Klár kollur er góđ vöggugjöf

Sigurđur Bogi Sćvarsson, blađamađur á Morgunblađinu, ritar Pistil í blađ dagsins. Hann rćđir um nýútkomna skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis um Íbúđalánasjóđ og telur, eins og svo margir ađrir, ađ „mikiđ beri í millum skýrsluhöfunda og andmćlenda ţeirra og munurinn er raunar í stjarnfrćđilegum tölum“.

Og svo segir Sigurđur:

Hins vegar vekur athygli ađ ţegar leitađ er skýringa á ţessum hrakförum skuli rannsakendur fleyta kerlingar međ ódýrum frösum um hverskonar amlóđar hafi veriđ viđ stjórnvölinn. Ţeir hafi margir hverjir veriđ međ litla menntun en ein alvarlegasta feilnótan í ferilskrá ţeirra er sögđ sú ađ margir hafi á fyrri stigum haft afskipti af stjórnmálum. 

Og hann er ekki sammála skýrsluhöfundum og hefur ágćt rök fyrir skođun sinni ţegar hann segir: 

Ekkert vantađi uppá ađ ţjóđargćđingar ţeir sem stýrđu bönkunum fyrir hrun höfđu háskólamenntun af hćstu gráđu. Höfđu numiđ fjármálafrćđi í flottum skólum, urđu ţannig gjaldgengir í allskonar fínimannafélög og flestir vegir fćrir. Eđa svo töldum viđ. Lukkuriddarar ţessir voru líka međ tiltölulega hreina áru og höfđu lítiđ gefiđ sig ađ stjórnmálum sem ţótti óneitanlega mikill kostur. Og rétt eins og Ólafur Liljurós riđu stertimennin međ björgum fram, brimandi af sjálftrausti, spenntu bogann í botn og húrruđu svo fram af hengifluginu svo úr urđu einhver stćrstu gjaldţrot heimssögunnar. Skýringarnar á ţví eru í sjálfu sér margar, en í meginatriđum ađ bankastjórnendurna skorti kannski skynsemi, hógvćrđ og búhyggindi sem ég veit ekki til ađ sé kennd í háskólum. Grćđgin fór alveg međ ţessa gauka og marga fleiri, sem ţó áttu langa skólagöngu ađ baki.

Í niđurlagi Pistilsins orđar Sigurđur Bogi hugsun sína svo einstaklega vel er hann segir:

Gleymum samt ekki ađ klár kollur, góđ félagsfćrni, umhverfislćsi, tilfinningagreind og styrkur til ađ halda vel á sínum spilum er góđ vöggugjöf. Ţá hćfileika skortir marga sem komast hafa langt í krafti prófgráđa. Fyrir vikiđ finnst mér umrćđa um skóla- og menntamál Íslendinga ađ sumu leyti á hálfgerđum villigötum. 

Vissulega er ţetta rétt og nefna má ađ til dćmis vinnumiđlanir eins og Capacent, Hagavangur og fleiri gera ekkert í ţví ađ kynnast umsćkjendum um störf. Ţćr byggja alfariđ á prófgráđum. Ţví fleiri og fínni ţví betra ađ ţeirra mati. Ţessi fyrirtćki líta alfariđ framhjá skapandi hugsun, félagsfćrni og drifkrafti.

Ég ţekki fjölda manns sem hefur ekkert annađ en grunnskólamenntun en reka fyrirtćki af slíkri getu ađ doktorar og rekstrahagfrćđingar gćtu ekki gert betur. Sem betur fer byggir atvinnulíf landsins ekki eingöngu á skólamenntun heldur líka menntun sem fćst ađeins í skóla lífsins. Ţess vegna er fyrirsögnin á Pistli Sigurđar Boga hárrétt enda fć ég hana hér ađ láni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband