Stjarnan var betra en KR í þessum leik

Varla er hægt að halda öðru fram með nokkurri sanngirni að Stjarnan hafi verið betra liðið í þessum undanúrslitaleik við KR. Munaði þó ekki miklu. Það sem gerði gæfumuninn að mínu mati er að Stjörnumenn voru duglegri, boltinn féll þeim í vil og KR-ingar voru alltof seinir að pressa á þá. Þeir léku boltanum vel á milli sín og KR-ingar voru bara sáttir við að liggja í vörn í stað þess að stjórna leiknum eins og við stuðningsmenn félagsins krefjumst.

Ég er þess fullviss að ekkert annað félag en Stjarnan geti veitt KR meiri keppni um Íslandsmeistarabikarinn. Og þeir síðarnefndu þurfa að girða sig í brók og taka nú á honum stóra sínum og ná titlinum. Liðið er afskaplega vel mannað en nær allir leikmenn þurfa að taka sig á. Þeir þurfa að byggja betur upp sóknir og framlína þarf að vera meira vakandi. Verst þykir mér uppgjöf margra leikmanna. Þeir hætta eftir að hafa tapað boltanum í návígi í stað þess að berjast eins og ljón og gefa aldrei neinum grið.

Ánægjulegt er að sjá nýjan mann í vörninni. Norðmaðurinn virðist vera góður og sendingar hans eru nákvæmar sem hefur ekki alltaf verið aðalsmerki varnarmanna KR. 


mbl.is Halti maðurinn hetjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vonandi girða þeir sig í brók. Vilji og hæfileikar eru til staðar, en vantar drápseðlið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.8.2013 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband