Sífellt væl út af veðrinu

SkagaströndÞetta er nú meiri vællinn í landsmönnum út af veðrinu. Sumarið er löngu komið og það er ekkert að veðri, jafnvel þó hann rigni og þoka sé niður á lægstu þúfur. Sumarið helst í hendur við stöðu landins á hnettinum. Hver í ósköpunum hefur sagt að hér eigi að vera sól og blíða upp á hvern einasta dag og hitinn hátt í þrjátíu gráður?

Sko, góður maður sagði að að fjöll væru ekki brött heldur mismunandi flöt. Sama er með veðrið. Það er ekkert til sem heitir gott eða vont veður. Veður er bara huglægt ástand. Ef lesandinn er sáttur við að vera Íslendingur eða búa hér á landi þá tekur hann veðrinu hverju sinni með því hugrekki sem honum býr í brjósti.

Sá sem ekki þolir við út af snjó, slagviðri, roki, slyddu og öllu þessu sem virðist hrjá kellingar af báðum kynjum, þá á hinn sami að flytjast til annarra landa. Nefna má vesturhluta Noregs eða Írlands, Færeyjar, Nýfundnalands eða staða sem bjóða upp á álíka veðráttu og stundum verður hér.

Svo er ekki úr vegi að blaðamenn og ljósvakavíkingar læsu ljóðið Storm eftir Hannes Hafstein. Eða glugguðu í sögur og sagnir forfeðra okkar sem tóku veðrinu með þeirri ró sem þörf er á. 

Og svo allir út, klæða sig eftir veðri og búst við því versta. 


mbl.is „Sumardagurinn fyrsti“ í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það er ekki til vont veður; einungis rangur klæðnaður/búnaður.

Að fara út úr húsi í öllum veðrum og takast á við náttúruöflin fær mann til að finnast maður lifandi og til einhvers nýtur.

Kv. Steinmar

Steinmar Gunnarsson, 14.6.2013 kl. 14:48

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tek regnhattinn ofan fyrir þér, Steinmar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.6.2013 kl. 14:50

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það hefur reyndar vel hlýtt á landinu, líka syðra, það sem af er júni.  Og ekkert sérlega úrkomusamt hvað sem hver segir. Ágæt sumarbyrjun.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.6.2013 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband