Hvað í ósköpunum er að innan Samgöngustofu?

Sam­göngu­stofa gaf þau svör að eng­ar tak­mark­an­ir séu gefn­ar út fyr­ir flug­um­ferð nema fyr­ir­séð sé að gos sé að hefjast, eða ef gos er þegar hafið.

Þegar virtur vísindamaður eins og Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, sendir stjórnvöldum kurteislegt bréf með ákveðnum ábendingum er þeim ekki svarað eins og að ofan greinir í endursögn blaðamanns Morgunblaðsins.

Nær væri lagi að Samgöngustofa kallaði Pál Einarsson á fund og færi nákvæmlega í saumana á aðfinnslum hans og tæki síðan ákvörðun um næstu skref. Þau geta hins vegar aldrei verið á þann veg sem stofnunin hefur þó gefið út. Þvílíkt kæruleysi að halda hafa þá stefnu að ekkert verði gert fyrr en gosmökkurinn er kominn í loftið.

Svarið er slík ávirðing á Samgöngustofu að með réttu ætti innanríkisráðherra að kalla stjórnendur stofnunarinnar á teppið og lesa þeim pistilinn. Síðan á ráðherrann að fyrirskipa þeim að gera það sem hér að ofan greinir. 

Munum að Páll Einarsson, Jarðeðlisfræðistofnun, Veðurstofan og fleiri vinna framar öllu að því að vernda fólk gegn náttúruvá. Sé stefna Samgöngustofu einhver önnur en að gæta hagsmuna almennings þá er eitthvað að þarna innandyra. 


mbl.is Varasamt að fljúga yfir Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefur eitthvað verið að gerast í kringum Heklu?

Flugvélar eru oft í svo mikilli hæð og komast hratt yfir að það má mikið vera búið að ganga á áður en ég hefði áhyggjur af flugi yfir Heklu.

Jón Þórhallsson, 22.8.2014 kl. 17:00

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kannski ætti að banna allt flug nema á undan fari maður með rautt flagg og flautu, sem hringir í Pál á 10 mínútna fresti.

Hörður Þórðarson, 22.8.2014 kl. 17:09

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"Þesssu er auðvelt að breyta með því að færa flug­leiðina yfir Heklu um 10 km sunnar eða norðar, þannig að hún liggi ekki yfir topp fjallsins".

Þetta skrifar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við HÍ í bréfinu til Samgöngustofu.

Þetta er ekki mjög flókið og ættu starfsmenn Samgöngustofu að skilja hvað átt er við. Það ætti að vera einfalt að sjá til þess að flugumferð sé hliðrað örlítið. 

Ég furðaði mig á kjánalegu svari Samgöngustofu þegar ég las fréttina fyrr í dag. Eitthvað er að.  

Ágúst H Bjarnason, 22.8.2014 kl. 17:34

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hér vantar útskýringu á hver er hin raunverulega ástæða þess að flogið er yfir Heklu. Það hefði mátt koma því að í fréttinni eða með umfjöllum alltumflug.is.

Þegar flugleið flugvéla í alþjóðaflugi er reiknuð út er notast við stöðumið (waypoints). Ef ekki eru til skilgreind stöðumið, hverra staðsetning er útgefin á kortum og gagnagrunnum flugvéla flugrekendum og öðrum til leiðbeningar við val flugleiðar, er oft miðað við stöðumið þar sem lengdar-og breiddarbaugar skarast á heilum tölum, t.d. 63N10W er 63 gráður norður, 10 gráður vestur. Oftast breyta flugvélar um stefnu á svona punktum og þess vegna eru þeir notaðir við leiðarútreikning flugsins. Hekla stendur nánast á einum svona punkti, 64 gráðum norður og 20 vestur, en sá punktur er um 15 km beint vestur af Heklu.

Þetta snýst því ekki alveg um að færa bara einhverja leið 10 km norður eða suður fyrir Heklu, heldur þyrfti mögulega að banna notkun þessa stöðumiðs 64N20W og þar með flug yfir Heklu árið um kring.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.8.2014 kl. 18:06

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Þesssu er auðvelt að breyta með því að færa flug­leiðina yfir Heklu um 10 km sunnar eða norðar, þannig að hún liggi ekki yfir topp fjallsins".

 Staðreyndin er sú að í þotu flughæð er vindurinn oft 200 km á klukkustund og þaðan af meiri. Ef Hekla gysi þannig að mökkurinn færi upp í þotu flughæð eru 10km til eða frá sama og ekki neitt, og að vera að tala um svoleiðis stærð lýsir engu öðru en vanþekkingu á vandamálinu. 

Að öllu jöfnu væri sennilega öruggara að fljúga beint yfir fjallið en í 10km fjárlægð frá því, auðvitað allt eftir því hvernig háloftavindurinn blæs. 

Að færa flugleiðina 10km til eða frá er alveg tilgangslaust. 

Ég held að Páll ætti að láta þá sem hafa atvinnu af að sinna þessum málum halda áfram að sinna þeim í friði. Ég veit ekki betur en að þeir sem sinna þessu á Íslandi standi sig mjög vel og séu í fararbroddi á heimsvísu.

Hörður Þórðarson, 22.8.2014 kl. 18:38

6 identicon

Gosmekkir eru hlaðinir efnisögnum þannig að ratsjárendurkast frá þeim er miklu meira en td frá háreistum óverðurs skýjum, það eru nánast engar líkur á því að flugmenn sæu ekki gosmökk í  veðurradarnum hjá sér, og ef þetta er að degi til þá myndu flugmenn einfaldlega sjá mökkinn með berum augum þessar vélar sem eru í farflugi hér yfir eru hátt fyrir ofan veður því ekki ský sem myndu byrgja þeim sýn í björtu, og áður en gosmökkur næði upp í farflughæðir hér yfir þá myndi þegar vera búið að sjá hann á ratsjám flumálstjórnar.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.8.2014 kl. 18:53

7 Smámynd: Hvumpinn

Páll er virtur vísindamaður, en eins og Erlingur, Hörður og Kristján benda á er hann úti á túni í þessari umræðu. Vegna vanþekkingar. Slík vanþekking vísindamanna varð m.a. til þess að dag einn í gosinu 2010 þegar var heiðskírt og 100 hnúta vindur úr hánorðri fór mökkurinn kannski 500 fet uppúr fjallinu og svo vinkilbeygju til suðurs útá haf.

Flugvélum var hinsvegar beint 60 sjómílum norður fyrir fjallið! Hreinn kjánagangur.

Hvumpinn, 22.8.2014 kl. 19:54

8 Smámynd: Teitur Haraldsson

Páll talar af vanþekkingu og ekkert að því.

MBL talar af æsifréttamennsku og til að selja.

Slatti að því.

Teitur Haraldsson, 23.8.2014 kl. 00:21

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hér er ekki verið að ræða um gos, eða hraða flugvéla.  Heldur furðu fyrirbærið samgöngustofu, sem tók við af steingeldri siglingamálastofnun og sýnist í engu frjórri.  Ekki væri verra að vitringar um gosmekki og hraða flugvéla kyntu sér málið.         

  

  

Hrólfur Þ Hraundal, 23.8.2014 kl. 00:54

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð grein Sigurður. Páll er vissulega einn af okkar virtustu vísindamönnum og fásinna að taka ekki það sem hann leggur til til athugunar, hið minnsta. Undarleg eru því viðbrögð Samgöngustofu. Lömuðu Innanríkisráðuneytinu er hinsvegar nokkur vorkunn, grípi það ekki inní.

Það má spyrja sig af hverju þeir, sem hafa hér að ofan lýst yfir yfirmáta þekkingu á málefninu umfram Pál, gefa sig ekki fram við yfirvöld og bjóða fram þjónustu sína? Hér er jú, grínlaust, verið að fjalla um öryggi fólks. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2014 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband