Vigdís Hauksdóttir gerir ríkisstjórninni meira ógagn en gagn

Vart er hægt að hugsa sér óheppilegri talsmann ríkisstjórnarinnar en formann fjárlaganefndar og þingmann Framsóknarflokksins, Vigdísi Hauksdóttur. Í nær hvert sinn sem Vigdís tjáir sig í fjölmiðlum gerir hún ríkisstjórninni meira ógagn en gagn.

Þetta er alveg hárrétt hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. Í Pistli dagsins í Morgunblaðinu í morgun ræðir hún um Vigdísi Hauksdóttur. Margir telja hana skeleggan talsmann Framsóknarflokksins, aðrir eru einfaldlega gáttaðir á konunni og að hún skuli gangast upp við neikvæða gagnrýni. Eitthvað er hún að misskilja.

Kolbrún er raunar afar kurteis í pistli sínum og segir í raun ekkert meira en það sem hugsandi fólk veltir fyrir sér og það án nokkurra sleggjudóma:

Vigdís hefur svo oft komið sér í vanda með ummælum sínum að flestir í hennar sporum hefðu lækkað í sér og reynt að temja sér hófsamari málflutning. En Vigdísi virðist vera það um megn. Hún heldur áfram að skaða ímynd og trúverðugleika Framsóknarflokksins. Nýlega talaði hún eins og það sé í grundvallaratriðum rangt að bótakerfi sé sterkt og hún virðist ekki heldur sérlega hrifin af öflugri þróunaraðstoð. Það eru einungis vegavilltir vinstriflokkar sem fylgja slíkri stefnu að hennar mati.

Mér er eiginlega nokk sama um trúverðugleika Framsóknarflokksins, um það snýst ekki málið, en fólk þarf að kunna sér hóf, skiptir engu um hvern er verið að ræða. Vígdís skaðar Framsóknarflokkinn rétt eins og til dæmis Björn Valur Gíslason skaðar Vinstri græna.

Fólk sem er í opinberum stöðum ber einfaldlega skylda til að gæta hófs í umræðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held þvert á móti að Vigdís sé ríkisstjórnarinnar fínasti pappír.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2013 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband