Bullið í þingmönnum ríkisstjórnarinnar

Hvað ætli Bíldudalur, Eskifjörður, Flateyri, Súðavík, Grundarfjörður, Króksfjarðarnes og Fáskrúðsfjörður eigi sameiginlegt? 

Jú, það voru íbúar þessara staða sem settu bankakerfið á hausinn. Þangað má rekja fall íslenska bankakerfisins. Þar eru breiðu bökin sem réttu eiga að bera afleiðingar Hrunsins á herðum sínu. Sökudólgarnir fundust loksins í þorpum og bæjum víða um land þegar við héldum flest að þeir væru í þéttbýlinu á suðvestur horni landsins. 

Eða hvað? 

Það mætti allavega ætla að svo sé þegar litið er til rekstrarhagræðingar Landsbankansog kynntar voru fyrr í dag. 

Til hamingju að það, Landsbanki allra landsmanna! 

Eða ... 

Hvað ætli Snæfellsbær, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsasvík, Fjarðabyggð og Höfn í Hornafirði eigi sameiginlegt? Jú, það voru íbúar þessara staða sem settu bankakerfið á hausinn. Þangað má rekja fall íslenska bankakerfisins. Þar eru breiðu bökin sem réttu eiga að bera afleiðingar Hrunsins á herðum sínu. Sökudólgarnir fundust loksins í þorpum og bæjum víða um land þegar við héldum flest að þeir væru í þéttbýlinu á suðvestur horni landsins.

Eða hvað? Það mætti allavega ætla að svo sé þegar litið er til fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar og kynntar voru 18. maí.

Til hamingju að það, byggðastefna gegn byggðum landsins!

Svona má snúa út úr bullinu í þingmönnum ríkisstjórnarinnar. Þeir halda að þeir geti hættulaust kastað grjóti úr glerhúsi sínu, brúkað einhvers konar morfís talanda og halda það að með því að benda á eitthvað fyrirtæki sem bregst við á erfiðum tímum sleppi ríkisstjórnin við gagnrýni. Sá tími er liðinn að hægt sé að kenna hruninu um vandræðagang ríkisstjórnarinnar.

Við höfum ekki gleymt svikunum og prettunum:

  • Icesave I
  • Icesave II 
  • Atvinnuleysi, dulið atvinnuleysi, landflótti
  • Innistæðulaus loforð um atvinnuuppbyggingu
  • Ítrekaðar árásir á sjávarútvegsfyrirtækin
  • Aðlögunarviðræður við ESB
  • Byr, SpKef, Sjóvá
  • Sýndarmennskan í kringum þjóðaratkvæði um stjórnarskrármálið
  • ...
Muna lesendur eftir fleiri ruglmálum ríkisstjórnarinnar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

  • Rasskelling í tvennum kosningum og háðung í þeim þriðju.
  • Nokkrir dómar Hæstaréttar.

Svona væri hægt að telja upp "afrekaskrá"ríkisstjórnarinnar, nánast út í það óendanlega!!

En Björn Valur ætti kannski að líta sér örlítið nær, þar sem hans eini bandamaður í pólitík, Steingrímur J., var handhafi hlutabréfs ríkisins í Landsbankanum í tæp þrjú  ár, einmitt á þeim tíma sem bankinn var að byggja sig upp aftur upp í þá stöðu sem hann er í núna.

Gunnar Heiðarsson, 25.5.2012 kl. 16:17

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Þú hefur talið upp það helsta og alvarlegasta. Þó eru Bankaræningjarnir og lífeyrissjóðsræningjarnir á toppnum og deila og drottna án lagalegs né siðferðislegs réttar.

Það er glæpalið Baugs-ræningja-veldisins, sem situr í stjórnarstólum landsins.

Þeir sem ekki hafa kjark til að standa með almenningi á öllu Íslandi, ættu að skammast sín til að segja af sér, eins og tíðkast hjá sæmilega löghlýðnum og siðmenntuðum þjóðum. Þeir sem réttlæta sín eigin svik, eiga ekki annara kosta völ en að víkja fyrir réttlætinu og löghlýðninni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2012 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband