Ţór Saari laug, flóknara er ţađ ekki

Ţingmađur Hreyfingarinnar, Ţór Saari, var um daginn dćmdur í Hérađsdómi Reykjavíkur fyrir meiđyrđi. Ummćlin sem hann var dćmdur fyrir eru ţessi: „Ragnar Árnason hefur veriđ á launum hjá LÍÚ í áratugi.“

Ţingmađurinn hefur nú tekiđ ţá ákvörđun ađ áfrýja málinu til Hćstaréttar. Í yfirlýsingu segir hann:

Undirritađur telur ađ stefna Ragnars hafi veriđ međ öllu tilhćfulaus og sé tilraun til ţöggunar á umrćđu um málefni sem hvađ heitast hefur brunniđ á ţjóđinni í áratugi sem eru breytingar á kvótakerfinu og úthlutun aflaheimilda. 

Ţetta orđ, ţöggun, er orđiđ miklu vinsćlla en efni standa til. Yfirleitt er ađ notađ af undirmálsmönnum sem láta sér sannleika og heiđur í léttu rúmi skipta. Í ţann flokk hefur Ţór Saari fyrir löngu síđan skipađ sér.

Óumdeilt er ađ Ţór Saari lét hafa ţessi orđ eftir sér og í ljós hefur komiđ ađ ţau eru ósönn. Ragnar Árnason stefndi ţingmanninum fyrir ummćli sem eru ađ hans áliti röng og meiđandi. Hvađ er ţá vandamáliđ og hver er ţöggunin?

Ţór Saari laug. Flóknara er ţađ ekki.

Hann má áfram malbiki sínu um fiskveiđistjórnunarkerfiđ, kvótann og úthlutun aflaheimilda eins og hann vill. Enginn hefur nokkra lyst á ađ ţagga niđur í manninum. En hann leikur ţann leik sem margir gera, ađ grípa til vafasamra fullyrđinga í ţeirri von ađ einhver leggi ţá viđ eyrun. Umrćđa sem ţannig ţróast er ekki heiđarleg og ţvert á ţann lćrdóm sem margir hverjir töldu ađ hruniđ hefđi haft í för međ sér. Ţađ er ekki nein ţöggun ţó einhverjir mótmćli lygum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ţú Sigurđur og dómarar Hćstaréttar ţyrftuđ nú ekki annađ en ađ fara á eina glćru kynningu hjá ţessum frođusnakk ţá sjáiđ ţiđ ađ mađurinn gengur erinda LÍÚ í nafni HÍ og dreifir rakalausum Lygum fyrir umbjóđendur sína. "Verkefni" fyrir LÍÚ og núna "Sjávarklasinn" borguđ af LÍÚ og ef ţađ er ekki ađ vera á launum hjá samtökum sjávarútvegsins ađ sjá um ţessi málefni fyrir ţau ţá eru menn bara ađ taka ţátt í rakalausu lyga kjaftćđi ţví sem Hag-álfurinn hefur veriđ samnefnari fyrir.

Og ekki nóg međ ţetta Sigurđur heldur er ţessi Hag-álfur kominn međ fleiri menn innan HÍ sem styđja viđ sömu lyga rökin og óróđurinn fyrir al vondu fiskveiđistórnkerfi sem olli hruni efnahags ţessa lands og kemur í veg fyrir eđlilega uppbyggingu. 

Ólafur Örn Jónsson, 5.10.2012 kl. 15:50

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Um ţetta fjallar hins vegar ekki pistillinn minn, Ólafur.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 5.10.2012 kl. 17:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband