Stóri misskilningur Ara Trausta um ESB

Ari Trausti Guðmundsson, fyrrum forsetaframbjóðandi, veit ekki hvað felst í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hann ritað nokkuð langa grein og í lok hennar kemur fram vel orðaður misskilningur sem felst í því að viðræðurnar snúist um samning:

Ef þessari afstöðu er öfugt farið, meirihluti fólks vill ekki skoða aðildarsamning til að greiða um atkvæði (og er andsnúinn aðild að fyrra bragði), getur tveggja flokka stjórn, með ólíkan skilning á ákvæði í stjórnarsáttmála sínum í þessum efnum, andað léttar, líkt og meirihluti þjóðarinnar. Ella stefnir í óefni. 

Í sjálfu sér er það ágæt stefna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB. Hitt er annað hvort þekkingarleysi eða eitthvað enn verra að halda að viðræðurnar snúist um samning. Það gera þær ekki heldur eru til þeirra stofnað til að Íslendingar geti sýnt og sannað hvernig þeir hafa tekið upp eða ætla sér að taka upp lög, reglur og stjórnsýslu ESB.

Getum ekki sýnt fram á þetta með óyggjandi hætti munu ESB ríkin ekki samþykkja aðildina. Þau ætla sér nefnilega ekki að hleypa ríki inn í sambandið á öðrum forsendum en þau eru þar. Þess vegna er enginn samningur nema ef vera skyldi að ESB og aðildarríkin myndu vilja samþykkja einhverjar undanþágur, en þær verða aldrei annað en tímabundnar. Þetta er ástæðan fyrir því að viðræðurnar skiptast í 35 kafla eftir viðfangsefnum. Og hver skyldi hafa fundið upp þessar aðlögunarviðræður. Jú, auðvitað ESB.

Ari Trausti Guðmundsson er ekki einn um þennan misskilning að halda að um samningaviðræður sé að halda. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Spurning hvort að um valkvæðan misskilning sé að ræða hjá Ara Trausta?

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.8.2013 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband