Þakka ber Gísla Marteini fyrir störf hans

Alltaf hefur mér fundist undarlegt hversu margir vilja glefsa í Gísla Martein Baldurson, fráfarandi borgarfulltrúa. Ekki þekki ég manninn persónulega en hann kemur mér fyrir sjónir sem heiðarlegur og málefnalegur maður, einstaklega geðugur og prúður í framgöngu. Hælbítarnir eru margir og þeir ráðast oftast á gott fólk vegna þess að það ber sjaldnast hönd fyrir höfuð sér.

Ekki hef ég alltaf verið sammála Gísla Marteini. Er til dæmis á öndverðum meiði við hann í flugvallarmálinu og aðalskipulagi Reykjavíkur. Það breytir hins vegar ekki skoðun minni á manninum og síst af öllum geri ég lítið úr honum.

Sem borgarfulltrúi hefur hann staðið sig vel þó ég kvarti hástöfum undan því hversu hann og fleiri borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið slakir í að berjast gegn meirihlutanum í borginni, gefið honum meiri slaka og velvild heldur en hann á nokkru sinni skilið.

Að leiðarlokum er hins vegar við hæfi að þakka Gísla Martein fyrir störf sín fyrir Sjálfstæðisflokkinn og borgarbúa og óska honum velfarnaðar í Ríkisútvarpinu þar sem hann þekki vel til. 


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég kann ekkert illa við Gísla Martein og er sammála þér, hann er harður baráttumaður fyrir sínum hugsjónum og mikill eldhugi.

En ég er á öndverðum meiði við hann í ýmsum málum.

Maður hlýtur að geta metið fólk af verðleikum. Ég er algerlega ósammála Ingibjörgu Sólrúnu í borgarmálunum og hún gladdi mig lítið í sinni borgarstjóratíð. Enda er hún til vinstri og ég til hægri.

Það breytir því ekki að hún er einn öflugasti stjórnmálamaður sem Ísland hefur alið, það var kraftaverk að halda saman þremur vinstri flokkum í tóf ár samfleytt og hún hafði greinilega góð tök á flokknum sem formaður. Það sást hvernig allt leystist upp í vitleysu þegar hún veiktist.

Ég ber virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, hún er heiðarleg hrein og bein, en hennar pólitík hugnast mér ekki.

Ég er þó á sömu línu og Gísli Marteinn þótt við séum ósammála í flugvallarmálinu og að vissu leiti í samgöngumálum. Hann á eftir að standa sig vel í sjónvarpinu.

Jón Ríkharðsson, 25.9.2013 kl. 21:06

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir þetta, félagi. Maður metur fólk fyrst og fremst af þeim verðleikum sem það býr yfir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.9.2013 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband