Orkuveitan reynir að tala sig frá vandamálunum

Orkuveita Reykjavíkur ætti að líta sér nær. Fyrirtækið rekur virkjun á Kolviðarhóli og hefur gengið þar mjög illa um landið. Það er nú orðið nær ónýtt til útiveru. Ómar Ragnarsson hefur bent afar kurteislega á vanefndir fyrirtækisins samkvæmt leyfi til virkjunar. Í stað þess að reyna að tala sig út úr vandræðunum þarf OR að taka til hendinni heima við.

Enginn heldur því fram að OR hafi vísvitandi farið með rangt mál, miklu frekar hafa talsmenn þess ekki vitað um staðreyndir og talað því út og suður.

Nú skiptir mestu máli fyrir OR að reyna að bæta umhverfismálin á svæðinu, snyrta til, laga eins og hægt er og koma í veg fyrir uppsöfnun vatns á svæði sem aldrei tjarnar hafa verið áður utan Draugatjarnar. Svo ættu þeir að reka þann sem sér um almannatengslin. Hann er ekki að standa sig, hvers svo sem hann er. 


mbl.is Harma óvæginn fréttaflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Hjálmarsson

Sæll Sigurður.

Það er hárrétt hjá þér að það þarf að snyrta umhverfi Hellisheiðarvirkjunar, sem varð fullbyggð síðasta haust, laga þar til og bæta umhverfi allt.

Takk fyrir brýninguna með það og sú vinna er að fara á fullt.

Því miður var fréttaflutningur með þeim hætti að bornar voru brigður á heiðarleika eins samstarfsmanns míns, sem er einn grandvarasti maður sem ég þekki.

Ég er sá sem sé um upplýsingagjöf til fjölmiðla fyrir OR og þakka brýningu í þeim efnum líka.

Kveðja,

Eiríkur Hjálmarsson.

Eiríkur Hjálmarsson, 25.5.2012 kl. 19:41

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið. Ég er ekki alveg viss um að ég treysti OR fyrir að laga til og bæta umhverfið. Skal með glöðu geði benda ykkur á það sem þarf að gera - ókeypis. Ég var sannfærður um að þið væruð með aðkeyptan ráðgjafa í almannatengslum, ætlaði aldrei að ráðast á þig persónulega, kæri Eiríkur. Hins vegar fannst mér eftirfarandi texti vera alveg þvers og kruss og þegar upp er staðið frekar hjal en stefnumörkun.

„Fjölmiðlaumfjöllun undanfarið um tjarnarmyndun í grennd við Hellisheiðarvirkjun sýnir að nýting jarðvarma er flókið og vandasamt viðfangsefni sem getur haft margvísleg vandamál í för með sér. Þar sem oft þarf að bregðast fyrirvaralítið við uppákomum í kjölfar nýtingarinnar er nauðsynlegt að vera stöðugt á varðbergi og gæta ítrustu varúðar. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur ríka áherslu á að mótuð verði vöktunar- og viðbragðsáætlun vegna umhverfismála á svæðinu.“

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.5.2012 kl. 19:47

3 Smámynd: Eiríkur Hjálmarsson

Tek við öllum góðum ábendingum um umhverfisbætur (ekki síst séu þær ókeypis ;-)

Held að þegar litið er á Elliðaárdalinn (sem einu sinni var melur), Heiðmörkina (sem einu sinni var melur) og umhverfi Nesjavalla, Úlfjótsvatnsjörðina, Hólmsheiðina og fleiri svæði í umsjá OR, þá sýni það sig nú að hjá veitunum er fólk með soldinn sans fyrir umhverfinu þó alltaf megi bæta sig.

Eiríkur Hjálmarsson, 25.5.2012 kl. 23:17

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, Rafmagnsveitur Reykjavíkur og Hitaveitan stóðu sig ágætlega. Orkuveitan fetaði með nokkuð góðum árangri í fótspor fyrirrennara sinna. Svo breyttist skyndilega allt saman þegar komið var upp á Kolviðarhól og Hellisheiði. Þar er ég ósáttur við OR. Verulega ósáttur út af því hvernig hún fór með það svæði sem ég þekkti svo vel og var svo hrifinn af.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.5.2012 kl. 23:23

5 Smámynd: HLERINN

Sæll Sigurður. Af því að þú nefnir Rafmagnsveitur Reykjavíkur þá er það allt annað og ólíku saman að jafna við Orkuveituna. Síðan Orkuveitan varð til um aldamótin hefur þar ríkt óstjórn og óheiðarleiki eins og flestir landsmenn vita. Þarna sitja menn en í háum stöðum sem áttu stóran þátt í hvernig komið er fyrir þessu fyrirtæki. Það verðu afar erfitt fyrir þetta fyrirtæki að öðlast traust og trú almennings með þessa menn innanborðs. Því miður er þetta svona og það eina sem menn kunna vel þarna er að reka starfsfólk sem hefur þjónað gömlu fyrirtækjunum Rafveitu, Hitaveitu og Vatnsveitu og nú síðast OR í tugi ára. Og ástandið er svakalegt 240 milljarðar í skuld og það á 10 til 12 árum þegar það var skuldlaust. Svo er reynt að skrökva að fólki.....þvílíkt og annað eins, segi það bara.

HLERINN, 26.5.2012 kl. 00:06

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég spurði tveggja spurninga í sjónvarpsviðtalinu:

1. Af hverju er svo erfitt að fá upplýsingar?

2. Af hverju þær upplýsingar, sem þó fást, rangar?

Í þessum spurningum get ég ekki séð að ég hafi "borið brigður á heiðarleika" eins eða neins og tek þau ummæli því ekki til mín.

Ómar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 01:40

7 Smámynd: Eiríkur Hjálmarsson

Sæll Ómar.

Hvaða upplýsingar er erfitt að fá? Ekki hefurðu haft samband við mig, sem þó ber tiltekið starfsheiti.

OR leggur metnað í að veita réttar og glöggar upplýsingar. Þegar hringt er og spurt, þá reynum við að veita tiltækar upplýsingar þegar í stað. Í þessu tilviki voru þær, eðli málsins samkvæmt, ófullnægjandi, það er hárrétt. Nánari skoðun gaf af sér ítarlegri upplýsingar sem þegar í stað voru veittar.

Þapð er enginn að saka þig, Ómar, um eitt eða neitt en í fréttaflutningi RÚV var að því látið liggja að gefnar hefðu verið vísvitandi rangar upplýsingar.

Það særir sóma grandvarra manna.

Takk annars fyrir ádrepuna.

Kær kveðja,

EHj.

(p.s. Líklega er vatnið í þessari nýju tjörn, hversu langlíf sem hún verður, innan marka reglugerðar um drykkjarvatn. Hún er samt líklega af völdum OR og á því ekki að vera þarna.)

Eiríkur Hjálmarsson, 26.5.2012 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband