Ríkisstjórnin eyðilagði framboð Þóru

Mér kom það mikið á óvart hversu kröftug og góð kosningbarátta Þóru Arnórsdóttur var. Hefði alveg treyst mér til að kjósa hana, en gerði það ekki.

Þóra kom afskaplega vel fram og málflutningur hennar var góður. Hún átti þó við þann djöful að draga sem er ríkisstjórnin. Án leyfis hertók Samfylkingin og stór hluti vinstri grænna yfir framboð hennar og gerði að sínu, þetta var svona óvinveitt yfirtaka svo orðalag úr viðskiptalífinu sér notað. Fyrir vikið átti Þóra aldrei nokkurn möguleika á sigri.

Greiningar á skoðanakönnunum sýndu þetta svo ekki var um að villast. Ríkisstjórnin vildi ekki Ólaf Ragnar áfram og því var Þóra sú sem á var veðjað. Þar með var var fjandinn laus. Greinahöfundar í blöðum, bloggarar og fjölmargir aðrir lögðu til atlögu við heiður Þóru og gerðu hana að ósekju að sérlegum frambjóðanda ríkisstjórnarinnar. 

Sé kosningabarátta Þóru skoðuð er ekkert sem bendir til þess að hún hafi verið ríkisstjórnarmegin, þvert á móti hún lagði upp með óháða kosningabaráttu sem allir hefðu geta samþykkt. Stefna hennar var falleg og góð en stjórnmálin eyðilögðu hana.

Í þokkabót er það rétt að ríkisstjórnin skemmdi kosningabaráttuna fyrir frambjóðendum með því að krefjast þess að þingið stæði fram til 18. júlí. Fyrir vikið hvarf kosningabaráttan í rykský alvarlegra mála á Alþingi. Meiri óvild og virðingarleysi var ekki hægt að sýna kosningum til embættis forseta lýðveldisins.


mbl.is Nýbökuð móðir viðurkennir ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er slæmt að pólitíkin sé að blanda sér í Forseta kosningar, Forsetinn er okkar þjóðarinnar en ekki stjórnmálaflokkanna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:08

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þóa hafði líka annað á móti sér.

Aldurinn, Þrátt fyrir afburðarkonu og sjónvarps andlit, vantar hana þessa dómgreind sem forseti þjóðar þarf.

Sú dómgreind kemur ekki fyrr en á efri árum 50+ myndi ég segja að væri ágætur aldur..

Birgir Örn Guðjónsson, 2.7.2012 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband