Er jökuláin kaldari en sú blátćra?

920709-170
Loksins ţig ég ţekki, fljóđ!
ţvílíkt hjarta ég aldrei sá:
ţađ er heitt sem Heklu-glóđ,
heljarkalt sem Jökulsá.
 
Svona orti Guđmundur Guđmundsson (187-1919) sem hafđi viđurnefniđ skólaskáld, en Halldór Blöndal nefnir hann í ţeim skemmtilega dálki sem nefnist Vísnahorn og má finna daglega í Morgunblađinu en ţar eru í dag birt ljóđ og vísur eftir Guđmund.
 
Ekki ćtlađi ég ađ fjalla um ljóđ ađ ţessu sinni enda ţótt ţau séu mér ávalt hugstćđ enda varla til sú listgrein sem er henni fegurri.
 
920709-33
Margar árnar og fljótin hef ég vađiđ á ferđalögum mínum um landiđ og yfirleitt alltaf formćlt ţeim farartálmum vegna ţess hversu kulsćkinn ég er á fótum. Ţađ lagađist um leiđ og ég komst yfir forláta „sokka“ eins og brimbrettafólk notar. Fyrir vikiđ get ég vađiđ ţvers og kruss án ţess ađ finna fyrir kulda.
 
Hins vegar fannst mér yfirleitt blátćru árnar oftast miklu kaldari og verri viđureignar en jökulárnar. Og ég held ađ ţetta sé óumdeilanlegt.
 
Jökuláin er gruggug og vitneskjan um ađ hún komi úr jökli er kuldaleg stađreynd en ekki endilega raunveruleg. Tćr dragá eđa lindá er yfirleitt skítköld nema ţćr séu ţeim mun grynnri og rennsliđ hćgt. Ef til vill er ástćđan sú ađ gruggiđ í jökulám dregur í sig sólarljósiđ og hitna ţannig fyrr en tćrt vatniđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Ţorgeir Magnússon

Vćntanlega kemur tvennt til.  Bćđi ţađ ađ gruggiđ drekkur í sig sólarljós og auk ţess getur núningur milli leiragna í vatninu valdiđ hitun.  Mín reynsla er líka sú ađ miklu kaldara er ađ vađa yfir blávatnsá en jökulá.

Kristján Ţorgeir Magnússon, 28.8.2013 kl. 09:25

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Takk fyrir ţetta, Kristján. Gaman ađ bera saman reynslu.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 28.8.2013 kl. 10:02

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ein ástćđa fyrir ţví hve jökulár geta veriđ heitari en lindár getur veriđ ađ jökuláin kemur oft úr stöđuvatni og hefur ţví lengi veriđ í snertingu viđ hlýtt loftiđ.  Sem dćmi má nefna Hvítá í Árnessýslu sem kemur úr Hvítárvatni, Hagavatni og Sandvatni. Hvítá er alls ekki mjög köld ađ sumri til.

Tungufljót er ţar skammt fyrir vestan og kemur nú eingöngu úr lindum, en áin heitir Ásbrandá uppi á heiđinni. Tungufljótiđ er mun kaldara en Hvítá finnst mér.

Almenningsá kemur úr lindum í Haukadal og er örskammt fyrir vestan Tungufljót.  Hún er fjandi köld og bítur vel í berfćtta fćturna ţegar vađiđ er yfir hana. Ég hef tvisvar mćlt hitastigiđ í ánni (nokkurn vegin á móts viđ Geysi, etv 3 km frá upptökum árinnar) og var ţađ 1-2 gráđur í miklu frosti, en ekki nema 6 gráđur eitt sinn ţegar lofthitinn var farinn ađ nálgast 30 gráđur, sem er óvenjulegt. Ég hef aldrei séđ ís á Almenningsá.

 

Ágúst H Bjarnason, 28.8.2013 kl. 15:49

4 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ţú ţekkir ţig nú vel á ţessu svćđi, Ágúst en ég afar lítiđ. Hef ţó komiđ á ţessar slóđir oft en skođađ minna en ég vildi. Ég óđ Sandá í gamla daga og ţótti hún ekki vandamál ţó svo ađ hún nćđi í um mitti viđ gamla vađiđ viđ Kjalveg.

Einu sinni sigldum viđ tveir félagar á kajökum á Almenningsá fyrir neđan Geysi og hvolfdum ţessum heimatilbúnu fleyjum okkar og var áin ísköld, viđ vorum ađ drepast er viđ skreiddumst upp úr.

Vissi ekki ađ Tungufljót heitir Ásbrandsá uppi á heiđi.

Á heitum sumardegi, eftir ađ hafa gengiđ á Bjarnarfell, stungum viđ okkur í hyl á Laugaá, rétt viđ veginn. Hún er blátćr en ísköld, meira sjokkerandi ađ stökkva út í en svalandi.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 28.8.2013 kl. 16:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband