Maður er fastur með skylduáskrift að Ríkisútvarpinu

Nýlega var haft eftir fréttamanninum Boga Ágústssyni að hann hafi brugðist við gagnrýni á RÚV frá ritstjóra Morgunblaðsins með því að segja upp áskrift að Morgunblaðinu. Bogi skrifar af þessu tilefni: »Ég borga fólki ekki fyrir að skrifa lygaþvætting, óhróður og níð um mig, vinnufélaga og vinnustað.«

Bogi velur að stinga höfðinu í sandinn og lýsa vandlætingu sinni með því að segja upp áskrift að blaði sem hann getur hvort eð er lesið ókeypis í vinnunni.

Þessi viðbrögð Boga vekja spurninguna, hvað með okkur hin sem erum ósátt við vinnubrögð fréttastofu RÚV? Við viljum ekki frekar en Bogi borga fyrir »óhróður og níð« að ógleymdu bullinu og gildishlöðnum frásögnum frá svokölluðum »fréttaritara« RÚV í London.

Bogi Ágústsson getur sagt upp áskrift að Morgunblaðinu af því honum líkar ekki skoðanir blaðsins en þegar RÚV á í hlut erum við hin neydd með lögum til að greiða.

Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Ríkisútvarpið nokkuð harkalega. Ofangreind tilvitnun er úr grein Gunnlaugs (aukin greinaskil og feitletranir eru mínar). Mér finnst hann orða hugsun sína snilldarvel.

Staðreyndin er einfaldlega sú að það er siðferðilega rangt að krefjast þess að allir séu áskrifendur að Ríkisútvarpinu, jafnt þeir sem vilja nota það sem og hinir. Fólk á ekki einu sinni þess kost að spara og sleppa því að kaupa áskriftir að öllum fjölmiðlum. Maður er einfaldlega fastur í skylduáskrift að Ríkisútvarpinu, svona svipað eins og eigandi fyrirtækis í myndinni um Guðföðurinn. Í henni gerði Mafían manni nokkrum tilboð sem mátti ekki hafna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ekki ætla ég að færa rök fyrir skylduáskrift að ríkisútvapinu. En það sem var ástæða þessara orða Boga voru ekki skoðanir ritstjóra Morgunblaðsins heldur mjög svo óvægin og lágkúruleg atlaga hans að æru fréttamanns ríkisútvapsins í ritsjóarnargrein. Þar fór hann í ritstjórnargrein í kjölfar þeirrar atlögu Páls nokkurs bloggara sem réðst með lágkúrulegum hætti að orstýr umrædds fréttamanns RÚV þar sem hann hélt því fram að viðkomandi fréttamaður væri að falsa frétt með rangri þýðingu. En gallinn er sá að engin orðabók styður þessa atlögu Páls og Davíðs á umræddum fréttamanni heldur styðja þær allar þýðingu fréttamannsins. Látum vera að bloggari láti svona frá sér en að ritstjóri eins af stærstu dagblöðum landsins geri það segir meira um þann ritstjóra og blað hanns en umnræddan fréttamann RÚV.

Það er sorglegt að fyrrum stærsta og virtasta dagblað landsins skuli vera orðið að ómerkilegum áróðurspésa undir ritstjórn Davíðs Oddsonar.

Sigurður M Grétarsson, 24.7.2013 kl. 22:31

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Starfsmenn RÚV reyna hvað þeir geta að verja vígið.

Allir lesa þeir Mogga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2013 kl. 08:54

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég hugsa nú reyndar að allir sem starfa sem fréttamenn eða bara yfir höfuð við fjölmiðla fylgist með því hvað fram kemur í öðrum fjölmiðlum. Menn verða jú alltaf að fylgjast með samkeppnisaðilum. En það sem allir sjá sem ekki hafa viss gleraugu er að Mogginn er orðin að ómerkilegum áróðurspésa undir stjórn Davíðs Oddsonar.

Sigurður M Grétarsson, 25.7.2013 kl. 09:34

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nú eins og hvert annað bull. Hvaða áróður ertu að tala um? Komdu með dæmi um frétt í Morgunblaðinu sem er áróður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.7.2013 kl. 09:42

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður M., mörgum er í fersku minni þegar fréttastofa RÚV hvatti menn óspart til að segja áskrift að Mogga upp og las landslýð símanúmerið ítrekað í fréttatímum.

Mér þótti hin opinbera fréttastofa sína mikið pólitískt ofstæki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2013 kl. 10:10

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það má nú þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir svokallaðan nefskatti til RÚV.

Ef ég man rétt þá var það Kúlulánadrottningin (Þoergerður Katrín) sem stóð að því að nefskatturinn færi í gegnum þingið.

Kanski hefðu Sjálfstæðismenn gert rétt að setja í sjórnarsáttmálan skilyrði að afnema nefskattinn til RÚV?

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband