.

Langflestir kusu til dæmis ekki Samfylkinguna í síðustu Alþingiskosningum. Var það vitleysa? Nærri því meirihluti fólks kaus Jón Gnarr og lið hans til valda í sveitastjórnarkosningunum fyrir rúmum fjórum árum. Var það vitleysa? Var það vitleysa að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Vinstri græna, Framsókn og aðra? Sum framboð ná ekki að koma manni að. Eru þessi framboð tóm vitleysa?

Fyrir hönd kjósenda er mér misboðið. Ég hef aldrei kosið „tóma vitleysu“ og ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert slíkt. Að vísu má halda því fram að fjölmargir kjósendur hafi síðar meir séð eftir vali sínu en það er allt annar handleggur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir að vekja athygli á þessum ummælum, Sigurður. Þegar virðingin fyrir lýðræðislegri niðurstöðu er ekki meira en þetta hjá fólki í trúnaðarstöðum í samfélaginu er ekki von til að traust á þeim aukist.

Páll Vilhjálmsson, 26.10.2014 kl. 12:36

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég varð dapur þegar ég hlustaði á þjóðníðið í morgun á Bylgjunni, var þá nær alveg sama hvert þeitta tjáði sig, Hlynsdóttirin, Tómas læknir eða Stefán Jónþ.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.10.2014 kl. 19:24

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Heyrði þetta ekki, en Stefán  hefur ekki verið talin lítillátur maður.   

Hrólfur Þ Hraundal, 26.10.2014 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband