Af hverju Fontana en ekki íslenskt nafn?

Jarðhiti beint úr iðrum jarðar, engir takkar, allur frágangur með náttúrulegum hætti ... þarna er fögur sýn til Heklu og Eyjafjallajökuls og ögrandi nánd við íslenska náttúru. Og þarna er hin forna Vígðalaug. Anna framkvæmdastjóri er „leyndardómsfull á svip“.

Hvað er eiginlega að þessu fólki sem byggði nýja laug á Laugarvatni og kallar hana Fontana? Allt er þetta íslenskt, vatnið, jörðin, skýin, rigningin, sólin, vindurinn og fólkið, nema útlendingarnir.

Auðvitað hefði laugin einfaldlega átt að heita Laugin. En íslenska er ekki nógu fín fyrir „Fonatanistana“ og aðra sem halda að útlendingar hrífist einungis að því sem ber annað nafn en íslenskt.

Tungan fer hallloka vegna þess að fjölmargir rekstaraðilar þora ekki að nota hana. Og leyndarsvipur Önnu framkvæmdastjóra verður beinlínis hallærislegur undir merkinu „Fontana“. Ætlu hún byggi ekki upp swimming pool, hot tubs, shops og breyti loks nafni Laugarvatns í Fontana Lake. Kann fólk ekki að skammast sín.


mbl.is Bein tenging við náttúruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband