Öllu snúið á hvolf vegna skýrslustuldar

Ríkisendurskoðun er stofnun sem er undir forræði Alþingis, ekki framkvæmdavaldsins. Þar af leiðandi er rökrétt að drag þá ályktun að samskipti þeirra hljóti að vera náin og að sjálfsöðgu góð. Svo virðist samt ekki vera. Menn gerast nú fingralangir og aðrir virðast vera hagnast á því. Gott orð er til á íslensku máli um þá sem njóta góðs af því sem tekið er ófrjálsri hendi.

Einhverra hluta vegna hefur þingmaður Vinstri grænna náð í drög að skýrslu um kaup á bókhaldskerfi, ljósritað hana og sent í Kastljós þar sem hún var til umfjöllunar í gær. Í raun og veru var umfjöllunin frekar slæm, ekkert annað en upplestur úr skýrslunni. Það hefði svo sem verið allt í lagi ef ekki hefði komið til sú staðreynd að skýrslan var enn vinnuplagg og mörgu ólokið eins og  Ríkisendurskoðun hefur bent á. Enginn greinarmunur var í upplestrinum hægt að gera á því sem var rétt og rangt. Allt upp lesið eins og þar væri heilagur sannleikurinn. 

Fyrir vikið breytist nú umræðan frá því að vera um ámælisverð kaup á bókhaldskerfi fyrir ríkið í ávirðingar um stuld og þörf einstakra þingmanna fyrir stundarfrægð í kastljósi fjölmiðlanna.

Þetta eru auðvitað svo mikil heimska að ekki tekur nokkru tali en auðvitað eftir öllu hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar.

Allt er nú sett á hvolf í leit að einhverju sem gæti varpað skugga á einhverja aðra. Munið að ekki er verið að leita að því sem gæti varpað birtu á starf hinnar norrænu velferðarstjórnar, þar finnst auðvitað ekkert. 


mbl.is Sagði skýrsluna vera þýfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband