Vanhæfur stjórnarmeirihluti klúðrar málum - enn einu sinni

Þetta mun ekkert stoppa okkur í því að hafa samráð við fólkið í landinu um gerð stjórnarskrár.

Þetta segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, þegar ljóst var að stjórnarmeirihlutinn hafði klúðrað atkvæðagreiðslunni um drug stjórnlagaráðs um stjórnarskrá.

... samráð við fólkið í landinu ... Þetta kemur frá forystumanni í norrænu velferðarstjórninni sem hefur sjálfstætt og óhikað lækkað meðallaunin í landinu, hækkað skatta, reynt að veðsetja landið margsinnis vegna Icesave, ekkert gert til að lækka atvinnuleysið, hrakið atvinnulausa út úr landi, neitað að styðja við bakið á skuldsettum heimilum vegna ólögmætra gengislána, neitað að koma til móts við almenning vegna verðtryggingar húsnæðislána og listinn er miklu lengri.

Varðandi stjórnarskránna. Hefur enginn leyfi til að tjá sig á Alþingi um stjórnarskrárbreytingar nema stjórnlagaráð? Að minnsta kosti hefur þingmönnum ríkisstjórnarinnar verið bannað að gera það.

Það sjá allir í gegnum svona orðavaðal eins og hjá Valgerði Bjarnadóttur. Málið var illa undirbúið, spurningar leiðandi og fyrirsjáanlegt að ekkert var hægt að gera við niðurstöður úr skoðanakönnuninni samhliða forsetakosningunum. Málatilbúnaðurinn var allur í þá átt að beina athygli landsmanna frá vanhæfri ríkisstjórn. 

Hins vegar eru margir þess fullvissir að ekkert mun stoppa ríkisstjórnarmeirihlutann í vegferð hans gegn lífskjörum almennings. 


mbl.is Ekki kosið samhliða forsetakjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband