Jón Baldvin ræðst á heilaga Jóhönnu í afmælisgrein

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra, sendiherra, ritstjóri, birtir í dag afmæliskveðju til fyrrum samherja síns, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Undarlegt er að lesa greinina sem birtist í pressan.is. Allir sem muna eftir formannstíð Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum vita að hann og Jóhanna Sigurðardóttir voru síst af öllu elsku vinir. Samvinna þeirra var engin, milli þeirra var sífelldur skætingur eða þegar best lét sögðu þau ýmsilegt meinlegt um hvort annað undir rós. 

Jóhanna hafði á sínum tíma rétt fyrir sér um Jón Baldvin. Árangur hans sem þingmanns, ráðherra svo ekki sé talað um formanns Alþýðuflokksins er enginn. Og Jón Baldvin hafði rétt fyrir sér um Jóhönnu, hún er einfari, frek og miðpunktur tilveru hennar var hún sjálf. 

Nú tekur Jón Baldvin upp fyrri siði, það sem honum þykir skemmtilegast, að tala illa um aðra. Og það gera hann svo einstaklega skemmtilega í afmælisgrein sinni um forsætisráðherrann sem hann baktalaði mikið hér áður fyrr og hrakti þvínæst úr Alþýðuflokknum. Sannast sagna var ekki pláss fyrir þau bæði í sama flokki enda svo lík að með ólíkindum er.

Löngum hefur verið sagt að oflof sé dulið last. Það er það fyrsta sem lesanda afmælisgreinarinnar dettur í hug. Jón Baldin uppnefnir Jóhönnu og nefnir hana þrjóska kind sem setið hafi í hrunstjórninni. Hann segir:

Þrátt fyrir setu sína í Hrunstjórninni, þótti óvéfengjanlegt að hún byggi yfir þeim eðliskostum, sem á reynir, þegar taka þarf til hendinni og allt er komið í óefni: Heiðarleika, ósérhlífni, vinnusemi, seiglu – og það sem mestu máli skipti – óendanlegri þrjósku. Var það ekki þrjóska sauðkindarinnar, sem gerði þessari þjóð kleift að lifa af sjö langar hunguraldir? 

Ekki eru þetta vinsamlegar strokur og vart fer það batnandi er maðurinn fullyrðir að afmælisbarnið hafi verið orðið of gamalt er hún tók við starfi forsætisráðherra. Jón Baldvin orðar það svona:

Að leggja þvílíkar byrðar á herðar konu, sem þá þegar hafði áunnið sér rétt til að njóta friðsæls ævikvölds, getur vart flokkast undir annað en skort á mannúð og meðlíðan.

Og ekki batnar það þegar greinarhöfundur fullyrðir nánast að Jóhanna sé slæmur stjórnmálamaður eða hvernig má útskýra þessi orð:

Að leiðarlokum eru engir góðir pólitíkusar nema dauðir pólitíkusar.  

Sýnu verra er að allt það sem Samfylkingarmenn hafa lofað forsætisráðherra sinn fyrir þakkar Jón Baldvin formanni Vinstri grænna. Hann segir um niðurskurð ríkisútgjalda og velferðarkerfið:

Það kostaði blóð, svita og tár – en það bar árangur. Þann árangur á Jóhanna einkum að þakka Steingrími J. Sigfússyni, harðfylgi hans og málflutningsþrótti.

Sem sagt, Jóhanna sat verkefnalaus úti í horni meðan Steingrímur tók til hendinni.

Jóni Baldvin telur að stærstu mistök Jóhönnu hafi verið að rétta ekki hlut fórnarlamba ólöglegra gengistryggðra lána. Hann segir:

Það er ekki boðlegt fjórum árum eftir hrun, að þúsundir heimila viti ekki, hver er höfuðstóll þessara lána, hvaða vextir skuli gilda, né heldur hver greiðslubyrðin er eða verður. Svona nokkuð líðst bara í bananalýðveldum. Þessi glundroði hefur skaðað orðstír „heilagrar Jóhönnu“ (var það ekki ég, sem á sínum tíma sæmdi hana þessari heiðursnafnbót?) meir en nokkuð annað.  Hefur hún enn tíma til að reka af sér slyðruorðið? Það kemur í ljós. 

Auðvitað getur Jón Baldvin ekki stillt eðli sína og minnir á uppnefnið sem hann klíndi á hana á árum þeirra í Alþýðuflokknum. Uppnefnið „heilög Jóhanna“ var aldrei nein heiðursnafnbót. Hann notað þetta til að benda á hversu erfitt væri að vinna með konunni og ekkert mætti segja við hana án þess að hún færi í fýlu.

Í lok afmælisgreinarinnar gerist Jón Baldvin enn og aftur persónulega rætinn er hann segir:

Öllum má ljóst vera, að hún býr hvorki yfir orðkyngisannfæringarkrafti spámannsins, sem leiðir þjóð sína fyrir mátt orðsins út úr eyðimörkinni á vit framtíðarlandsins.

Flestir eru á því að nokkrar reglur eigi að hafa í heiðri við skriftir og ljóst má vera að Jón Baldvin brýtur að minnsta kosti tvær þeirra.

Í fyrsta lagi að skrifa ekkert undir áhrifum áfengis. Það kann einfaldlega ekki góðri lukku að stýra, ekki frekar en að halda ræðu drukkinn.

Í öðru lagi er slæmt að láta reiði og heift ráða því sem skrifað er.

Í þriðja lagi á enginn að rita afmælisgrein til svarins óvinar. Allir sjá í gegnum slík skrif eins og glögglega kemur fram í þessari samantekt.

Og nú er það spurningin: Hvernig svarar heilög Jóhanna sínum svarna óvini. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það sem þú segir hérna er satt og rétt og athugunarvert. En Það sem mér finnst þó einna merkilegast: Hér er Humbert Humbert, „barnavinurinn besti“, öðru nafni JBH enn að belgja sig á opinberum vettangi. Af hverju er þessi maður ekki á Litla- Hrauni? (Kvíabryggja er allt of góður staður fyrir hann). Bréfin ein ættu að duga til sakfellingar, en lætur nokkur maður sér detta í hug að hann hafi ekki verið að eiga við barnið, sem hann skrifaði á þennan hátt? En ósvífnin, sjálfumgleðin og hrokinn sem er svo einkennandi fyrir manninn virðist ólæknandi. Og þetta er einmitt einkennandi fyrir svo marga vinstri menn, þá sömu sem í sífellu saka aðra um vont „siðferði“. Þetta minnir líka á sífellt hjal íslenskra stuðningsmanna alræðis og gúlags um „lýðræði“ og „mannréttidi“. Þetta fólk kann alls ekki að skammast sín. En hvar eru allir feministarnir, Stígamót og allt það vandlætaralið? Hvað hefði verið sagt ef einhver frammámaður í Sjálfstæðisflokknum hefði verið staðinn að þessum viðbjóði? Ingibjörg Sólrún vildi ekki hafa hann í heiðussæti á lista, því það sæti „væri fyrir heiðursmenn“. Jóhanna virðist ekki sama sinnis.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.10.2012 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband