Sjokkerandi að Guðbjartur sé í sjokki

Menn fengu umvörpum sjokk þegar Guðbjartur Hannesson fyrrverandi velferðaráðherra, lofaði forstjóra Landsspítalans launahækkun svo sá síðarnefndi gæti stundað skurðlækningar á vinnutímanum, það er þeim tíma sem sá átti að sinna forstjórastörfum.

Afleiðingarnar urðu þær að allar starfsstéttir á Landspítalanum vildu launahækkun og enn er ekki ljóst hvernig málið endar. Ráðherratíð Guðbjarts er á enda. Við tekur sjokk ofan á annað sjokk. Fyrst maðurinn er svona einstaklega viðkvæmur ætti hann að leita sér aðstoðar á Landspítalanum, þar er gott starfsfólk sem fer ekki í manngreinarálit.

Já, ansi sniðugt, hjá Guðbjarti að tengja saman tannlækningar barna og veiðileyfagjaldið. Skrýtið að hann skuldi ekki tengja þær við sólskinsstundir í júní.

Það er hins vegar allt á sömu bókina lært hjá þessum fyrrverandi ráðherrum og þingmönnum vinstra liðsins. Þeir eru ekki fyrr komnir í stjórnarandstöðu er þeir hafa ráð undir rifi hverju. Verst er þá ef því fylgir sjokk. Persónulega finnst mér ákaflega sjokkerandi að Guðbjartur sé í sjokki. 


mbl.is „Ég er í sjokki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með þér Sigurður og Guðbjartur má vita að þjóðinni er létt að hann sjálfur og hans ríkistjórn er farin frá völdum og er þjóðin óðum að byrja að jafna sig eftir viðvarandi fjögurra ára sjokk. Fyrrverandi stjórnarliðar ættu að hafa vit á a segja sem minnst eftir að hafa sannað óhæfni sína.

Sólbjörg, 14.6.2013 kl. 11:15

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

  Þegar ég sá þessa fyrirsögn yfir ummælum Guðbjarts frænda, fannst mér hann býsna djarfur, enda hélt ég að hann væri með kveisu yfir framgöngu keppinauts síns til formennsku í Samfylkingunni. Árni Páll hefur sýnt það sem kalla má klikkaða takta í ræðustól Alþingis, en þar að auki er hann ótrúlega óorðheppinn. Ef ég væri hann myndi ég segja helmingi minna og yfirvega það sem ég segi, leika allt annað leikrit en hann gerir. Og nú kemur ný fygiskönnun - Samfylkingin hrapar áfram ...

Herbert Guðmundsson, 14.6.2013 kl. 11:17

3 Smámynd: Sandy

Persónulega er ég sammála Guðbjarti aldrei þessu vant og er alveg í algeru sjokki vegna þess að ég er öryrki og það bendir allt til þess að ekki séu til aurar til að skila okkur þeim peningum sem flokkur Guðbjartar hirti af okkur, og eins og Árni Páll sagði á ÍNN að það væri fljótlegast að nálgast þá peninga.Ég er þeirrar skoðunar að ef ekki eru til peningar til að fara strax í að leiðrétta þá ömurlegu stöðu sem almenningur er í, ættu þeir þess vegna ekki að fella út skattinn. Mörg útgerðarfyrirtæki eru búin að fá miljarða í afskriftir og ættu að geta borgað hærri skatt. Ekkert getur afsakað það að svíkja eða draga úr þeim loforðum.

Sandy, 14.6.2013 kl. 11:23

4 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Alveg er mér sama, ef Guðbjartur er í sjokki.

Hann veit þá hvernig þjóðini leið í 4 ár !

Birgir Örn Guðjónsson, 14.6.2013 kl. 12:59

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem er mest sjokkerandi af "afrekum" Guðbjarts er hið svokallaða "neysluviðmið".

Þar var efnilega tíðlega tekið fram að 80% lágmark neysluviðmiðs væri í raun lágmarksframfærsla.

Aftur á móti "tókst" þó að finna út annað viðmið .... fyrir skuldara, sem var síðan aðeins um 65% af 80% viðmiðinu og því 35% undir áðurreiknaðri lágmarksframfærslu.

Síðan "tókst" líka að finna annað lágmarksviðmið sem var ennþá lægra.... svona eins og verð hafi hjaðnað frá fyrsta viðmiðinu.... sem þau hafa alls ekki, heldur þvert á móti hefur verið 4-5% verðbólga allan tímann og verð því alment hækkað um 10-12% frá upprunalega viðmiðinu.

Óskar Guðmundsson, 14.6.2013 kl. 13:08

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nú eins og brandari, Óskar. Raunar lélegur brandari. Greinilegt er að fáir sakna Guðbjarts, öllum er létt eins og Sólbjörg segir. Ég skil annars vel það sem Sandy segir, en markmiðið er ekki að stækka kökuna ekki að ráðast á smásálarlega skiptinu hennar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.6.2013 kl. 13:13

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það endar vonandi með því, að sálfræðiþjónusta, (sem kostar c.a. 10.000 krónur tíminn), verði niðurgreiddur af hinni svokölluðu Tryggingarstofnun.

Sjokk getur haft alvarlegar, dýrar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ef fólk fær ekki nauðsynlega áfallahjálp strax.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2013 kl. 13:41

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Aumingja Guðbjartur kallinn að vera enn í sjokki yfir þessu sögulega afhroði Samfylkingarinnar í síðustu kosningum.

Verst að hann eða þau klóra sér enn í hausnum og sjá hvorki né skilja afhverju ?

Gunnlaugur I., 14.6.2013 kl. 16:05

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðbjartur Hannesson er góður maður, alltof góður fyrir Samfylkingu. Því miður valdi hann þá leið að fara að skipta sér af landsmálapólitík, sennilega einhver stæðstu mistök sem hann hefur gert um ævina. Hann er einfaldlega of góð persóna til að kasta sér út á þann vettvang.

Það er því kannski von að hugur Guðbjartar sé viðkvæmur, nú þegar hver ósigurinn af öðrum á þessum vettvangi hellist yfir hann og það ekkert smá ósigrar.

Vilji Guðbjartar er alveg örugglega til að hjálpa þeim sem verst standa, en getan til að framkvæma þann vilja virtist ekki vera til staðar, meðan hann hafði völd. Það er sjokkerandi að verða fyrir slíkri lífsreynnslu.

Óprútnir menn innan Samfylkingar töldu honum trú um að hann gæti orðið formaður flokksins. Floksfélagar völdu frekar refinn til þess starfs. Slík lífsreynnsla hlýtur að vera sjokkerandi.

Nú fyrstu daga Alþingis hefur Guðbjartur verið í sjokki, enda kominn í stjórnarandstöðu. Hann sjokkerast yfir því að lækka skuli álögur á fyrirtækii og fólk, hann sjokkerast yfir því að hjálpa skuli heimilum landsins. Sennilega mun stæðsta sjokkið koma þegar hann áttar sig á að núverandi ríkisstjórn er að framkvæma það sem hann sjálfur vildi gert hafa, en hafði ekki dug til.

Guðbjartur Hannesson er á rangri hillu í þjóðfélaginu, Gæðablóð eins og hann á ekkert erindi innanum þá pólitísku refi sem stjórna Samfylkingunni.

Gunnar Heiðarsson, 14.6.2013 kl. 20:50

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er alveg sammála þér, Gunnar, eins og svo oft áður. Hinum bestu mönnum er oft mislagðar hendur í þeim verkefnum sem þeir taka að sér. Staðreyndin er hins vegar sú að við þurfum gott fólk í stjórn landsins, jafnvel gæðablóð. Hins vegar mótast fólk oft af umhverfi sínu. Kann að vera að það sé vandi Guðbjarts.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.6.2013 kl. 20:56

11 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég, eins og Guðbjartur, er í sjokki. Mitt sjokk kom um leið og ég vissi hvaða flokkar fengju að ráðskast með okkur næsta kjörtímabil. Guð hjálpi Íslandi!

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 14.6.2013 kl. 21:39

12 Smámynd: rhansen

Er slett sama um sjokk Guðbjarts en hefði þegið eins og fl að sleppa við öll sjokkin af hans völdum og Árni Páll er bara ekki i lagi ef hann ætlar að halda áfam að tafsa sina rullu áfram ,,,en sjokkinu lettir af öryrkjum og eldri borgurum með haust -þingi ,það er búið að marg segja og það verður ekki svikið !!

rhansen, 14.6.2013 kl. 23:38

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er mjög sérstök tilfinning að vera sammála að ég held ÖLLU sem sagt er hér að ofan að frátaldri Önnu Dóru sem á bara bágt. Verst hvað það er mikið. Þakka fyrir mig og fæ að ræna sumum af ummælunum hér að ofan. Þi eruð búin að bjarga helginni hjá mér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.6.2013 kl. 14:41

14 Smámynd: Sólbjörg

Anna Dóra, þar sem þú biður Guð að hjálpa Islandi er gaman að upplýsa þig að þú hefur verið bænheyrð "Guð" er að hjálpa Íslandi, fylgstu með n.k. mánuði og þakkaðu hverjum sem þú kýst að þakka. :-)

Sólbjörg, 15.6.2013 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband