Dagur lofar að byggja leiguíbúðir fyrir 75 milljarða króna

Loforð Samfylkingarinnar kostar ekki undir 75 þúsund milljónum króna miðað við að hver íbúð kosti að meðaltali 25 milljónir króna í byggingu. Þetta jafngildir öllum fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar í liðlega sex ár eða útsvarstekjum í eitt ár og sex mánuði betur. 
 
Þetta segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður, í afar fróðlegri grein í Morgunblaði dagsins, þar sem hann vekur athygli á að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, lofar að byggja 3000 íbúðir í borginni á næsta kjörtímabili. T
 
akið eftir að þessi Dagur kemur úr sama flokki og stýrði ríkisstjórn sem gerði ekkert fyrir heimilin í landinu eftir hrunið en bjargaði skuldum þeirra á eftirminnilegan hátt en lét eignir þeirra blæða út. Sá sami flokkur hatast við núverandi ríkisstjórn sem þó er að gera við þann forsendubrest sem varð í hruninu ... fyrir fimm árum ...! Rök Dags og félaga hans á þingi eru að ekki séu til peningar til að gera þetta. Samt ætlar hann að galdra fram sömu fjárhæð, 75 milljarða króna til að byggja bæjarblokkir fyrir okkur leigjendur.
 
Og Óli Björn segir í niðurlagi greinar sinnar: 
 
Reykvískt heimili þar sem mánaðartekjurnar eru alls 700 þúsund krónur mun að óbreyttu greiða 4,9 milljónir króna í útsvar á næsta kjörtímabili. Á sama tíma mun fjölskylda, með sömu laun en búsett í sveitarfélagi sem leggur á lægsta útsvarið, greiða tæplega 698 þúsund krónum lægri fjárhæð.
 
Með öðrum orðum: Fjölskyldan í Reykjavík þarf að horfa á bak heilum mánaðarlaunum á næstu fjórum árum. 
 
Óli Björn ræðir hér aðeins um skattahugmyndir vinstri manna í borgarstjórn. Hann nefnir ekki að núverandi borgarstjórnarmeirihluti ætlar hann að gera upptækar eignir borgarbú samkvæmt skipulagstillögum þessa liðs. Í þokkabót á svo að stórminnka grænu svæði. Skoðið bara skipulagstillögur um Hjarðarhaga og Suðurlandsbraut, svo eitthvað sé nefnt. Eða blokkirnar sem Dagur og félagar ætla að byggja ofan í lágreista bygg í Skerjafirði.
 
Er hægt að treysta svona liði fyrir borginni okkar? Hefur ekki verið nóg um skemmdarverk núverandi borgarstjórnarmeirihluta á borginni? Lítum bara í kringum okkur. 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband