Samfylkingin burðarflokkur í stjórnmálum?

Þessar tilfallandi athugasemdir urðu til þess að ég glotti mér sjálfum mér en þær las ég á bloggsíðu Páls Vilhjálmssonar. Hann hittir oft naglan á höfuðið (feitletranir eru mínar og gerðar til skemmtunar):

Jóhanna Sigurðardóttir stendur ekki fyrir nein málefni aðeins valdabrask og deilur. Í afsagnarbréfi hennar segir ekkert um þau mál sem fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins stendur fyrir. Aðeins að ,,átakamikil og þung" ár séu að baki.

Jóhanna viðurkennir að hún hafi verið á útleið í stjórnmálum þegar atvikin höguðu því svo til að hún fékk formennsku í Samfylkingu og forsætisráðherradóm í kjölfarið.

En vegna þess að Jóhanna veturinn 2008 til 2009 löngu búin að gleyma því hvers vegna hún var í pólitík þá varð forsætisráðherraferillinn markaður karpi og leiðindum. 

Að viðskilnaði sýnir Jóhanna þó tilburði til að vera fyndin, sem má vel virða við gömlu konuna. Hún segir í kveðjunótunni:

Samfylkingin stendur vel og hefur alla burði til að vera áfram burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum.

Hahahahahahahahahah... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta viðtal var skondið svo ekki sé meira sagt.  Og næsti formaður verður forsætisráðherra segir hún.  Manneskjan er gjörsamlega veruleikafirrt, hún telur sig hafa skilað góðu búi og risa árangri.  Það er eins gott að slík manneskja fari frá, því slíkir jesúkomplexar eru alltaf hættulegir fólki í of háum valdastöðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband