Baldur var frábær á móti Keflvíkingum

Baldur Sigurðsson átti stórkostlegan leik fyrir KR á móti Keflavík í kvöld. Hann var einn besti maður vallarins, duglegur og ógnandi upp við mark andstæðinganna. Hefði átt að skora tvö í viðbót hefði hann náð aðeins að róa sig niður í góðum færum.

KR-liðið var afar sannfærandi á móti sprækum Keflvíkingum og hefði getað unnið með meiri mun. Hins vegar er margt sem KR-ingar geta lagað hjá þeim. Sérstaklega þurfa að halda boltanum meira innan liðsins í stað þess að lenda oft í leiðinlegum „eltibolta, láta aðra stjórna ferðinni langtímum saman og þurfa þá að verjast.

Hins vegar var sigurinn í kvöld aldrei í hættu. Áhorfendur í kaldri stúkunni veltu bara fyrir sér hversu mörg mörkin gætu orðið. 


mbl.is Baldur: Boltinn fór á góðan stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband