Innihaldslausir kveinstafir Jóns Bjarnasonar

Þeir sem til þekkja vita hvaða afleiðingar uppsagnir í litlum byggðum á landsbyggðinni. Yfirleitt eru það konur sem starfa í bankaútibúunum. Sé þeim sagt upp störfum og enga aðra atvinnu að hafa leiðir það oftast til þess að fólk flyst á brott.

Þetta er vandi landsbyggðarinnar í hnotskurn. Hvert einasta starf er svo ákaflega mikilvægt að allar breytingar hafa veruleg áhrif. Jafnvel fasteignaverð byggist á því að jafnvægi sé í atvinnulífi hvers staðar.

Nú stendur Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, og mótmælir. Fleiri þingmenn Vinstri grænna mótmæla. Því miður er ekkert að marka þetta lið. Það er þekkt fyrir að ganga á bak orða sinna. Munum bara eftir ESB aðlögunarviðræðunum. 

Ekki stóð Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna upp þegar gengið var á heilbrigðisstofnanirnar á landsbyggðinni og þær knúnar til samdráttar. Afleiðing var auðvitað fækkun starfa. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á uppsögnun hundruða fólks, jafnvel þúsunda, og stór hluti þeirra eru á landsbyggðinni.

Jón Bjarnason hefur hingað til haldið sér saman þegar ríkisstarfsmönnum hefur verið sagt upp. Nú telur hann sig og aðra krossferðariddara Vinstri grænna vera meira en hæfilega langt í burtu frá Landsbankanum, með Bankasýsluna á milli, og þá er óhætt að góla og kveina, berja sér á brjóst og krefjast hins og þessa - að minnsta kosti athygli í fjölmiðlum. 

Við almenningur erum orðnir þreyttir á þessari ríkisstjórn og innihaldslausum kveinstöfum Jóns Bjarnasonar og annarra vinstri manna sem eru ekki grænir af öðru en myglu í ríkisstjórnarmeirihluta.

Sannleikurinn blasir við öllum; ríkisstjórnin kann ekki nokkur ráð til að stjórna landinu. Það er rétt sem formaður Framsóknarflokksins hefur haldið fram að ríkisstjórnin hefur orðið þjóðinni dýrari en sjálft hrunið.


mbl.is Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ekki vera að atast í karl fíflinu, honum er ekki sjálfrátt.

Níels A. Ársælsson., 26.5.2012 kl. 13:38

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sanleikurinn er oftast sárastur ´En sanleikurinn er að vg og þeir sem neita því sem ég segi um þá sé sannleikur þeim er ekki  treistandiæ, vinstri grænir með Steingrím í fararbroddi eru þjóðníðingar sama hvað aðrir sega þá er það sanleikur sama hvað þer lofa og sega í kosningum munu þeir svíkja svo einfalt er það.....

Jón Sveinsson, 27.5.2012 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband