Blóðug pólitísk barátta framundan

Ekki er einfalt fyrir formann stjórnmálaflokks að hætta nema auðvitað að óskoraður leiðtogi standi við hlið hans, tilbúinn að stökkva til. Svo er hins vegar ekki í tilviki Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar.

Samfylkingarfólki er eiginlega vorkunn. Jóhanna hefur haldið flokknum saman og komið í veg fyrir klofning. Þar er hver höndin uppi á móti annarri og ekkert annað blasir við en blóðug barátta um stólinn. Vandinn er eiginlega sá að allir þeir sem hafa verið kynntir til sögunnar sem formannsefni eru frekar reynslulitlir sem þarf þó ekki að vera neinn skaði.

Þessir hafa verið einna helst í umræðunni, annað hvort hafa aðrir bent á þá eða þá langar í djobbið. 

  • Árni Páll Árnason
  • Guðbjartur Hannesson
  • Katrín Júlíusdóttir
  • Róbert Marshall
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 

Sem andstæðingur Samfylkingarinnar væri ég alveg hreint tilbúinn til að samþykkja ofangreinda.

Sá vandi sem Samfylkingin stendur hins vegar frammi fyrir núna er hápólitískur. Það gengur illa að flokkurinn sé hálflamaður, foringjalaus til vors. Samfylkingarmenn verða að kjósa nýja formann og sá verður að setjast í forsæti ríkisstjórnarinnar. Að öðrum kosti munu kjósendur einfaldlega líta framhjá flokknum telja hann ekki með í baráttunni.

Síðan er það vafamál hvort Vinstri grænir munu sætta sig við að einhver nýr muni fá að skyggja á Steingrím J. Sigfússon. Líklegast fer nú í hönd erfiðasti tími ríkisstjórnarinnar. Bitist verður fyrst og fremst um formannsembættið, síðan um forsætisembættið og í ofanálag koma kosningar. Öll önnur mál munu falla í skuggann af þessum hamagangi enda fjallar pólitík Vg og Samfylkingarinnar fyrst og fremst um stóla og stöður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Já, en Sigurður, þú nefnir ekki til leiks varaformann Samfylkingarinnar og valdamann í Reykjavik, Dag B. Eggertsson. Nú gefst tækifærið fyrir bræðinginn hans, Gnarr og Besta flokkinn, Guðmund Steingrímsson, og ´Nyja stjórnarskraflokkinn´ í rútubílnum undir forystu Þorvaldar hins mikla Gylfasonar á mikilli ´Hreyfingu´ Margir munu nú skríða útúr byrginu.

Björn Emilsson, 27.9.2012 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband