Tollvörður segir fólk ljúga ...

Við förum fram á að fólk sanni eignarrétt sinn á viðkomandi hlutum. Hafi fólk kvittanir ekki meðferðis ráðleggjum við því að fara í umboðin hér heima og fá nótur enda eru þau sum með skrár yfir seldar vörur," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, og bætir við: „Fólk getur einnig prentað út kreditkortayfirlit og fært okkur. Þá er fólk stundum tekið í skýrslutöku og ég held að það sé ekki mikið að ljúga að okkur þar. Þessi mál eru flest leyst á þann máta að sannleikurinn er leiddur í ljós.

Þetta er af veðmiðlinum visir.is. Finnst engum það tiltökumál að tollurinn gangi svona fram og nær þjófkenni fólk. Sannaðu eignarétt þinn, annars ...

Hvernig væri ástandi ef lögreglan gengi fram með álíka stefnu? Er möguleiki á því að löggan fari nú að ónáða borgarana og krefjast þess að þeir sönnuðu eignarétt sinn á hinu og þessu, bílum, fatnaði, húsgögnum og jafnvel húsnæði? Nei, það er ekki gert nema fyrir liggi rökstudd ástæða.

Tollinum er hins vegar uppálagt að gera svokallaðar „stikkprufur“. Tekur sér leyfi að gramsa í farangri fólks sem kemur frá útlöndum. Fólk sem gengur í gegnum „gæna hliðið“ gefur með því út þá yfirlýsingu að það sé ekki með tollskyldan varning. Ástæðan þarf ekki að vera rökstudd. Með stikkprufunum segir tollurinn einfaldlega eitthvað á þessa leið: Þú lýgur og við ætlum að sanna það með því að skoða í töskurnar þína.

Auðvitað eru svona vinnubrögð til háborinnar skammar og ekki síður ummæli yfirtollvarðarins sem heldur því fram að fólk „sé ekki mikið að ljúga að okkur“. Í þessum orðum hans endurspeglast viðhorf tollsins að fólk ljúgi og svíki vegna þess að það geti það. Fyrir vikið taka tollverðin málin persónulega og úr verður rimma milli almennings og starfsmanna embættisins. Það er ólíðandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert óeðlilegt við það að fara fram á að fólk sýni fram á að það þegar það fer í gegnum græna hliðið að það sé ekki með tollskyldan varning í farangri sínum. Það að sýna fram á framferði sitt með framvísun kvittana er ekkert óeðlilegt, þannig byggir t.d. virðisaukaskattskerfið eins og það leggur sig á því...

Segjum sem svo að það væri hlið á flugvellinum þar sem fólk gæti komist hjá því að framvísa vegabréfi.. Væri eitthvað óeðlilegt við það ef teknar væru stikkprufur á þeim sem þar færu í gegn og það beðið um að framvísa vegabréfi?

Svona fyrir utan það að við vitum það fullvel að stór hluti þeirra sem fara í gegnum græna hliðið ættu að fara í gegnum rauða hliðið.. Við vitum líka að tollverðir sjá í flestum tilfellum í gegnum fingur sér með það þó fólk sé yfirleitt með varning langt umfram það sem er innan tollfrjálsra marka...

Ég held að hér verði ég hreinlega að benda á vælubílinn :)

Svo er náttúrlega hægt að ganga bara ESB, þá eru engir tollar frá flestum þeim löndum sem íslendingar ferðast til ;)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 13:05

2 identicon

Svo má benda á að það að "gramsa" í farangri fólks er ekki bara vegna þess að fólk gæti verið með ólöglegan varning

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 13:07

3 identicon

"ólöglegan" þarna átti að vera "tollskyldan"

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 13:07

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er alveg rétt hjá þér, Jón Bjarni. Menn verða bara að muna að vera með kvittun fyrir símanum, myndavélinni, tölvunni, töskunni, giftingarhringnum, gleraugunum, úrinu, frakkanum eða úlpunni, skónum og öðru smálegu. Svo er það auðvitað til í dæminu að annað hvort fara ekki til útlanda eða skilja þetta smádót eftir.

Nei, eins og tollvörðurinn segir, menn eru ekkert að ljúga neitt mikið en samt ... Þá er nú full ástæða til að leita á þér og mér þó við ljúgum ekkert mikið ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.12.2012 kl. 13:47

5 identicon

Eins og kemur fram í fréttinni í dag (eða var það í gær), þá þarf þess einmitt ekki - kortayfirlit er látið nægja þegar kvittanir skortir.. svo hér er öllu meðalhófi gætt að mínu mati..

Ég þekki tollverði.. og það er enginn lygi að það er logið að þeim allan liðlangan daginn :)

Vil taka það fram að mér er jafn meinilla við tollinn og öðrum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 14:24

6 identicon

Það er líka hægt að gera grein fyrir dýrum varningi áður en farið er út...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 14:26

7 identicon

En tollar eru böl og að mínu mati barn síns tima og tímaskekkgja í nútíma alþjóðlegu samfélagi.. Sem er nota bene ein ástæða þess að innan ESB eru þeir ekki til ;)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 14:27

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hættu nú að verja þetta, Jón Bjarni. Eiga menn að ganga á sér með allt að 20 kvittnir eða jafnvel jafnmörg kortayfirlit? Það er útilokað. Þetta kerfi er vont.

Bölið er í því fólgið að einn er ekki tekin trúanlegur af því að annar lýgur. Held því fram að 99% af fólki komi hreint fram og jafnstórt hlutfall af því sem verið er að gera athugasemdir við eru smáatriði sem engu skipta. Aðalatriðið er að tollurinn á ekki að halda því fram að almenningur ljúgi. Það er ruddalegt og ekki stofnuninni samboðið.

Tollverðir eru mannlegir og þeir eru ekkert skárri en fólkið sem þeir eru að afgreiða. Ég þekki dæmi um hefnigirni tollvarða þegar þeim er svarað, yfirlætisleg tilsvör og leiðindi. Vandinn er sá að einstaka tollverðir koma óorði á stéttina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.12.2012 kl. 14:34

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Þér til fróðleiks þá er þetta valdníðsla, þetta þekkist hvergi þar sem ég hef farið til útlanda að tollverðir séu að skoða töskur eða annað. Þeir eru búnir að skoða allt áður enn það fer í gegn með gegnumlýsingar tækjum sem þeir nota á flugvöllum. Þeir skoða straum fólks sem kemur inn í landið til að fyrirbyggja ólöglega innflytjendur og fíkniefni,  það er málið.

Allt annað er bull og ekki verjandi að skoða það sem fólk kaupir, ekkert annað hafta stefna þeirra sem ráða. Hugsaðu þér að fólk má ekki kaupa meira enn fyrir rúmlega 200 evrur. Erum við ekki í frjálsu landi þar sem viðskipti eiga sér stað. Stað þess eru tollverðir sendir á lýðinn til að bæla hann niður. Tollkerfið er í molum og áherslur vitlausar. Látum saklaust fólk í friði og snúum okkur að ólöglegum útlendingum og fíkniefnum það er málið.

Jóhann Páll Símonarson, 6.12.2012 kl. 21:19

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gott að heyra, Jóhann Páll. Hélt á tímabili að ég væri sinn um ofangreinda skoðun mína. Bestu þakkir. Stend því enn við það að þetta er ruddaskapur og gjörsamlega óþarfur í langflestum tilvikum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.12.2012 kl. 21:24

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er með hreinum ólíkindum, við getum rétt ímyndað okkur ef þetta lið væri lengur við völd, þá væri sennilega skoðað hvort við hefðum farið í bað nýlega, hvort við hefðum drukkið meira en tvo bjóra á kvöldi meðan við vorum erlendis, og svo framvegis.  Forsjárhyggjan að drepa þetta lið, segi og skrifa.  Hvar er þetta aftur að bera ábyrgð á sjálfum sér og svo framvegis.  Nei nú er það hingað og ekki lengra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2012 kl. 22:44

12 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er góð færsla, Sigurður, þakka þér fyrir. Ég veit ekki betur en að fólk sé saklaust þar til sekt er sönnuð, svo að þessir tollþjónar ættu að hafa sig hæga og telja fólk saklaust þar til sekt hefur verið SÖNNUÐ.

Þetta leyðir auðvitað hugann að því hvernig heim við lifum í. Viljum við lifa við þær aðstæður að einhverjur fantar geti að geðþótta tekið stikkprufur af farangri fólks og borið upp á það sakir án þess að nokkuð liggji fyrir sem bendi til þess að fól hafi gerst brotlegt við lög?

Fyrir suma er greinilega draumalandið komið, ég fæ ekki betur séð en að Sovét Ísland sé orðið að raunveruleika. Verði þeim að góðu.

Hörður Þórðarson, 7.12.2012 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband