Þjóðaratkvæði um aðild - EKKI um viðræður

Sjaldnast verður friður um eitt eða neitt í íslenskri pólitík. Þó er til einhvers vinnandi að koma þessu leiðinda ESB máli út af borðinu með því að kjósa um það í eitt skipti fyrir öll. Síðasta ríkisstjórn heyktist á því og nú gefa stuðningsmenn hennar út þá yfirlýsingu að það tíðkist ekki að gefa út yfirlýsingu í formi þjóðaratkvæðis um aðild.

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, er svo vel að sér í ESB fræðunum að hann heldur að hægt sé að kjósa um samning. Guðmundur er ekki læs eða þá að hann hefur ekki kynnt sér reglur ESB um aðildarumsókn.

Samkvæmt reglum ESB þá sækir land um aðild og venjulega er það óafturkræf ákvörðun. Ekkert land hefur hætt við aðild síðan reglum sambandsins var breytt. Þegar ríki hefur sótt um aðild tekur við aðlögun. 

Í því er samningurinn fólginn að aðlögunarviðræðunum er skipt í 35 kafla. Þeir sem taka meðal annars á fiskveiðum, landbúnað, flutningum, orkumálum o.s.frv. Þegar kafli er opnaður hefjast viðræður um efni hans og aðildarríkið þarf að sýna á skýran og skilmerkilegan hátt hvort að það hafi tekið upp kröfur ESB sem um ræðir í hverjum eða hvernig það ætli að gera það. Þetta er samningurinn og það þarf varla gleraugu til að átta sig á því undir hvað umsóknarríki þarf að gangast til að komast inn í ESB. Bara að skoða þessi 35 kafla.

Vissulega eru til undantekningar frá þessum köflum en þær eru allar til bráðabirgða því annars þyrfti að breyta stjórnarskrá ESB, Lissabonsáttmálanum. Dettur einhverjum í hug að 300.000 manna þjóð geti fengið heila álfu til að breyta til dæmis sjávarútvegsstefnu sinni eða landbúnaðarmálum? Nei, enda sótti Ísland um aðild að ESB en ekki öfugt.

Jú, margt er vinnandi til að koma þessu leiðinlega máli út úr íslenskri pólitík. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að við eigum að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina, rétt eins og síðasta ríkisstjórn átti að gera en þorði ekki.

Tilgangslaust er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald „samningaviðræðna“ enda eru aungvar slíkar í gangi. Um er að ræða aðlögunarviðræður og það er nákvæmlega það sem ESB ríkin vilja. Væri ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna við ESB myndi það þýða að ríkið ætti að ganga í ESB vegna þess að út á það ganga aðlögunarviðræðurnar.  


mbl.is ESB er og verður deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál er bara lifandi að því að núverandi stjórn leyfir því að lifa. Síðasta stjórn ákvað að segja "við förum bara þarna inn að því að við segjum það", og þá á núverandi stjórn að segja "við förum ekki þangað inn að því að við segjum það".

Það að eitthverjir grenjandi vinstrimenn í samfó og BF heimti ESB aðild er ekki það sama og að málið sé lifandi. Fyrir mér er bara hægt að tala um lifandi mál þegar að málið er þess eðlis að það séu raunverulegar líkur að eitthvað verði úr málinu. Þar sem að núverandi stjórn og bæði stærstu og flestir flokkar íslands vilja ekki í ESB að þá er enginn ástæða til þess að gera ráð fyrir því að við séum á leiðinni þangað.

Svo er það líka annað: Heldur þú að þetta fólk hætti að væla þótt svo að það yrði kosið um þetta og fólk segði nei? Vælið og hrokinn í þessum fólki er slíkur að það myndi bara finna nýjar afsakanir eða forsendur fyrir ESB aðild. "Við skulum bara bíða aðeins og reyna aftur seinna" eða eitthvað alíka. 

Það skiptir mig bara einn hlutur máli: Vill núverandi stjórn ESB aðild? Svarið er nei, þannig að við þurfum ekkert að óttast með það að við séum að fara þangað. ESB liðið hefur vissulega hátt en það hafa margir háa rödd án þess að hafa eitthver raunveruleg áhrif eða völd.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 17:18

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þetta er allt meira og minna rétt hjá þér utan lokaorðin, þar sem aðild er borin undir þjóðaratkvæði, sem hefur eðli málsins samkvæmt síðasta orðið.

Hins vegar er það einfaldlega þannig að meirihluti þjóðarinnar, sem og helstu samtök atvinnulífs og vinnumarkaðar vilja halda áfram með viðræðurnar. Hvað sem mönnum finnst um þetta evrópusamband þá Það ber vott um pólitískt hugleysi að reyna nú, með öllum ráðum, að hundsa þennan vilja.

Staðreyndin er nefnilega sú að þetta mál þarf að klára og héðan af verður það aðeins gert með því að ljúka viðræðum og kjósa um ingöngu.

Haraldur Rafn Ingvason, 14.1.2014 kl. 18:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sveinn ég er algjörlega sammála þér. þessir aðildarsinnar eru að þreyta mannskapinn ,taktur sem þeir hafa áður notað. Ættum að þekkja það og muna hvernig ráðandi fjölmiðlasamsteypa nýtti tímabundna yfirburði sína til að rakka Sjálfstæðisflokkinn og embættismenn hans. " Við förum ekki þangað inn, af því að við segjum það”.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2014 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband