Gönguleið vörðuð húsum

Mér finnst óskiljanlegt að brautryðjendafyrirtæki eins og Fjallaleiðsögumenn skuli leggja áherslu á að bjóða upp á gönguferðir milli Landmannalauga og Þórsmerkur, Laugaveginn svokallaða. Alltof margir fara þessa leið, hún er ofsetin, má fullyrða að það sé lítil skemmtun að fara með fólk eftir gönguleið sem er yfirfull.

Þessi athugasemd á einnig við Ferðafélagið. Það vekur líka undrun hvernig á því stendur að það ágæta félag skuli ekki reyna að byggja upp fleiri gönguleiðir, þó ekki sé nema til þess að minnka álagið á Laugaveginum. Raunar er uppbygging lengri gönguleiða verðugt viðfangsefni þeirra sem áhuga hafa á ferðaþjónustu.

Það er svo sem ágætt viðfangsefni og gott auglýsingaefni að segjast leggja gjald á farmiða vegna uppbyggingar salernisaðstöðu á milli gönguskála á Laugaveginum. Svona PR mál. Langt er orðin síðan að uppbygging á Laugaveginum varð of mikil og núna á að bæta við byggingum sem þýðir að eiginlega er lítill munur orðinn á Laugaveginum og „Laugaveginum“. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að Laugaveginum hefur hnignað og er síst af öllu sú stórkostlega gönguleið sem margir vilja halda fram. Langt frá því. 


mbl.is Gjaldtaka til verndar Laugaveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband