Þór Saari laug, flóknara er það ekki

Þingmaður Hreyfingarinnar, Þór Saari, var um daginn dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir meiðyrði. Ummælin sem hann var dæmdur fyrir eru þessi: „Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍÚ í áratugi.“

Þingmaðurinn hefur nú tekið þá ákvörðun að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Í yfirlýsingu segir hann:

Undirritaður telur að stefna Ragnars hafi verið með öllu tilhæfulaus og sé tilraun til þöggunar á umræðu um málefni sem hvað heitast hefur brunnið á þjóðinni í áratugi sem eru breytingar á kvótakerfinu og úthlutun aflaheimilda. 

Þetta orð, þöggun, er orðið miklu vinsælla en efni standa til. Yfirleitt er að notað af undirmálsmönnum sem láta sér sannleika og heiður í léttu rúmi skipta. Í þann flokk hefur Þór Saari fyrir löngu síðan skipað sér.

Óumdeilt er að Þór Saari lét hafa þessi orð eftir sér og í ljós hefur komið að þau eru ósönn. Ragnar Árnason stefndi þingmanninum fyrir ummæli sem eru að hans áliti röng og meiðandi. Hvað er þá vandamálið og hver er þöggunin?

Þór Saari laug. Flóknara er það ekki.

Hann má áfram malbiki sínu um fiskveiðistjórnunarkerfið, kvótann og úthlutun aflaheimilda eins og hann vill. Enginn hefur nokkra lyst á að þagga niður í manninum. En hann leikur þann leik sem margir gera, að grípa til vafasamra fullyrðinga í þeirri von að einhver leggi þá við eyrun. Umræða sem þannig þróast er ekki heiðarleg og þvert á þann lærdóm sem margir hverjir töldu að hrunið hefði haft í för með sér. Það er ekki nein þöggun þó einhverjir mótmæli lygum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þú Sigurður og dómarar Hæstaréttar þyrftuð nú ekki annað en að fara á eina glæru kynningu hjá þessum froðusnakk þá sjáið þið að maðurinn gengur erinda LÍÚ í nafni HÍ og dreifir rakalausum Lygum fyrir umbjóðendur sína. "Verkefni" fyrir LÍÚ og núna "Sjávarklasinn" borguð af LÍÚ og ef það er ekki að vera á launum hjá samtökum sjávarútvegsins að sjá um þessi málefni fyrir þau þá eru menn bara að taka þátt í rakalausu lyga kjaftæði því sem Hag-álfurinn hefur verið samnefnari fyrir.

Og ekki nóg með þetta Sigurður heldur er þessi Hag-álfur kominn með fleiri menn innan HÍ sem styðja við sömu lyga rökin og óróðurinn fyrir al vondu fiskveiðistórnkerfi sem olli hruni efnahags þessa lands og kemur í veg fyrir eðlilega uppbyggingu. 

Ólafur Örn Jónsson, 5.10.2012 kl. 15:50

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Um þetta fjallar hins vegar ekki pistillinn minn, Ólafur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.10.2012 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband