Alþingi afturkalli ESB umsóknina

Því er haldið fram að þingið þurfi ekki að afturkalla umsókn að Evrópusambandinu sem síðasta ríkisstjórn fékk samþykkta í júlí 2009. Eflaust má færa rök fyrir því að svo sé. Hitt er hreinlegra og skýrara að þingið samþykki einfaldlega nýja ályktun sem kveði á um að ríkisstjórninni sé heimilt að draga umsókn að ESB til baka.

Að þessu leiti er ég sammála Jóni Bjarnasyni, fyrrum þingmanni og ráðherra sem segir í grein í Morgunblaðinu í morgun:

Ég tel þó að eðlilegast að alþingi afturkalli ESB-umsóknina formlega, annars hangir hún eins og myllusteinn um hálsinn á ríkisstjórninni. Hún þarf að losna við þann stein sem fyrst og í eitt skipti fyrir öll. Ríkisstjórnin þarf að geta snúið sér að öðrum málum sem hún var kosin til eins og úrlausn skuldamála fjölda heimila og uppgjöri við kröfuhafa bankanna. 

Nóg er af verkefnunum svo ESB umsóknin sé ekki að flækjast fyrir. Ég er eindregið fylgjandi formlegri afgreiðslu þingsins á umsókninni þó ekki væri nema til þess að fólk hætti að ganga í grafgötum um málið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband